Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar 10. júlí 2025 13:02 Allir sem fylgjast með fréttum hafa tekið eftir því að forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, hafa um langt skeið gagnrýnt skeytingarleysi stjórnvalda sem ríkir gagnvart þeirri netsölu áfengis sem fram fer hér á landi. Samtökin telja þá netsölu vera ólöglega. Það gerir ÁTVR einnig. Þann 16. júní 2025, voru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því aðrar en að gefið hefur verið í skyn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telji málið flókið og hafi ekki viljað vinna fyrir gýg því einstaka dómsmálaráðherrar og þingmenn hafi talað fyrir mögulegum breytingum á lögunum. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Hálfur áratugur án niðurstöðu Í tilefni þess að hálfur áratugur hefur liðið án niðurstöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu efndu forvarnarsamtökin til málþingsins “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann 16. júní sl. í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu var fjallað um stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum, íþróttahreyfinguna og forvarnir, nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og um stöðu ÁTVR í ljósi ferils kærumála á hendur netsöluaðilum áfengis. Fjallað var um afstöðu Íslendinga til bindindismála í gegnum tíðina á líflegan hátt og starf forvarnarsamtaka. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem fulltrúum þingflokka var boðið til að ræða afstöðu stjórnmálaflokka til lýðheilsu og áfengis. Málþingið var fjölsótt, snarpt og upplýsandi. Til stendur að gera málþinginu skil í öðrum greinum síðar. Hátt og hikstalaust hjá heilbrigðisráðherra Eitt stóð þó upp úr sem nefnt skal strax því það gaf okkur lýðheilsusinnum von um að það sé ljós við enda ganganna. Það voru orð nýs heilbrigðisráðherra Ölmu Möller á málþinginu. Hún sagði hátt og hikstalaust „Ég vil taka fram að ég tel brýnt að tekið sé á þeirri lögleysu sem netsala áfengis er. Ég hafði samband við félaga minn hæstvirtan fjármálaráðherra í gær og hann er með málið til meðferðar og ég bind vonir við að þar verði tekið á því.” Nú bíðum við í forvarnarsamtökunum og aðrir lýðheilsusinnar eftir því hvort ný ríkisstjórn taki loks á þessu alvarlega samfélagsmáli sem hefur dankað í yfir hálfan áratug. Taki af skarið. Vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld Í áskorun samtakanna sem stóðu að málþinginu til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu, og lesin var upp í lok málþingsins, segir meðal annars: „Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum.” Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna – félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Allir sem fylgjast með fréttum hafa tekið eftir því að forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, hafa um langt skeið gagnrýnt skeytingarleysi stjórnvalda sem ríkir gagnvart þeirri netsölu áfengis sem fram fer hér á landi. Samtökin telja þá netsölu vera ólöglega. Það gerir ÁTVR einnig. Þann 16. júní 2025, voru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því aðrar en að gefið hefur verið í skyn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telji málið flókið og hafi ekki viljað vinna fyrir gýg því einstaka dómsmálaráðherrar og þingmenn hafi talað fyrir mögulegum breytingum á lögunum. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Sú staða er auðvitað með ólíkindum. Hálfur áratugur án niðurstöðu Í tilefni þess að hálfur áratugur hefur liðið án niðurstöðu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu efndu forvarnarsamtökin til málþingsins “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann 16. júní sl. í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Á málþinginu var fjallað um stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum, íþróttahreyfinguna og forvarnir, nýja skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og um stöðu ÁTVR í ljósi ferils kærumála á hendur netsöluaðilum áfengis. Fjallað var um afstöðu Íslendinga til bindindismála í gegnum tíðina á líflegan hátt og starf forvarnarsamtaka. Í lokin voru pallborðsumræður þar sem fulltrúum þingflokka var boðið til að ræða afstöðu stjórnmálaflokka til lýðheilsu og áfengis. Málþingið var fjölsótt, snarpt og upplýsandi. Til stendur að gera málþinginu skil í öðrum greinum síðar. Hátt og hikstalaust hjá heilbrigðisráðherra Eitt stóð þó upp úr sem nefnt skal strax því það gaf okkur lýðheilsusinnum von um að það sé ljós við enda ganganna. Það voru orð nýs heilbrigðisráðherra Ölmu Möller á málþinginu. Hún sagði hátt og hikstalaust „Ég vil taka fram að ég tel brýnt að tekið sé á þeirri lögleysu sem netsala áfengis er. Ég hafði samband við félaga minn hæstvirtan fjármálaráðherra í gær og hann er með málið til meðferðar og ég bind vonir við að þar verði tekið á því.” Nú bíðum við í forvarnarsamtökunum og aðrir lýðheilsusinnar eftir því hvort ný ríkisstjórn taki loks á þessu alvarlega samfélagsmáli sem hefur dankað í yfir hálfan áratug. Taki af skarið. Vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld Í áskorun samtakanna sem stóðu að málþinginu til lýðheilsusinna um árvekni og samstöðu, og lesin var upp í lok málþingsins, segir meðal annars: „Við mótmælum því skeytingarleysi sem ríkir gagnvart þeirri ólöglegu netsölu áfengis sem fram fer hér á landi og illa ígrunduðum áformum um að heimila hana með lögum, sem augljóslega grefur undan núverandi fyrirkomulagi. Í jafn afdrifaríkum málum eins og áfengismálunum þarf að hafa lýðheilsusjónarmið og almannaheill að leiðarljósi. Þrátt fyrir ákall fjölmargra í samfélaginu hefur ekkert verið að gert. Það er í okkar huga óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld. Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og berjist af hörku fyrir því að sérhagsmunir áfengisiðnaðarins víki fyrir almannahagsmunum.” Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna – félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar