Tengist ekki skuggaflota Rússlands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júlí 2025 15:43 Trausti Árnason er framkvæmdastjóri Vélfags. Aðsend/Já.is Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu. Fyrirtækið Vélfag var stofnað á Ólafsfirði árið 1995 af hjónunum Bjarma Sigurgarðssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur. Árið 2021 keypti rússneska félagið Norebro meirihluta í Vélfagi en það fyrrnefnda er nú á lista Evrópusambandsins, sem Ísland og Noregur taka þátt í, yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum, líkt og RÚV greindi frá. „Fyrir öll átök þá kaupir Norebro meirihluta í Vélfagi og þar lágu skýrir viðskiptahagsmunir til grundvallar. Þetta er í lok árs 2021. Síðan færist eignarhaldið í Vélfagi í endurskipulagi á Norebro til félags sem heitir Titania Trading sem er í Hong Kong,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags, í samtali við fréttastofu. Eignarhaldinu hafi verið skipt í erlendan og innlendan hlut að hans sögn og var Vélfag hluti af erlenda hlutanum. Árið 2023 keypti síðan svissneskur fjárfestir félagið Titania Trading. „Í rauninni hefur þetta rússneska félag sem er á þessum þvingunarlista ekki komið að eignarhaldi, stjórn og rekstri Vélfags síðan árið 2023 þegar eignarhaldið breyttist,“ segir Trausti. „Síðan fer þá rússneski hlutinn á þvingunarlistann 20. maí.“ Hefur ekki fengið neinar formlegar skýringar Þann 26. júní komst Trausti að þessu máli er hann framkvæmdi áreiðanleikakönnun eftir að Norebro var sett á lista yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum. Hann segir málið snúast um eignarhald á móðurfélagi Vélfags, Titania Trading. Þó hafi hann ekki fengið skýrt svar við því af hverju Vélfag sætir viðskiptaþvingunum. „Við höfum ekki fengið skýringar á því með formlegum hætti. Þess vegna hefur verið erfitt að verjast þessum ásökunum,“ segir Trausti. Vélfag hlaut undanþágu frá viðskiptaþvingununum frá utanríkisráðuneytinu en óska eftir víðari undanþágu. Trausti hefur undanfarnar vikur fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, þar á meðal í dag. Frekari fundir hafa verið bókaðir í vikunni. „Þetta var gagnlegur fundur, málið er flókið frá mörgum hliðum og fordæmalaust en unnið verður áfram að lausn þess með öllum viðkomandi aðilum,“ segir hann. Hann segist bjartsýnn á að leyst verði úr málinu en verið sé að meta hver áhrif viðskiptaþvingananna eru á starfsemi Vélfags. „Ég er bjartsýnn enda er Vélfag í þessu máli að okkar mati að ósekju. Út frá okkar málstað er ég bjartsýnn,“ segir Trausti. Viðskiptaþvinganir Rússland Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Fyrirtækið Vélfag var stofnað á Ólafsfirði árið 1995 af hjónunum Bjarma Sigurgarðssyni og Ólöfu Ýr Lárusdóttur. Árið 2021 keypti rússneska félagið Norebro meirihluta í Vélfagi en það fyrrnefnda er nú á lista Evrópusambandsins, sem Ísland og Noregur taka þátt í, yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum, líkt og RÚV greindi frá. „Fyrir öll átök þá kaupir Norebro meirihluta í Vélfagi og þar lágu skýrir viðskiptahagsmunir til grundvallar. Þetta er í lok árs 2021. Síðan færist eignarhaldið í Vélfagi í endurskipulagi á Norebro til félags sem heitir Titania Trading sem er í Hong Kong,“ segir Trausti Árnason, framkvæmdastjóri Vélfags, í samtali við fréttastofu. Eignarhaldinu hafi verið skipt í erlendan og innlendan hlut að hans sögn og var Vélfag hluti af erlenda hlutanum. Árið 2023 keypti síðan svissneskur fjárfestir félagið Titania Trading. „Í rauninni hefur þetta rússneska félag sem er á þessum þvingunarlista ekki komið að eignarhaldi, stjórn og rekstri Vélfags síðan árið 2023 þegar eignarhaldið breyttist,“ segir Trausti. „Síðan fer þá rússneski hlutinn á þvingunarlistann 20. maí.“ Hefur ekki fengið neinar formlegar skýringar Þann 26. júní komst Trausti að þessu máli er hann framkvæmdi áreiðanleikakönnun eftir að Norebro var sett á lista yfir fyrirtæki sem sæta viðskiptaþvingunum. Hann segir málið snúast um eignarhald á móðurfélagi Vélfags, Titania Trading. Þó hafi hann ekki fengið skýrt svar við því af hverju Vélfag sætir viðskiptaþvingunum. „Við höfum ekki fengið skýringar á því með formlegum hætti. Þess vegna hefur verið erfitt að verjast þessum ásökunum,“ segir Trausti. Vélfag hlaut undanþágu frá viðskiptaþvingununum frá utanríkisráðuneytinu en óska eftir víðari undanþágu. Trausti hefur undanfarnar vikur fundað með fulltrúum utanríkisráðuneytisins, þar á meðal í dag. Frekari fundir hafa verið bókaðir í vikunni. „Þetta var gagnlegur fundur, málið er flókið frá mörgum hliðum og fordæmalaust en unnið verður áfram að lausn þess með öllum viðkomandi aðilum,“ segir hann. Hann segist bjartsýnn á að leyst verði úr málinu en verið sé að meta hver áhrif viðskiptaþvingananna eru á starfsemi Vélfags. „Ég er bjartsýnn enda er Vélfag í þessu máli að okkar mati að ósekju. Út frá okkar málstað er ég bjartsýnn,“ segir Trausti.
Viðskiptaþvinganir Rússland Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira