Golf

Of fal­leg saga til að vera ekki skrifuð í skýin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scottie Scheffler með syni sínum Bennett Scheffler eftir sigurinn á 153. Opna meistaramótinu.
Scottie Scheffler með syni sínum Bennett Scheffler eftir sigurinn á 153. Opna meistaramótinu. Getty/Christian Petersen

Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler hefur nú unnið þrjú af risamótunum fjórum á golfferli sínum eftir sigur hans í Opna meistaramótinu fyrr í þessum mánuði.

Scheffler hefur verið efsti maður heimslistans í 150 vikur og yfirburðir hans eru farnir að minna á Tiger Woods á sama tíma á hans ferli.

Scheffler vann bæði PGA meistaramótið og Opna meistaramótið í ár og hann vann Mastersmótið í annað sinn í fyrra.

Nú vantar hann bara eitt mót í safnið til að klára alslemmu golfsins.

Rory McIlroy varð fyrr á árinu aðeins sjötti kylfingurinn í sögunni til að ná því að vinna öll risamótin fjögur.

Scheffler bætist í hópinn ef hann vinnur Opna bandaríska meistaramótið en besti árangur hans þar er árið 2022 þegar hann varð í öðru sæti.

Miðað við spilamennsku Scheffler þessi misserin er ekkert ólíklegt að hann vinni Opna bandaríska meistaramótið árið 2026.

Þegar menn fóru að skoða aðeins betur tímasetningar og annað þá kom í ljós að það væri eiginlega of falleg saga til að vera ekki skrifað í skýin að Scheffler vinni mótið á næsta ári.

Næsta Opna bandaríska meistaramótið fer nefnilega fram í hans heimafylki New Jersey eða hjá Shinnecock Hills golfklúbbnum.

Það sem meira er að mótið byrjar 18. júní og klárast sunnudaginn 21. júní.

Þann sama sunnudag heldur Scheffler einmitt upp á þrítugsafmælið sitt því hann er fæddur 21. júní 1996.

21. júní 2026 er einnig feðradagurinn í Bandaríkjunum en verðlaunaathafnir með Scheffler og syni hans Bennett, að leika sér með bikarinn, hafa verið endurteknar reglulega á síðustu mánuðum.

Scheffler getur því haldið upp á stórafmælið sitt með syninum á feðradaginn með því að klára alslemmu golfsins. Jú er þetta er skrifað í skýin?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×