Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. júlí 2025 09:32 Sósíalistaflokkurinn stendur á tímamótum. Nú loksins er hægt að horfa fram á við eftir fund Vorstjörnunnar, þar sem borgarfulltrúi Sósíalista rak flokkinn úr eigin húsnæði. Það var fyrsta verk hinnar nýju stjórnar sem hún tók sæti í. Sá gjörningur dæmir sig sjálfur en hann hefur skilið eftir sig mikið óbragð í munni flokksmanna. Þar á meðal eru þau sem byggðu flokkinn upp með berum höndum, og sáu til þess að hann gæti starfað í Bolholti. Fyrsta „góðverk” Vorstjörnunnar var að henda þeim út. Þó að þessi staða sé hálf hlægileg, þá hefur hún þjappað flokksmönnum saman sem aldrei fyrr. Einhugur ríkir um að horfa framávið og byggja hreyfinguna upp. Ný forysta ætlar að ferðast um landið í sumar og ræða við félaga. Nú þegar hafa nokkur bæjarfélög verið heimsótt og mun fleiri eru á döfinni. Þetta, ásamt því að byggja upp svæðisfélög, þar sem félagar verða valdefldir í sínu nærsamfélagi, eru fyrstu skref flokksins til þess að styrkja sig á landsbyggðinni. Að hafa ræktað upp gott tengslanet og komið upp svæðisfélögum sem umvefja allt landið, gerir okkur kleift að koma sterk inn í næstu sveitarstjórnarkosningar. Við erum óhrædd og full af bjartsýni. Flokkurinn er fullur af hópi fólks sem brennur fyrir samfélagi allra óháð efnahag. Þar sem vinnandi fólk hefur völd yfir sínu eigin lífi og umhverfi. Ég hvet alla áhugasama til þess að skrá sig í flokkinn. Jafnframt bendi ég þeim sem eru skráðir í hann, að huga að stofnun svæðisfélaga. Sósíalistaflokkur Íslands getur veitt þér alla þá aðstoð sem þú þarft. Endilega hafðu samband og þér verður svarað. Valdið er þitt og ný forysta styður þig alla leið! Skráning í flokkinn hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn stendur á tímamótum. Nú loksins er hægt að horfa fram á við eftir fund Vorstjörnunnar, þar sem borgarfulltrúi Sósíalista rak flokkinn úr eigin húsnæði. Það var fyrsta verk hinnar nýju stjórnar sem hún tók sæti í. Sá gjörningur dæmir sig sjálfur en hann hefur skilið eftir sig mikið óbragð í munni flokksmanna. Þar á meðal eru þau sem byggðu flokkinn upp með berum höndum, og sáu til þess að hann gæti starfað í Bolholti. Fyrsta „góðverk” Vorstjörnunnar var að henda þeim út. Þó að þessi staða sé hálf hlægileg, þá hefur hún þjappað flokksmönnum saman sem aldrei fyrr. Einhugur ríkir um að horfa framávið og byggja hreyfinguna upp. Ný forysta ætlar að ferðast um landið í sumar og ræða við félaga. Nú þegar hafa nokkur bæjarfélög verið heimsótt og mun fleiri eru á döfinni. Þetta, ásamt því að byggja upp svæðisfélög, þar sem félagar verða valdefldir í sínu nærsamfélagi, eru fyrstu skref flokksins til þess að styrkja sig á landsbyggðinni. Að hafa ræktað upp gott tengslanet og komið upp svæðisfélögum sem umvefja allt landið, gerir okkur kleift að koma sterk inn í næstu sveitarstjórnarkosningar. Við erum óhrædd og full af bjartsýni. Flokkurinn er fullur af hópi fólks sem brennur fyrir samfélagi allra óháð efnahag. Þar sem vinnandi fólk hefur völd yfir sínu eigin lífi og umhverfi. Ég hvet alla áhugasama til þess að skrá sig í flokkinn. Jafnframt bendi ég þeim sem eru skráðir í hann, að huga að stofnun svæðisfélaga. Sósíalistaflokkur Íslands getur veitt þér alla þá aðstoð sem þú þarft. Endilega hafðu samband og þér verður svarað. Valdið er þitt og ný forysta styður þig alla leið! Skráning í flokkinn hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar