Falin tækifæri til náms Heiða Ingimarsdóttir skrifar 22. júní 2025 08:03 Í hverjum landshluta skiptir máli að halda úti öflugu skólastarfi. Sveitarfélögin sjá um að reka faglega leik- og grunnskóla þar sem ungviðið tekur gjarnan sín fyrstu skref í félagsþroska og almennu námi. Þá taka við framhaldsskólarnir en þeir eru alls konar og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er bók- eða verknám, stað- eða fjarnám, byggt að mestu upp á kennslu með raunhæfum verkefnum, verkefnatímum eða kennslustundum. Á Austurlandi leynast ýmiskonar tækifæri fyrir fólk að loknum grunnskóla og eða framhaldsskóla en skólana þar mætti bæði kynna betur, styrkja frekar og byggja undir þá. Það kann að sæta undrun, þegar skilaboð um yfirfulla verknámsskóla glymja í eyrum landsmanna, að í Neskaupsstað sé frábær verkmenntaskóli. Þar er boðið upp á fyrsta flokks nám í helstu bóknámsbrautum, sjúkraliðanám, uppeldisnám, öflugt verknám sem og nýsköpunar og tæknibraut. Það merkilega er samt aðþar eru laus pláss. Sem foreldri ungmenna hef ég verið að kanna framboð náms í skólum á norðausturhluta landsins og í þessum ágæta skóla var til dæmis ekki hægt að staðfesta framan af hvort kennt yrði í háriðn. Það færi nefnilega eftir skráningu. Ég spurði hissa hvort það vantaði virkilega nemendur í verknám og hvernig það væri, ef nemendur af höfuðborgarsvæðinu fengju ekki inn í verknám þar hvort þeir fengju sömu styrki á heimavist og börn utan af landi. Jú það var svo. Ég spurði þá hvernig það væri, nú væri tekið fram að vistin lokaði um helgar, það væri auðvitað of dýrt fyrir foreldra barna á höfuðborgarsvæðinu að fljúga börnum sínum heim allar helgar. Þá var mér tjáð að við slíkar aðstæður væru gerðar undanþágur. Ég fór einnig í heimsókn í verkmenntaskólann á Akureyri fyrir ári síðan. Þar var mér tjáð að það væri ekki mikið mál að fá einstaklingsherbergi, vistin væri ekki svo þétt setin. Sonur minn kíkti svo þangað með grunnskólanum sínum núna í vor og voru níundu bekkingar hvattir til að athuga hvort þeir gætu mögulega hafið nám á undanþágu um haustið. Það var nefnilega pláss og rými í að taka við fleirum. Þurfum við kannski að hugsa hlutina aðeins öðruvísi, ættu foreldrar á suðvesturhorninu kannski að fá upplýsingar um þá kosti sem eru úti á landi svo börn sem ekki fá skólavist á höfuðborgarsvæðinu geti mögulega stundað sitt draumanám, þó þau þurfi að búa á heimavist á meðan? Á Austurlandi, nánar tiltekið á Seyðisfirði, má svo finna hinn einstaka LungA skóla. Skólinn er lýðskóli og bíður upp á brautir sem kallast list, land og radio. LungA skólinn hefur mikið vægi í samfélagi sínu þar sem hann dregur til sín fólk sem sest að í firðinum á meðan það leggur stund á námið. Nemendur auðga svo bæjarlífið með ýmiskonar list og gjörningum. Námið hefur alið af sér ýmiskonar viðburði og erlendir nemendur hafa margir ýmist sest að eða koma reglulega í heimsókn. Skólinn gefur landshlutanum og bæjarkjarnanum skemmtilegan blæ og sérstöðu þegar kemur að list- og náttúrunámi. Á Hallormsstað er svo fyrsta staðbunda háskólanámið á Austurlandi. Þar geta nemendur tileinkað sér sjálfbærni og nýsköpun. Staðsetningin og tengslin við náttúruna gerir námið sérstakara fyrir vikið. Í skólanum er heimavist svo hann geta nemendur hvaðanæva að sótt. Að fá skólann viðurkenndan á háskólastig var mikilvægt skref í að efla háskólanám í landshlutanum og er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í þá átt. Að lokum er mikilvægt að minnast á Austurbrú þegar kemur að upptalningu náms og námsmöguleika á Austurlandi. Stofnuninn heldur ýmiskonar námskeið en er einnig mikilvægur hlekkur í því að fólk geti stundað fjarnám í landshlutanum. Þar eru hægt að taka próf, fá leiðsögn og aðgang að námsveri og tengingu við aðra nemendur á svæðinu. Þrátt fyrir þetta öfluga starf má gera enn betur. Það þarf að hlúa að þessum stofnunum og nemendum þeirra. Þannig höldum við uppi fjölbreyttu mannlífi og styðjum við búsetu úti á landi. Háskólarnir eru misduglegir við að bjóða upp á vandað fjarnám og er það eitthvað sem þyrfti að efla enn frekar. Landsmenn ættu að hafa val um að stunda það nám sem þeir vilja, þar sem þeir vilja. Búseta ætti ekki að vera fyrirstaða. Til þess þarf að efla skóla úti á landi enn frekar svo þeir geti haldið áfram að bjóða upp á það frábæra og fjölbreytta nám sem nú þegar er til staðar og ekki síst svo þeir megi stækka og þroskast enn frekar. Með slíkum skrefum er ekki bara verið að opna á þann möguleika að unga fólkið okkar úti á landi þurfi ekki að sækja nám annað, og mögulega ekki koma til baka aftur, heldur líka gera landshlutann áhugaverðan í augum fólks sem annars myndi mögulega ekki íhuga að setjast þar að. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í hverjum landshluta skiptir máli að halda úti öflugu skólastarfi. Sveitarfélögin sjá um að reka faglega leik- og grunnskóla þar sem ungviðið tekur gjarnan sín fyrstu skref í félagsþroska og almennu námi. Þá taka við framhaldsskólarnir en þeir eru alls konar og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er bók- eða verknám, stað- eða fjarnám, byggt að mestu upp á kennslu með raunhæfum verkefnum, verkefnatímum eða kennslustundum. Á Austurlandi leynast ýmiskonar tækifæri fyrir fólk að loknum grunnskóla og eða framhaldsskóla en skólana þar mætti bæði kynna betur, styrkja frekar og byggja undir þá. Það kann að sæta undrun, þegar skilaboð um yfirfulla verknámsskóla glymja í eyrum landsmanna, að í Neskaupsstað sé frábær verkmenntaskóli. Þar er boðið upp á fyrsta flokks nám í helstu bóknámsbrautum, sjúkraliðanám, uppeldisnám, öflugt verknám sem og nýsköpunar og tæknibraut. Það merkilega er samt aðþar eru laus pláss. Sem foreldri ungmenna hef ég verið að kanna framboð náms í skólum á norðausturhluta landsins og í þessum ágæta skóla var til dæmis ekki hægt að staðfesta framan af hvort kennt yrði í háriðn. Það færi nefnilega eftir skráningu. Ég spurði hissa hvort það vantaði virkilega nemendur í verknám og hvernig það væri, ef nemendur af höfuðborgarsvæðinu fengju ekki inn í verknám þar hvort þeir fengju sömu styrki á heimavist og börn utan af landi. Jú það var svo. Ég spurði þá hvernig það væri, nú væri tekið fram að vistin lokaði um helgar, það væri auðvitað of dýrt fyrir foreldra barna á höfuðborgarsvæðinu að fljúga börnum sínum heim allar helgar. Þá var mér tjáð að við slíkar aðstæður væru gerðar undanþágur. Ég fór einnig í heimsókn í verkmenntaskólann á Akureyri fyrir ári síðan. Þar var mér tjáð að það væri ekki mikið mál að fá einstaklingsherbergi, vistin væri ekki svo þétt setin. Sonur minn kíkti svo þangað með grunnskólanum sínum núna í vor og voru níundu bekkingar hvattir til að athuga hvort þeir gætu mögulega hafið nám á undanþágu um haustið. Það var nefnilega pláss og rými í að taka við fleirum. Þurfum við kannski að hugsa hlutina aðeins öðruvísi, ættu foreldrar á suðvesturhorninu kannski að fá upplýsingar um þá kosti sem eru úti á landi svo börn sem ekki fá skólavist á höfuðborgarsvæðinu geti mögulega stundað sitt draumanám, þó þau þurfi að búa á heimavist á meðan? Á Austurlandi, nánar tiltekið á Seyðisfirði, má svo finna hinn einstaka LungA skóla. Skólinn er lýðskóli og bíður upp á brautir sem kallast list, land og radio. LungA skólinn hefur mikið vægi í samfélagi sínu þar sem hann dregur til sín fólk sem sest að í firðinum á meðan það leggur stund á námið. Nemendur auðga svo bæjarlífið með ýmiskonar list og gjörningum. Námið hefur alið af sér ýmiskonar viðburði og erlendir nemendur hafa margir ýmist sest að eða koma reglulega í heimsókn. Skólinn gefur landshlutanum og bæjarkjarnanum skemmtilegan blæ og sérstöðu þegar kemur að list- og náttúrunámi. Á Hallormsstað er svo fyrsta staðbunda háskólanámið á Austurlandi. Þar geta nemendur tileinkað sér sjálfbærni og nýsköpun. Staðsetningin og tengslin við náttúruna gerir námið sérstakara fyrir vikið. Í skólanum er heimavist svo hann geta nemendur hvaðanæva að sótt. Að fá skólann viðurkenndan á háskólastig var mikilvægt skref í að efla háskólanám í landshlutanum og er vonandi fyrsta skrefið af mörgum í þá átt. Að lokum er mikilvægt að minnast á Austurbrú þegar kemur að upptalningu náms og námsmöguleika á Austurlandi. Stofnuninn heldur ýmiskonar námskeið en er einnig mikilvægur hlekkur í því að fólk geti stundað fjarnám í landshlutanum. Þar eru hægt að taka próf, fá leiðsögn og aðgang að námsveri og tengingu við aðra nemendur á svæðinu. Þrátt fyrir þetta öfluga starf má gera enn betur. Það þarf að hlúa að þessum stofnunum og nemendum þeirra. Þannig höldum við uppi fjölbreyttu mannlífi og styðjum við búsetu úti á landi. Háskólarnir eru misduglegir við að bjóða upp á vandað fjarnám og er það eitthvað sem þyrfti að efla enn frekar. Landsmenn ættu að hafa val um að stunda það nám sem þeir vilja, þar sem þeir vilja. Búseta ætti ekki að vera fyrirstaða. Til þess þarf að efla skóla úti á landi enn frekar svo þeir geti haldið áfram að bjóða upp á það frábæra og fjölbreytta nám sem nú þegar er til staðar og ekki síst svo þeir megi stækka og þroskast enn frekar. Með slíkum skrefum er ekki bara verið að opna á þann möguleika að unga fólkið okkar úti á landi þurfi ekki að sækja nám annað, og mögulega ekki koma til baka aftur, heldur líka gera landshlutann áhugaverðan í augum fólks sem annars myndi mögulega ekki íhuga að setjast þar að. Höfundur er sitjandi varaþingmaður Viðreisnar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun