Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar 11. júlí 2025 08:32 Sumarfríið er tíminn þegar fjölskyldan fer í ferðalög, nýtur útivistar og gleymir dagatalinu. Sumarið er líka frábær tími til að efla fjármálalæsi barna og unglinga – án þess að það verði nokkurn tímann leiðinlegt. Nefni hér fimm atriði: Hvað kostar fríið? Getur verið dýrt - en ómetanlegt Af hverju ekki að ræða við börnin hvað bensínlítrinn kostar og hversu langt bíllinn kemst á einum tanki? Þetta getur orðið að skemmtilegu stærðfræðidæmi í bílnum: „Hvað kostar að keyra til Akureyrar?“ Stærðfræðin verður hagnýt og lifandi. Verðvitund og gjaldmiðlar Ef ferðinni er heitið út fyrir landsteinana má nýta tækifærið til að kynna börnunum erlenda gjaldmiðla. Láttu þau fylgjast með hvernig gengið breytist og hvað hlutirnir kosta í íslenskum krónum. Fáðu þau með í að ákveða: „Hvað ætlum við að eyða mikið á dag í ís, pizzur eða skemmtigarða?“ Það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að taka þátt í ákvörðunum og sjá hvernig peningar nýtast best. Þakklæti og meðvitund Ekki gleyma að ræða við börnin hvað það er mikils virði að fá að fara í frí. Það er ekki sjálfgefið – og með því að ræða þetta má efla þakklæti og meðvitund um að peningar eru ekki bara til að eyða heldur líka til að meta það sem þeir gera mögulegt. Sumarvinna = sjálfstæði Fyrir unglingana má fríið líka nýtast sem inngangur að fjárhagslegu sjálfstæði. Margir vinna sumarstörf og læra þannig að vinna fyrir eigin peningum og jafnframt að taka ákvarðanir um sparnað og eyðslu. Það getur verið gott að ræða við þau um markmið með peningunum: „Langar þig að spara fyrir tölvu, ferðalagi eða kannski ökunámi?“ Markmið gera sparnaðinn meira spennandi og þá er hægt að velta upp hver sé árangursríkasta leiðin. Týnt eða skemmt og tryggingar! Sumarfríinu fylgir líka ákveðin áhætta, nýtt umhverfi, vatnsleikir og fleira. Ef barnið týnir símanum, eða missir heyrnartólin í Atlantshafið, þá er ágætt að ræða að tryggingar koma oft að góðum notum, en þeim fylgir líka ákveðinn kostnaður í formi sjálfsábyrgðar. Þetta er kjörið tækifæri til að ræða hvernig tryggingar virka. Fjármál í fríi – án þess að verða leiðinleg... Það þarf ekki að setjast niður með excel-skjal til að kenna fjármálalæsi. Það er nóg að nýta tækifærin sem felast í daglegum aðstæðum. Meðvitund um peninga og verðmæti kemur ekki öll í einu, en það byrjar oft með litlu spurningunni: „Hvað kostar þetta?“. Við eigum að gleðjast og njóta – með því að láta börnin sjá heildarmyndina, læra þau að góðar upplifanir og skemmtun eru líka fjárfesting sem þarf að skipuleggja. Þegar börnin fá að taka þátt fá þau tilfinningu fyrir verðmætum sem endist miklu lengur en sumarið og sólbrúnkan! Ef ykkur skildi vantar fleiri hugmyndir má finna fjölmörg verkefni og leiki til viðbótar sem ætlað er að þjálfa fjármálalæsi ungs fólks á vef Fjármálavits, fjarmalavit.is. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem halda úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti sem hefur það að markmiði að efla fjármálalæsi ungs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarfríið er tíminn þegar fjölskyldan fer í ferðalög, nýtur útivistar og gleymir dagatalinu. Sumarið er líka frábær tími til að efla fjármálalæsi barna og unglinga – án þess að það verði nokkurn tímann leiðinlegt. Nefni hér fimm atriði: Hvað kostar fríið? Getur verið dýrt - en ómetanlegt Af hverju ekki að ræða við börnin hvað bensínlítrinn kostar og hversu langt bíllinn kemst á einum tanki? Þetta getur orðið að skemmtilegu stærðfræðidæmi í bílnum: „Hvað kostar að keyra til Akureyrar?“ Stærðfræðin verður hagnýt og lifandi. Verðvitund og gjaldmiðlar Ef ferðinni er heitið út fyrir landsteinana má nýta tækifærið til að kynna börnunum erlenda gjaldmiðla. Láttu þau fylgjast með hvernig gengið breytist og hvað hlutirnir kosta í íslenskum krónum. Fáðu þau með í að ákveða: „Hvað ætlum við að eyða mikið á dag í ís, pizzur eða skemmtigarða?“ Það er bæði lærdómsríkt og skemmtilegt að fá að taka þátt í ákvörðunum og sjá hvernig peningar nýtast best. Þakklæti og meðvitund Ekki gleyma að ræða við börnin hvað það er mikils virði að fá að fara í frí. Það er ekki sjálfgefið – og með því að ræða þetta má efla þakklæti og meðvitund um að peningar eru ekki bara til að eyða heldur líka til að meta það sem þeir gera mögulegt. Sumarvinna = sjálfstæði Fyrir unglingana má fríið líka nýtast sem inngangur að fjárhagslegu sjálfstæði. Margir vinna sumarstörf og læra þannig að vinna fyrir eigin peningum og jafnframt að taka ákvarðanir um sparnað og eyðslu. Það getur verið gott að ræða við þau um markmið með peningunum: „Langar þig að spara fyrir tölvu, ferðalagi eða kannski ökunámi?“ Markmið gera sparnaðinn meira spennandi og þá er hægt að velta upp hver sé árangursríkasta leiðin. Týnt eða skemmt og tryggingar! Sumarfríinu fylgir líka ákveðin áhætta, nýtt umhverfi, vatnsleikir og fleira. Ef barnið týnir símanum, eða missir heyrnartólin í Atlantshafið, þá er ágætt að ræða að tryggingar koma oft að góðum notum, en þeim fylgir líka ákveðinn kostnaður í formi sjálfsábyrgðar. Þetta er kjörið tækifæri til að ræða hvernig tryggingar virka. Fjármál í fríi – án þess að verða leiðinleg... Það þarf ekki að setjast niður með excel-skjal til að kenna fjármálalæsi. Það er nóg að nýta tækifærin sem felast í daglegum aðstæðum. Meðvitund um peninga og verðmæti kemur ekki öll í einu, en það byrjar oft með litlu spurningunni: „Hvað kostar þetta?“. Við eigum að gleðjast og njóta – með því að láta börnin sjá heildarmyndina, læra þau að góðar upplifanir og skemmtun eru líka fjárfesting sem þarf að skipuleggja. Þegar börnin fá að taka þátt fá þau tilfinningu fyrir verðmætum sem endist miklu lengur en sumarið og sólbrúnkan! Ef ykkur skildi vantar fleiri hugmyndir má finna fjölmörg verkefni og leiki til viðbótar sem ætlað er að þjálfa fjármálalæsi ungs fólks á vef Fjármálavits, fjarmalavit.is. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem halda úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti sem hefur það að markmiði að efla fjármálalæsi ungs fólks.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun