Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar 1. júlí 2025 11:32 Nítján ára gömul tók ég þátt í verkefninu, Young Europe Africa og keyrði frá London til Jóhannesarborgar með hópi ungs fólks í þeim tilgangi að brúa bil milli æsku heimsálfa og leysa saman vandasöm viðfangsefni. Meðal verkefna okkar var að byggja hús frá grunni fyrir Rauða krossinn, reisa vatnsturna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og bjarga hópi nashyrninga frá útrýmingu í samstarfi við World Wildlife Fund (WWF). Eitt mikilvægasta verkefnið var þó að halda okkur sjálfum á lífi, öruggum, óslösuðum, á réttri leið, réttum megin við veður, náttúru og pólitík. Leiðangurinn var í senn heillandi og ógnvekjandi – enda verkefnin stór, náttúran ókunnug, leiðangursmenn frá mismunandi menningarheimum talandi 8 tungumál og búnaður vægast sagt einfaldur. Veganesti og verðmæti Í baksýnispeglinum sé ég reynslulítinn hóp frumkvöðla með göfugan tilgang, á portúgölskum UMM Transcat jeppum takast á við dagleg ævintýri í anda Survivor. Þegar leiðangurinn var skipulagður var fyrst og fremst horft til þess að tryggja búnað, eldsneyti, matarbirgðir og að handvelja þátttakendur og styrktaraðila. En strax á fyrstu metrunum í Sahara eyðimörkinni var ljóst að enn mikilvægari – og óáþreifanlegri farangur skipti meira máli. Verkaskipting, stefnufesta, úrræðagleði, útsjónarsemi samskipti, þrautseigja, umburðarlyndi, frumkvæði og ábyrgð hvers reyndist vera veganestið sem kom okkur á leiðarenda tæpu ári seinna. Þegar ég hugsa til baka var ótrúlegt hvað þessi fjölbreytti hópur ungmenna náði að læra saman við ýktar aðstæður um hvernig átti að taka erfiðar ákvarðanir t.d. eftir bílveltur og skógarelda, að nota aðferðir samningatækni við kaup á dísel olíu eða kóralmúrsteinum, að taka erfið samtöl á viðkvæmum landamærum umkringd vélbyssum, að sýna auðmýkt gagnvart flóknum menningarheimum og vinna úr ágreiningi varðandi verklag og forgangsröðun. Þegar við komum til Suður-Afríku tæpu ári seinna, var ljóst að þau raunverulegu verðmæti sem eftir stóðu voru ekki í bílunum, brúsunum, tjöldunum eða verkfærunum sem við lögðum okkur svo fram við að fjármagna. verðmætin fólust í nýrri færni þessa unga fólks sem hafði náð takmarkinu og öðlast dýrmæta innsýn og færni í mikilvægi ábyrgðar, framtíðarsýnar, ákvörðunartöku, forgangsröðunar, samstarfs og útsjónarsemi. Þessari færni búum við ennþá að í dag og þjóna hverju og einu okkar enn á lífsins leið. Framtíðarfærni – og vegferð vinnustaða Ég er oft spurð að því hvort íslenskir vinnustaðir búi að þeim leiðtogahæfileikum, færni, menningu og getu til að ná markmiðum næstu 3 til 5 árin—í ljósi óstöðugleika og óróleika heimsins. Nýlegar rannsóknir alþjóðlegra greiningarfyrirtækja benda til þess að betur má ef duga skal. 75% af þeim vinnustöðum sem Josh Bershin og hans rannsakendur ræddu við töldu svo ekki vera. Og aðeins 23% af mannauðsstjórum sem Gartner ræddi við taldi verðandi leiðtoga geta tekist á við framtíðarþarfir vinnustaðarins. Að mörgu leiti má segja að vinnustaðurinn sé sá vettvangur sem skerpir á mikilvægri færni einstaklinga og gerir okkur kleift að blómstra í verkefnum dagsins og vaxandi óvissu. World Economic Forum birtir reglulega spá um mikilvægustu færniþætti atvinnulífsins í skýrslu sinni Future of Jobs Reports 2030. Samkvæmt skýrslunni eru þeir færniþættir sem standa upp úr á gervigreindaröld:1) hugræn færni svo sem sköpunargleði og greiningarhæfni, 2) færni sem snýr að sjálfsábyrgð svo sem þrautseigja, aðlögunarhæfni, forvitni og lífstíðarlærdómur, 3) samstarfsfærni svo sem forysta og áhrif 4) siðferði 5) tækniþekking. Hvernig styður þú þitt fólk í áskorunum dagsins í síbreytilegum heimi og hjálpar því að komast á ykkar áfangastað? Alveg eins og árangursríkt fólk skapar árangursríka vinnustaði þá leggja góðir vinnustaðir til grunnin að vexti fólks með því að leggja stöðugt rækt við að þróa mikilvæga færni hvers og eins á forsendum hvers og eins. Þannig verða til verðmæti sem þjóna vexti einstaklinga, vinnustaða og samfélaga um ókomin ár. Leggjum rækt við raunveruleg verðmæti til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Mannauðsmál Dýr Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nítján ára gömul tók ég þátt í verkefninu, Young Europe Africa og keyrði frá London til Jóhannesarborgar með hópi ungs fólks í þeim tilgangi að brúa bil milli æsku heimsálfa og leysa saman vandasöm viðfangsefni. Meðal verkefna okkar var að byggja hús frá grunni fyrir Rauða krossinn, reisa vatnsturna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og bjarga hópi nashyrninga frá útrýmingu í samstarfi við World Wildlife Fund (WWF). Eitt mikilvægasta verkefnið var þó að halda okkur sjálfum á lífi, öruggum, óslösuðum, á réttri leið, réttum megin við veður, náttúru og pólitík. Leiðangurinn var í senn heillandi og ógnvekjandi – enda verkefnin stór, náttúran ókunnug, leiðangursmenn frá mismunandi menningarheimum talandi 8 tungumál og búnaður vægast sagt einfaldur. Veganesti og verðmæti Í baksýnispeglinum sé ég reynslulítinn hóp frumkvöðla með göfugan tilgang, á portúgölskum UMM Transcat jeppum takast á við dagleg ævintýri í anda Survivor. Þegar leiðangurinn var skipulagður var fyrst og fremst horft til þess að tryggja búnað, eldsneyti, matarbirgðir og að handvelja þátttakendur og styrktaraðila. En strax á fyrstu metrunum í Sahara eyðimörkinni var ljóst að enn mikilvægari – og óáþreifanlegri farangur skipti meira máli. Verkaskipting, stefnufesta, úrræðagleði, útsjónarsemi samskipti, þrautseigja, umburðarlyndi, frumkvæði og ábyrgð hvers reyndist vera veganestið sem kom okkur á leiðarenda tæpu ári seinna. Þegar ég hugsa til baka var ótrúlegt hvað þessi fjölbreytti hópur ungmenna náði að læra saman við ýktar aðstæður um hvernig átti að taka erfiðar ákvarðanir t.d. eftir bílveltur og skógarelda, að nota aðferðir samningatækni við kaup á dísel olíu eða kóralmúrsteinum, að taka erfið samtöl á viðkvæmum landamærum umkringd vélbyssum, að sýna auðmýkt gagnvart flóknum menningarheimum og vinna úr ágreiningi varðandi verklag og forgangsröðun. Þegar við komum til Suður-Afríku tæpu ári seinna, var ljóst að þau raunverulegu verðmæti sem eftir stóðu voru ekki í bílunum, brúsunum, tjöldunum eða verkfærunum sem við lögðum okkur svo fram við að fjármagna. verðmætin fólust í nýrri færni þessa unga fólks sem hafði náð takmarkinu og öðlast dýrmæta innsýn og færni í mikilvægi ábyrgðar, framtíðarsýnar, ákvörðunartöku, forgangsröðunar, samstarfs og útsjónarsemi. Þessari færni búum við ennþá að í dag og þjóna hverju og einu okkar enn á lífsins leið. Framtíðarfærni – og vegferð vinnustaða Ég er oft spurð að því hvort íslenskir vinnustaðir búi að þeim leiðtogahæfileikum, færni, menningu og getu til að ná markmiðum næstu 3 til 5 árin—í ljósi óstöðugleika og óróleika heimsins. Nýlegar rannsóknir alþjóðlegra greiningarfyrirtækja benda til þess að betur má ef duga skal. 75% af þeim vinnustöðum sem Josh Bershin og hans rannsakendur ræddu við töldu svo ekki vera. Og aðeins 23% af mannauðsstjórum sem Gartner ræddi við taldi verðandi leiðtoga geta tekist á við framtíðarþarfir vinnustaðarins. Að mörgu leiti má segja að vinnustaðurinn sé sá vettvangur sem skerpir á mikilvægri færni einstaklinga og gerir okkur kleift að blómstra í verkefnum dagsins og vaxandi óvissu. World Economic Forum birtir reglulega spá um mikilvægustu færniþætti atvinnulífsins í skýrslu sinni Future of Jobs Reports 2030. Samkvæmt skýrslunni eru þeir færniþættir sem standa upp úr á gervigreindaröld:1) hugræn færni svo sem sköpunargleði og greiningarhæfni, 2) færni sem snýr að sjálfsábyrgð svo sem þrautseigja, aðlögunarhæfni, forvitni og lífstíðarlærdómur, 3) samstarfsfærni svo sem forysta og áhrif 4) siðferði 5) tækniþekking. Hvernig styður þú þitt fólk í áskorunum dagsins í síbreytilegum heimi og hjálpar því að komast á ykkar áfangastað? Alveg eins og árangursríkt fólk skapar árangursríka vinnustaði þá leggja góðir vinnustaðir til grunnin að vexti fólks með því að leggja stöðugt rækt við að þróa mikilvæga færni hvers og eins á forsendum hvers og eins. Þannig verða til verðmæti sem þjóna vexti einstaklinga, vinnustaða og samfélaga um ókomin ár. Leggjum rækt við raunveruleg verðmæti til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun