Við fögnum en gleymum ekki Sandra B. Franks skrifar 19. júní 2025 07:31 Þann 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur loksins kosningarétt. Þetta var bylting í klæðum hóflegrar kurteisi. Íhaldssamt samfélag fékk að heyra það sem lengi hafði kraumað undir yfirborðinu. Að konur væru ekki aðeins eiginkonur, mæður eða þegnar á jaðrinum, heldur borgarar með dómgreind, vilja og rödd sem áttu fullt erindi í samfélaginu. Það voru ekki öskur á torgum sem skiluðu þessum sigri, heldur þrautseig barátta, djúp sannfæring og óbilandi réttlætiskennd. Og á bak við þessa baráttu stóðu konur sem höfðu hvorki völd né efni, en höfðu í staðinn rök, reynslu og raddbönd sem neituðu að þagna. Í dag, 110 árum síðar, minnumst við þessa sögulega dags með stolti. Við fögnum því sem áunnist hefur, en við gleymum ekki því sem enn stendur út af. Jafnrétti verður ekki afgreitt með því að segja „þetta er nú miklu betra en áður“. Það er alveg rétt, en það er ekki nóg. Konur í kvennastéttum hafa í áratugi haldið uppi grunnstoðum samfélagsins. Í leikskólum, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, í heimahjúkrun, geðþjónustu og félagsþjónustu. Allt störf sem snúast um að annast aðra, að halda lífi, reisn og mannhelgi. Þær hafa séð um börn, aldraða, fatlaða, veika og deyjandi. Þetta eru störf sem krefjast umhyggju, útsjónarsemi og fagmennsku, en hafa á undarlegan hátt aldrei hlotið þann sess sem þau verðskulda í umræðu um framtíð velferðar og fjármögnun. Sýnileiki, virðing og sanngirni Sjúkraliðar þekkja þetta mætavel. Við vinnum störf sem skipta sköpum fyrir velferð og öryggi fólks, en samt þarf að berjast fyrir því að þau séu metin að verðleikum. Við höfum lifað það að vera kölluð „hjálparstétt“ og „aðstoðarfólk“, eins og við séum aukaatriði í eigin fagi. En störf sjúkraliða eru ekki afgangsstörf. Þau eru gangverk heilbrigðiskerfisins. Við krefjumst ekki við að fá klapp á bakið. Við krefjumst þess að menntun okkar, þekking og ábyrgð endurspeglist í kjörum, starfsheitum og faglegrar viðurkenningar. Það á ekki að þurfa sérstaka baráttu fyrir því, það á að vera hluti af sjálfsagðri og sanngjarnri samfélagsgerð. En raunveruleikinn er annar. Grunnhjúkrun og önnur umönnunarstörf, sérhæfð störf sjúkraliða, eru enn vanmetin, vanlaunuð og ósýnileg þegar rætt er um heilsu, velferð og fjármögnun. Þau eru falin á bak við skilgreiningar og kerfi sem skilja þá eftir sem bera mestu ábyrgðina á nærveru og öryggi fólks. Kvenréttindadagurinn er því ekki bara söguleg minning. Þessi dagur er áminning og ákall. Um að jafnrétti er ekki afstaðin frásögn, heldur lifandi verkefni. Um að konur þurfi enn að minna á eigið gildi, hvort sem það er á Alþingi, í stjórnunarstöðum eða á vöktum á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Hann minnir okkur á að rödd kvenna, þeirra sem sjá um að samfélagið standi undir sér, verður að heyrast. Ekki bara þegar fögur orð eru flutt á ráðstefnum, heldur í fjármálaáætlunum stjórnvalda, fjárveitingum, samningum og forgangsröðun. Við fögnum sigrum sögunnar, en lítum ekki undan því sem enn þarf að nást. Verkefnin eru fjölmörg og brýn. Jafnrétti er ekki eitthvað sem má bíða, það þarf að vera leiðarljós í nútímalegu velferðarsamfélagi. Og það verður ekki að veruleika nema með markvissum aðgerðum, réttlátri umbótastefnu og vilja sem byggir á raunsæi og virðingu. Jafnrétti er ekki draumsýn, það er framkvæmanlegt. Við höfum verkfærin, reynsluna og raddirnar. Það þarf bara að hlusta og að hrinda í framkvæmd því sem konur hafa krafist í rúma öld. Samfélag sem metur öll störf að verðleikum. Ekki aðeins þau sem tala hæst, heldur líka þau sem þegja, sinna fólki og bera mestu ábyrgð. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur loksins kosningarétt. Þetta var bylting í klæðum hóflegrar kurteisi. Íhaldssamt samfélag fékk að heyra það sem lengi hafði kraumað undir yfirborðinu. Að konur væru ekki aðeins eiginkonur, mæður eða þegnar á jaðrinum, heldur borgarar með dómgreind, vilja og rödd sem áttu fullt erindi í samfélaginu. Það voru ekki öskur á torgum sem skiluðu þessum sigri, heldur þrautseig barátta, djúp sannfæring og óbilandi réttlætiskennd. Og á bak við þessa baráttu stóðu konur sem höfðu hvorki völd né efni, en höfðu í staðinn rök, reynslu og raddbönd sem neituðu að þagna. Í dag, 110 árum síðar, minnumst við þessa sögulega dags með stolti. Við fögnum því sem áunnist hefur, en við gleymum ekki því sem enn stendur út af. Jafnrétti verður ekki afgreitt með því að segja „þetta er nú miklu betra en áður“. Það er alveg rétt, en það er ekki nóg. Konur í kvennastéttum hafa í áratugi haldið uppi grunnstoðum samfélagsins. Í leikskólum, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, í heimahjúkrun, geðþjónustu og félagsþjónustu. Allt störf sem snúast um að annast aðra, að halda lífi, reisn og mannhelgi. Þær hafa séð um börn, aldraða, fatlaða, veika og deyjandi. Þetta eru störf sem krefjast umhyggju, útsjónarsemi og fagmennsku, en hafa á undarlegan hátt aldrei hlotið þann sess sem þau verðskulda í umræðu um framtíð velferðar og fjármögnun. Sýnileiki, virðing og sanngirni Sjúkraliðar þekkja þetta mætavel. Við vinnum störf sem skipta sköpum fyrir velferð og öryggi fólks, en samt þarf að berjast fyrir því að þau séu metin að verðleikum. Við höfum lifað það að vera kölluð „hjálparstétt“ og „aðstoðarfólk“, eins og við séum aukaatriði í eigin fagi. En störf sjúkraliða eru ekki afgangsstörf. Þau eru gangverk heilbrigðiskerfisins. Við krefjumst ekki við að fá klapp á bakið. Við krefjumst þess að menntun okkar, þekking og ábyrgð endurspeglist í kjörum, starfsheitum og faglegrar viðurkenningar. Það á ekki að þurfa sérstaka baráttu fyrir því, það á að vera hluti af sjálfsagðri og sanngjarnri samfélagsgerð. En raunveruleikinn er annar. Grunnhjúkrun og önnur umönnunarstörf, sérhæfð störf sjúkraliða, eru enn vanmetin, vanlaunuð og ósýnileg þegar rætt er um heilsu, velferð og fjármögnun. Þau eru falin á bak við skilgreiningar og kerfi sem skilja þá eftir sem bera mestu ábyrgðina á nærveru og öryggi fólks. Kvenréttindadagurinn er því ekki bara söguleg minning. Þessi dagur er áminning og ákall. Um að jafnrétti er ekki afstaðin frásögn, heldur lifandi verkefni. Um að konur þurfi enn að minna á eigið gildi, hvort sem það er á Alþingi, í stjórnunarstöðum eða á vöktum á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Hann minnir okkur á að rödd kvenna, þeirra sem sjá um að samfélagið standi undir sér, verður að heyrast. Ekki bara þegar fögur orð eru flutt á ráðstefnum, heldur í fjármálaáætlunum stjórnvalda, fjárveitingum, samningum og forgangsröðun. Við fögnum sigrum sögunnar, en lítum ekki undan því sem enn þarf að nást. Verkefnin eru fjölmörg og brýn. Jafnrétti er ekki eitthvað sem má bíða, það þarf að vera leiðarljós í nútímalegu velferðarsamfélagi. Og það verður ekki að veruleika nema með markvissum aðgerðum, réttlátri umbótastefnu og vilja sem byggir á raunsæi og virðingu. Jafnrétti er ekki draumsýn, það er framkvæmanlegt. Við höfum verkfærin, reynsluna og raddirnar. Það þarf bara að hlusta og að hrinda í framkvæmd því sem konur hafa krafist í rúma öld. Samfélag sem metur öll störf að verðleikum. Ekki aðeins þau sem tala hæst, heldur líka þau sem þegja, sinna fólki og bera mestu ábyrgð. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun