Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2025 11:00 Nú ætla ég að skrifa grein sem allir skilja og e.t.v. fleiri geta tekið undir. Það hafa þónokkrir skrifað þessa eða svipaða grein undanfarin misseri og bið ég því lesendur fyrirfram afsökunar á endurtekningunni. Það verður þó ekki annað séð en að það sé þarft að leggja sitt lóð á vogarskálarnar þegar enginn er að hlusta. Það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af íslenska grunnskólakerfinu. Nægir þar að nefna arfaslakan árangur í PISA-könnunum, áfellisdóm frá OECD, niðurfellingu samræmdra prófa og hrapandi lesskilning, ekki bara drengja heldur allra nemenda. Það er óþarfi að rekja í löngu máli þá sögu, en um hana hefur verið fjallað ítarlega á öðrum vettvangi. Það eru líklega u.þ.b. 10 ár síðan bókstafirnir og litadýrðin komu í stað talna í einkunnagjöf. Hvorki ég né börnin mín skildum nokkuð í þessu kerfi og þegar ég spurði kennarana varð fátt um svör og ekki gat ég heldur séð að þeir gleddust yfir breytingunum. Ég hugsa að ég myndi eiga auðveldara með að læra stærðfræðigreiningu á háskólastigi en að ná utan um þetta svo vel væri, svo ekki sé minnst á að útskýra fyrir öðrum. Það er stórfurðulegt að hlusta á menntafrömuði halda því blákalt fram að bókstafakerfið virki bara víst betur en talnakerfið. Þá má spyrja sig: Fyrir hverja? Ekki nemendur, ekki foreldra og ekki flesta kennara. Eftir að hafa gert létta áhættugreiningu tek ég sénsinn á því að særa fram alla helstu lyklaborðsriddara höfuðborgarsvæðisins þegar ég undirstrika að þessi menntastefna er runnin undan rifjum hinnar margumtöluðu og höfuðkvalavaldandi woke-hugmyndafræði (sjá fyrri grein mína um hana). Hér er farið úr tölulegum og vel mælanlegum kvörðum yfir í huglægt mat. Huglægt allt og ekkert er móðins í dag og er slíkt mat jafnan talið vera mannúðleg leið til að horfa á lífið. Það kann vel að vera að þannig getum við sett upplifun og reynslu í fallegan búning og að það komi einhverjum vel þegar til skamms tíma er litið. En það að halda þessu krúttfyrirbæri til streitu er eins og að pissa í skóinn sinn. Fyrir ekki svo mörgum árum tíðkaðist að veita nánast öllum verðlaun í lok skólagöngu, jafnvel hvers skólaárs, og var þar ýmislegt tínt til. Það var bersýnilega sannkallað feilspor og illa gert að sigta þannig út þá örfáu sem ekki fengu verðlaun fyrir neina mannkosti. Núna er það aftur á móti svo að enginn fær verðlaun eða viðurkenningu fyrir dugnað eða elju í mínum hverfisskóla. Það er leitt að krakkar sem leggja sig alla fram, mæta stíft í skóla og stunda nám af kappi, fái ekki lengur skýr skilaboð úr kerfinu um að það sem þeir lögðu stund á í áratug skipti nokkru einasta máli. „Enginn má vinna en allir eru með,“ virðist ósagt viðkvæði. Það væri lítið gaman að keppnisíþróttum ef sama lögmál gilti þar. Þar með er ekki sagt að einkunnir séu allt eða að verðlaun og viðurkenningar séu upphaf og endir alls. Mikilvægt er að bæði foreldrar og samfélagið styðji við sjálfsmynd barna á margan hátt og á heildstæðan máta. Það er heldur ekki heilbrigt ef sjálfsmyndin er svo bundin í námsárangri að það verði það sem allt snýst um. Ég er síður en svo að kalla eftir því. Best er ef hvatinn kemur innan frá, og til þess að vekja hann eru ýmis tæki þar sem hæfileg umbun og efling sjálfsábyrgðar leika stórt hlutverk. Það má alveg segja við börnin sín: „Jú, þetta var allt í lagi hjá þér, en ég held þú verðir ánægðari með þig ef þú leggur meira á þig næst, því ég veit að þú getur betur!“ Á hinn bóginn er ágætt að hafa á bak við eyrað orð sem vitur maður – sem reyndar var menntaskóladúx – mælti við mig fyrir tveimur áratugum: „Þú þarft að hætta að berja þig niður fyrir það sem þú getur ekkert í og fara að leggja áherslu á styrkleika þína.“ Að þessu sögðu verður þó ekki fram hjá því litið að hæfni í ákveðnum bóklegum greinum hefur forspárgildi fyrir árangur í framtíðinni. Það ætti því ekki að þurfa að klifa í sífellu á þeirri staðreynd að eitt mesta keppikefli skólakerfisins ætti að vera að sem flestir nái þeim markmiðum. Það gerist með ríkum kröfum, skýrum, gagnsæjum mælikvörðum og aðhaldi – en ekki stafasúpu, litareitum eða löngum útskýringum sem enginn skilur. Í núverandi kerfi (svo ég minnist nú ekki á nýjar reglur varðandi framhaldsskóla) erum við að búa til sífellt fleira fólk sem hefur litla sem enga ástæðu eða hvata til þess að skara fram úr. Það versta er að hvorki það – né, raunar, nokkur annar – hefur glögga mynd af því hvort það hefur bætt sig, hvar það stendur í samanburði við aðra, eða hver mögulegur ávinningur af árangri er. Ríkjandi þögull samfélagssáttmáli veitir því byr undir báða vængi að það að gera hlutina með hangandi hendi sé kappnóg. Þetta er ekki flókið. Við fullorðna fólkið þurfum einfaldlega að taka sjálf ábyrgð, hverfa frá því að pakka ungu kynslóðinni inn í bómull, bretta upp ermar og taka á okkur þann sársaukafulla kostnað sem fylgir því að snúa af kolrangri braut. Eins og svo margt sem viðkemur góðu barnauppeldi, verður þetta hundleiðinlegt en mun margborga sig þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú ætla ég að skrifa grein sem allir skilja og e.t.v. fleiri geta tekið undir. Það hafa þónokkrir skrifað þessa eða svipaða grein undanfarin misseri og bið ég því lesendur fyrirfram afsökunar á endurtekningunni. Það verður þó ekki annað séð en að það sé þarft að leggja sitt lóð á vogarskálarnar þegar enginn er að hlusta. Það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af íslenska grunnskólakerfinu. Nægir þar að nefna arfaslakan árangur í PISA-könnunum, áfellisdóm frá OECD, niðurfellingu samræmdra prófa og hrapandi lesskilning, ekki bara drengja heldur allra nemenda. Það er óþarfi að rekja í löngu máli þá sögu, en um hana hefur verið fjallað ítarlega á öðrum vettvangi. Það eru líklega u.þ.b. 10 ár síðan bókstafirnir og litadýrðin komu í stað talna í einkunnagjöf. Hvorki ég né börnin mín skildum nokkuð í þessu kerfi og þegar ég spurði kennarana varð fátt um svör og ekki gat ég heldur séð að þeir gleddust yfir breytingunum. Ég hugsa að ég myndi eiga auðveldara með að læra stærðfræðigreiningu á háskólastigi en að ná utan um þetta svo vel væri, svo ekki sé minnst á að útskýra fyrir öðrum. Það er stórfurðulegt að hlusta á menntafrömuði halda því blákalt fram að bókstafakerfið virki bara víst betur en talnakerfið. Þá má spyrja sig: Fyrir hverja? Ekki nemendur, ekki foreldra og ekki flesta kennara. Eftir að hafa gert létta áhættugreiningu tek ég sénsinn á því að særa fram alla helstu lyklaborðsriddara höfuðborgarsvæðisins þegar ég undirstrika að þessi menntastefna er runnin undan rifjum hinnar margumtöluðu og höfuðkvalavaldandi woke-hugmyndafræði (sjá fyrri grein mína um hana). Hér er farið úr tölulegum og vel mælanlegum kvörðum yfir í huglægt mat. Huglægt allt og ekkert er móðins í dag og er slíkt mat jafnan talið vera mannúðleg leið til að horfa á lífið. Það kann vel að vera að þannig getum við sett upplifun og reynslu í fallegan búning og að það komi einhverjum vel þegar til skamms tíma er litið. En það að halda þessu krúttfyrirbæri til streitu er eins og að pissa í skóinn sinn. Fyrir ekki svo mörgum árum tíðkaðist að veita nánast öllum verðlaun í lok skólagöngu, jafnvel hvers skólaárs, og var þar ýmislegt tínt til. Það var bersýnilega sannkallað feilspor og illa gert að sigta þannig út þá örfáu sem ekki fengu verðlaun fyrir neina mannkosti. Núna er það aftur á móti svo að enginn fær verðlaun eða viðurkenningu fyrir dugnað eða elju í mínum hverfisskóla. Það er leitt að krakkar sem leggja sig alla fram, mæta stíft í skóla og stunda nám af kappi, fái ekki lengur skýr skilaboð úr kerfinu um að það sem þeir lögðu stund á í áratug skipti nokkru einasta máli. „Enginn má vinna en allir eru með,“ virðist ósagt viðkvæði. Það væri lítið gaman að keppnisíþróttum ef sama lögmál gilti þar. Þar með er ekki sagt að einkunnir séu allt eða að verðlaun og viðurkenningar séu upphaf og endir alls. Mikilvægt er að bæði foreldrar og samfélagið styðji við sjálfsmynd barna á margan hátt og á heildstæðan máta. Það er heldur ekki heilbrigt ef sjálfsmyndin er svo bundin í námsárangri að það verði það sem allt snýst um. Ég er síður en svo að kalla eftir því. Best er ef hvatinn kemur innan frá, og til þess að vekja hann eru ýmis tæki þar sem hæfileg umbun og efling sjálfsábyrgðar leika stórt hlutverk. Það má alveg segja við börnin sín: „Jú, þetta var allt í lagi hjá þér, en ég held þú verðir ánægðari með þig ef þú leggur meira á þig næst, því ég veit að þú getur betur!“ Á hinn bóginn er ágætt að hafa á bak við eyrað orð sem vitur maður – sem reyndar var menntaskóladúx – mælti við mig fyrir tveimur áratugum: „Þú þarft að hætta að berja þig niður fyrir það sem þú getur ekkert í og fara að leggja áherslu á styrkleika þína.“ Að þessu sögðu verður þó ekki fram hjá því litið að hæfni í ákveðnum bóklegum greinum hefur forspárgildi fyrir árangur í framtíðinni. Það ætti því ekki að þurfa að klifa í sífellu á þeirri staðreynd að eitt mesta keppikefli skólakerfisins ætti að vera að sem flestir nái þeim markmiðum. Það gerist með ríkum kröfum, skýrum, gagnsæjum mælikvörðum og aðhaldi – en ekki stafasúpu, litareitum eða löngum útskýringum sem enginn skilur. Í núverandi kerfi (svo ég minnist nú ekki á nýjar reglur varðandi framhaldsskóla) erum við að búa til sífellt fleira fólk sem hefur litla sem enga ástæðu eða hvata til þess að skara fram úr. Það versta er að hvorki það – né, raunar, nokkur annar – hefur glögga mynd af því hvort það hefur bætt sig, hvar það stendur í samanburði við aðra, eða hver mögulegur ávinningur af árangri er. Ríkjandi þögull samfélagssáttmáli veitir því byr undir báða vængi að það að gera hlutina með hangandi hendi sé kappnóg. Þetta er ekki flókið. Við fullorðna fólkið þurfum einfaldlega að taka sjálf ábyrgð, hverfa frá því að pakka ungu kynslóðinni inn í bómull, bretta upp ermar og taka á okkur þann sársaukafulla kostnað sem fylgir því að snúa af kolrangri braut. Eins og svo margt sem viðkemur góðu barnauppeldi, verður þetta hundleiðinlegt en mun margborga sig þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er fjögurra barna móðir.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun