Við viljum styðja ungmenni í að velja rétt fyrir sig og sína framtíð Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2025 06:02 Það eru stór tímamót í lífi ungmenna þegar kemur að vali á framhaldsskóla. Sum hafa vitað það lengi hvaða leið þau vilja fara og hvaða skóli verður fyrir valinu, á meðan önnur eru fram á síðustu stundu að vega og meta þá kosti sem standa til boða. Svo er hópur nemenda í nagandi óvissu, óörugg um það hvort þau nái að uppfylla þær kröfur sem þarf til að komast í draumaskólann. Í þeim tilvikum getur valið krafist taktískrar röðunar varðandi það hvaða skóla á að setja sem fyrsta, annað og þriðja val. Að lokum er hópur ungmenna sem hafa í raun lítið sem ekkert val, sérstaklega í fámennari byggðum. Mörg ungmenni hafa nýtt sér heimasíðuna naestaskref.is áður en þau velja sér skóla til að sækja um í. Þar er hægt að skoða fjölbreyttar námsleiðir, sjá til hvaða starfa þær geta leitt og fá innsýn í eigin áhugasvið. Þannig fá nemendur aðstoð við að taka upplýsta ákvörðun á aðgengilegan hátt, allt á einum stað. Í gegnum vefinn geta ungmenni tekið áhugasviðspróf, borið saman skóla og námsbrautir og jafnvel uppgötvað tækifæri sem þau vissu ekki af áður. Þau sjá hvaða skólar bjóða upp á nám við þeirra hæfi og hvað þarf til að hljóta inngöngu. Þetta gefur mörgum öryggi og von um spennandi framtíð. Nýtt og einfaldara umsóknarferli Í ár höfum við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í samstarfi við Stafrænt Ísland, boðið upp á nýtt og einfaldara umsóknarferli. Með nýrri innritunargátt hefur tekist að bæta bæði þjónustu og öryggi, enda hafa ungmenni og foreldrar lýst yfir ánægju með það hversu þægilegt og aðgengilegt ferlið er orðið. Jafnframt er ánægjulegt að segja frá því að úrvinnsla umsókna hefur aldrei gengið hraðar fyrir sig, þrátt fyrir fjölmennasta útskriftarárgang frá upphafi. Við stefnum að því að allir nýnemar, sama á hvaða braut eða í hvaða skóla, verði komin með skólapláss fyrir lok vikunnar. Það væri met og er ekki síst að þakka skýrri sýn stjórnavalda og samstilltu átaki skólameistara um allt land. Yfir 80% nýnema fá inngöngu í skólann sem var þeirra fyrsta val og yfir 95% fá pláss í öðrum hvorum þeirra skóla sem þau settu í fyrsta eða annað sæti. Þá er öllum ungmennum upp að 18 ára aldri tryggð skólavist. Við skiljum vel hversu spennt ungmennin eru á þessum tímamótum og viljum stytta biðtímann eins og við getum. Því erum við afar stolt af því hversu vel ferlið hefur gengið að þessu sinni. Að lokum óskum við öllum útskriftarnemum úr 10. bekk innilega til hamingju með áfangann. Við vonum að öll eigi gott sumar í vændum og hlakki til spennandi upphafs á nýjum kafla í lífinu þegar hausta tekur. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Þórdís Jóna Sigurðardóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það eru stór tímamót í lífi ungmenna þegar kemur að vali á framhaldsskóla. Sum hafa vitað það lengi hvaða leið þau vilja fara og hvaða skóli verður fyrir valinu, á meðan önnur eru fram á síðustu stundu að vega og meta þá kosti sem standa til boða. Svo er hópur nemenda í nagandi óvissu, óörugg um það hvort þau nái að uppfylla þær kröfur sem þarf til að komast í draumaskólann. Í þeim tilvikum getur valið krafist taktískrar röðunar varðandi það hvaða skóla á að setja sem fyrsta, annað og þriðja val. Að lokum er hópur ungmenna sem hafa í raun lítið sem ekkert val, sérstaklega í fámennari byggðum. Mörg ungmenni hafa nýtt sér heimasíðuna naestaskref.is áður en þau velja sér skóla til að sækja um í. Þar er hægt að skoða fjölbreyttar námsleiðir, sjá til hvaða starfa þær geta leitt og fá innsýn í eigin áhugasvið. Þannig fá nemendur aðstoð við að taka upplýsta ákvörðun á aðgengilegan hátt, allt á einum stað. Í gegnum vefinn geta ungmenni tekið áhugasviðspróf, borið saman skóla og námsbrautir og jafnvel uppgötvað tækifæri sem þau vissu ekki af áður. Þau sjá hvaða skólar bjóða upp á nám við þeirra hæfi og hvað þarf til að hljóta inngöngu. Þetta gefur mörgum öryggi og von um spennandi framtíð. Nýtt og einfaldara umsóknarferli Í ár höfum við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í samstarfi við Stafrænt Ísland, boðið upp á nýtt og einfaldara umsóknarferli. Með nýrri innritunargátt hefur tekist að bæta bæði þjónustu og öryggi, enda hafa ungmenni og foreldrar lýst yfir ánægju með það hversu þægilegt og aðgengilegt ferlið er orðið. Jafnframt er ánægjulegt að segja frá því að úrvinnsla umsókna hefur aldrei gengið hraðar fyrir sig, þrátt fyrir fjölmennasta útskriftarárgang frá upphafi. Við stefnum að því að allir nýnemar, sama á hvaða braut eða í hvaða skóla, verði komin með skólapláss fyrir lok vikunnar. Það væri met og er ekki síst að þakka skýrri sýn stjórnavalda og samstilltu átaki skólameistara um allt land. Yfir 80% nýnema fá inngöngu í skólann sem var þeirra fyrsta val og yfir 95% fá pláss í öðrum hvorum þeirra skóla sem þau settu í fyrsta eða annað sæti. Þá er öllum ungmennum upp að 18 ára aldri tryggð skólavist. Við skiljum vel hversu spennt ungmennin eru á þessum tímamótum og viljum stytta biðtímann eins og við getum. Því erum við afar stolt af því hversu vel ferlið hefur gengið að þessu sinni. Að lokum óskum við öllum útskriftarnemum úr 10. bekk innilega til hamingju með áfangann. Við vonum að öll eigi gott sumar í vændum og hlakki til spennandi upphafs á nýjum kafla í lífinu þegar hausta tekur. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun