Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar 9. júlí 2025 09:00 Hvað byggir upp trú á eigin getu? Það liggur í augum uppi að með því að geta gert hluti þá eykur nemandi trú á eigin getu. En til þess að geta hlutina þarftu að læra hvernig á að leysa þá af hendi og æfa þig. Tökum dæmi um grunnhreyfingar úr fimleikum eins og handahlaup, handstöður eða kollhnís. Færni sem byggir á samhæfingu, jafnvægi og liðleika svo það helsta sé nefnt. Eitthvað sem margir lærðu einfaldlega af sjálfu sér í frjálsum leik, utan skipulagðra frístunda, ef ekki í leikfimi á skólatíma. Nú þegar mikið framboð er á íþróttastarfi og frístundum utan skóla mætti ætla að hreyfifærni barna á Íslandi væri framúrskarandi heilt yfir. Það er hinsvegar ekki raunin. Það eru vissulega mörg börn sem stunda skipulagt íþróttastarf en einnig mörg sem gera það ekki. Þetta er hópurinn sem nýtur hvað mests ávinnings af hreyfingu á skólatíma. Þetta er jafnvel eina hreyfingin sem sumir nemendur fá í viku hverri. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur í grunnskóla lögbundinn rétt á 120 mínútum á viku í hreyfitíma. Yfirleitt útfært með tveimur 40 mínútna kennslustundum í skólaíþróttum og einni 40 mínútna kennslustund í sundi. Sund er hinsvegar yfirleitt aðeins í boði haft hálft árið þegar komið er upp í unglingadeild og þá er sjaldséð að settur sé inn hreyfitími á móti. Nú hafa ákveðnir hagsmunahópar talað niður sund og leikfimi innan skólastarfs í hartnær tvo áratugi. Gagnrýni á að mörgu leyti rétt á sér, en í stað þess að gefa faginu færi á að bregðast við hefur umræðan frekar snúist um að tala niður mikilvægi þess. Passa að engin líkamleg próf eða mælingar séu til staðar, fella niður sund á unglingastigi og fleira í þeim dúr. Að mínu mati er það ekki lausnin. Frekar en að forðast og hlífa ætti efla vaxandi hugarfar og seiglu hjá nemendum. Ættum við ekki að vera auka vægi hreyfingar í skólastarfi fremur en að draga úr henni. Að valda eigin líkama eykur sjálfstraust nemenda sem skilar sér í betra skólastarfi. Höfundur er skólaíþróttakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Íþróttir barna Frístund barna Sund Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Sjá meira
Hvað byggir upp trú á eigin getu? Það liggur í augum uppi að með því að geta gert hluti þá eykur nemandi trú á eigin getu. En til þess að geta hlutina þarftu að læra hvernig á að leysa þá af hendi og æfa þig. Tökum dæmi um grunnhreyfingar úr fimleikum eins og handahlaup, handstöður eða kollhnís. Færni sem byggir á samhæfingu, jafnvægi og liðleika svo það helsta sé nefnt. Eitthvað sem margir lærðu einfaldlega af sjálfu sér í frjálsum leik, utan skipulagðra frístunda, ef ekki í leikfimi á skólatíma. Nú þegar mikið framboð er á íþróttastarfi og frístundum utan skóla mætti ætla að hreyfifærni barna á Íslandi væri framúrskarandi heilt yfir. Það er hinsvegar ekki raunin. Það eru vissulega mörg börn sem stunda skipulagt íþróttastarf en einnig mörg sem gera það ekki. Þetta er hópurinn sem nýtur hvað mests ávinnings af hreyfingu á skólatíma. Þetta er jafnvel eina hreyfingin sem sumir nemendur fá í viku hverri. Samkvæmt grunnskólalögum eiga nemendur í grunnskóla lögbundinn rétt á 120 mínútum á viku í hreyfitíma. Yfirleitt útfært með tveimur 40 mínútna kennslustundum í skólaíþróttum og einni 40 mínútna kennslustund í sundi. Sund er hinsvegar yfirleitt aðeins í boði haft hálft árið þegar komið er upp í unglingadeild og þá er sjaldséð að settur sé inn hreyfitími á móti. Nú hafa ákveðnir hagsmunahópar talað niður sund og leikfimi innan skólastarfs í hartnær tvo áratugi. Gagnrýni á að mörgu leyti rétt á sér, en í stað þess að gefa faginu færi á að bregðast við hefur umræðan frekar snúist um að tala niður mikilvægi þess. Passa að engin líkamleg próf eða mælingar séu til staðar, fella niður sund á unglingastigi og fleira í þeim dúr. Að mínu mati er það ekki lausnin. Frekar en að forðast og hlífa ætti efla vaxandi hugarfar og seiglu hjá nemendum. Ættum við ekki að vera auka vægi hreyfingar í skólastarfi fremur en að draga úr henni. Að valda eigin líkama eykur sjálfstraust nemenda sem skilar sér í betra skólastarfi. Höfundur er skólaíþróttakennari.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun