Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2025 16:00 Collin Morikawa fannst stuðningsmenn Bandaríkjanna ganga of langt í Ryder-bikarnum. epa/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH Collin Morikawa segir að stuðningsmenn bandaríska liðsins hafi líklega farið yfir strikið með framkomu sinni á Ryder-bikarnum um þarsíðustu helgi. Evrópa vann Ryder-bikarinn sem fór fram á Bethpage Black golfvellinum í New York. Stuðningsmenn Bandaríkjanna létu ófriðlega á meðan keppni stóð, sérstaklega við Rory McIlroy. Þá var glösum kastað í eiginkonu hans, Ericu. McIlroy sagði að framkoma stuðningsmanna Bandaríkjanna hefði verið óásættanleg. Grínistinn Heather McMahan, sem var fengin til að vera þulur á Ryder-bikarnum, baðst afsökunar á framkomu sinni en hún hvatti stuðningsmenn Bandaríkjanna til að láta McIlroy og félaga í evrópska liðinu heyra það. McMahan var ekki við störf á þriðja og síðasta degi Ryder-bikarsins. Fyrir Ryder-bikarinn óskaði Morikawa eftir því að stuðningsmenn Bandaríkjanna þyrluðu upp ryki og yrðu með læti. Hann segir nú að stuðningsmennirnir hafi líklega gengið of langt. „Það á að vera mikil orka á Ryder-bikarnum og þegar ég talaði um óreiðu bað ég stuðningsmennina ekki um að vera dónalega. Ég á ekki að eigna mér það þegar fólk er dónalegt,“ sagði Morikawa. Bandaríska liðið var í miklum vandræðum fyrstu tvo keppnisdagana í Ryder-bikarnum en kom til baka á þeim þriðja og úr varð spennandi keppni. En Evrópa hafði betur, 15-13, og vann Ryder-bikarinn á bandarískri grundu í fyrsta sinn í þrettán ár. Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim. 29. september 2025 10:02 Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Eftir að hafa byrjað Ryder-bikarinn með miklum yfirburðum var lið Evrópu hársbreidd frá því að kasta bikarnum frá sér í dag þegar keppt var í einmenningi. 28. september 2025 21:55 Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Konan sem hvatti áhorfendur í Ryder-bikarnum til að hrópa ókvæðisorð að Rory McIlroy í gær hefur stigið til hliðar. 28. september 2025 14:45 Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi. 27. september 2025 20:00 Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, hefur komið stuðningsmönnum bandaríska liðsins, sem hafa látið ófriðlega í Ryder-bikarnum, til varnar. 28. september 2025 09:32 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Evrópa vann Ryder-bikarinn sem fór fram á Bethpage Black golfvellinum í New York. Stuðningsmenn Bandaríkjanna létu ófriðlega á meðan keppni stóð, sérstaklega við Rory McIlroy. Þá var glösum kastað í eiginkonu hans, Ericu. McIlroy sagði að framkoma stuðningsmanna Bandaríkjanna hefði verið óásættanleg. Grínistinn Heather McMahan, sem var fengin til að vera þulur á Ryder-bikarnum, baðst afsökunar á framkomu sinni en hún hvatti stuðningsmenn Bandaríkjanna til að láta McIlroy og félaga í evrópska liðinu heyra það. McMahan var ekki við störf á þriðja og síðasta degi Ryder-bikarsins. Fyrir Ryder-bikarinn óskaði Morikawa eftir því að stuðningsmenn Bandaríkjanna þyrluðu upp ryki og yrðu með læti. Hann segir nú að stuðningsmennirnir hafi líklega gengið of langt. „Það á að vera mikil orka á Ryder-bikarnum og þegar ég talaði um óreiðu bað ég stuðningsmennina ekki um að vera dónalega. Ég á ekki að eigna mér það þegar fólk er dónalegt,“ sagði Morikawa. Bandaríska liðið var í miklum vandræðum fyrstu tvo keppnisdagana í Ryder-bikarnum en kom til baka á þeim þriðja og úr varð spennandi keppni. En Evrópa hafði betur, 15-13, og vann Ryder-bikarinn á bandarískri grundu í fyrsta sinn í þrettán ár.
Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim. 29. september 2025 10:02 Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Eftir að hafa byrjað Ryder-bikarinn með miklum yfirburðum var lið Evrópu hársbreidd frá því að kasta bikarnum frá sér í dag þegar keppt var í einmenningi. 28. september 2025 21:55 Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Konan sem hvatti áhorfendur í Ryder-bikarnum til að hrópa ókvæðisorð að Rory McIlroy í gær hefur stigið til hliðar. 28. september 2025 14:45 Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi. 27. september 2025 20:00 Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, hefur komið stuðningsmönnum bandaríska liðsins, sem hafa látið ófriðlega í Ryder-bikarnum, til varnar. 28. september 2025 09:32 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Ertu að horfa Donald Trump?“ Kylfingarnir í liði Evrópu sungu sigursöngva eftir að hafa unnið Bandaríkin í New York í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, og sungu meðal annars til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem svaraði þeim. 29. september 2025 10:02
Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Eftir að hafa byrjað Ryder-bikarinn með miklum yfirburðum var lið Evrópu hársbreidd frá því að kasta bikarnum frá sér í dag þegar keppt var í einmenningi. 28. september 2025 21:55
Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Konan sem hvatti áhorfendur í Ryder-bikarnum til að hrópa ókvæðisorð að Rory McIlroy í gær hefur stigið til hliðar. 28. september 2025 14:45
Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi. 27. september 2025 20:00
Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, hefur komið stuðningsmönnum bandaríska liðsins, sem hafa látið ófriðlega í Ryder-bikarnum, til varnar. 28. september 2025 09:32