Hjúkrunarfræðingar í takt við nýja tíma Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 16. júní 2025 11:00 Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga var haldinn fyrir um mánuði síðan þann 12.maí og sama dag birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) metnaðarfulla skýrslu, ,,State of the World’s Nursing 2025”. Í skýrslunni er kallað eftir markvissum fjárfestingum í menntun, störfum og leiðtogahlutverki hjúkrunarfræðinga og lögð rík áhersla á tækniþekkingu þeirra. Skýrslan undirstrikar að tækniþekking og stafrænir hæfileikar séu ekki lengur valkostur heldur nauðsyn í nútíma hjúkrun. Þjálfun í heilbrigðis- og velferðartækni er því orðinn mikilvægur þáttur í menntun hjúkrunarfræðinema sem og þeirra sem starfa við umönnun innan heilbrigðiskerfisins. Þörf fyrir 3.700 ný hjúkrunarrými á næstu 15 árum Við vitum í hvað stefnir en samkvæmt spá Hagstofunnar mun fjöldi fólks 80 ára og eldri næstum tvöfaldast á Íslandi næstu 15 árin og samkvæmt greiningu KPMG þarf að bæta við um 3.700 hjúkrunarrýmum á þessu tímabili. Vandinn er ekki eingöngu skortur á rýmum heldur snýst hann einnig um skort á starfsfólki. Það væri óskandi að við gætum fjölgað nemum og útskrifuðum hjúkrunarfræðingum enda mikilvægt að fá fleiri hendur. Það er ljóst að við munum ekki ná tilsettum fjölda hjúkrunarfræðinga til að standa undir þeim aukna fjölda fólks sem mun þurfa á aðstoð að halda. Hugtakið mönnunargat er oft nefnt í þessu samhengi og vísar til þess þegar fjöldi starfsfólks sem er nauðsynlegur til að reka sjúkrahús, læknastofur og aðrar heilbrigðisstofnanir dugar ekki til að mæta aukinni eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Heiminn vantar 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna Þetta er ekki sér íslensk áskorun en samkvæmt WHO er mönnunarvandi ekki eingöngu staðbundið vandamál heldur alþjóðlegt. WHO áætlar að árið 2030 muni skorta allt að 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna á heimsvísu – fyrst og fremst í löndum með lágar eða meðaltekjur. Þörfin fyrir heilbrigðisstarfsfólk eykst stöðugt á meðan menntun, ráðningar og framboð af starfsfólki nær einfaldlega ekki að halda í við vaxandi þarfir. Þetta þýðir að baráttan um hæft heilbrigðisstarfsfólk á alþjóðavísu verður hörð. Við þurfum hreinlega að nýta betur það sem við höfum og þar kemur tæknin við sögu. Tæknin er ekki hugsuð til að skipta út eða taka yfir störf hjúkrunarfræðinga heldur til að styðja þá í þeirra daglegu störfum. WHO leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar fái ekki aðeins tæknina í hendurnar, heldur einnig þá þjálfun og þann stuðning sem þarf til að nýta hana af þekkingu og öryggi. Það þarf að eiga sér stað tæknivæðing í umönnun og hún þarf að eiga sér stað í samvinnu við þá sem veita þjónustuna. Við þurfum lausnir sem veita hjúkrunarfræðingum aukna innsýn, betri yfirsýn, bættar vinnuaðstæður og raunverulegan stuðning í krefjandi starfi. Tækni sem getur sparað tíma, aukið öryggi og bætt lífsgæði bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Snjallar lausnir á mönnunarvandanum Við getum ekki eingöngu leyst vandann með fleiri rýmum og fleira fólki heldur þurfum við einnig snjallari lausnir. Nærtækasta og fljótlegasta leiðin til að bæta úr mönnunarvandanum er að nýta snjallar lausnir sem hafa þegar sannað sig í nágrannalöndunum. Þannig getum við lært af þeirra reynslu og innleitt þessar lausnir hratt og örugglega. Ef við ætlum að innleiða nýjar tæknilausnir í heilbrigðiskerfinu þá þurfum við að skapa skýran ramma í kringum innleiðinguna, nýta okkur gögn og setja fram mælanleg markmið. Við þurfum að horfa á heildarávinninginn en ekki festast í sílóhugsun. Slík hugsun felur oft og tíðum í sér að ákvarðanir er varða fjármögnun eru teknar út frá einstökum kostnaðarliðum í stað þess að horfa á heildarávinninginn. Við þurfum að tryggja menntun og endurmenntun starfsfólks í nýrri tækni og hér getur einkaframtakið spilað stórt hlutverk með því að mennta og þjálfa starfsfólk í þeim lausnum sem nú þegar eru til. Hjúkrunarfræðingar eru einn af burðarásum heilbrigðiskerfisins, en framtíð hjúkrunar miðað við núverandi og komandi áskoranir er ekki möguleg án nýrra tæknilausna. Þetta eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Við verðum að tryggja að tæknin verði samverkamaður hjúkrunarfræðingsins, ekki eitthvað sem kemur ofan frá, heldur eitthvað sem hjúkrunarfræðingar innleiða og nýta í þeirra núverandi vinnuumhverfi. Grein þessi er tileinkuð öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem á hverjum degi láta verkin tala og eru tilbúnir að taka á móti aðstoð tækninnar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Icepharma Velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga var haldinn fyrir um mánuði síðan þann 12.maí og sama dag birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) metnaðarfulla skýrslu, ,,State of the World’s Nursing 2025”. Í skýrslunni er kallað eftir markvissum fjárfestingum í menntun, störfum og leiðtogahlutverki hjúkrunarfræðinga og lögð rík áhersla á tækniþekkingu þeirra. Skýrslan undirstrikar að tækniþekking og stafrænir hæfileikar séu ekki lengur valkostur heldur nauðsyn í nútíma hjúkrun. Þjálfun í heilbrigðis- og velferðartækni er því orðinn mikilvægur þáttur í menntun hjúkrunarfræðinema sem og þeirra sem starfa við umönnun innan heilbrigðiskerfisins. Þörf fyrir 3.700 ný hjúkrunarrými á næstu 15 árum Við vitum í hvað stefnir en samkvæmt spá Hagstofunnar mun fjöldi fólks 80 ára og eldri næstum tvöfaldast á Íslandi næstu 15 árin og samkvæmt greiningu KPMG þarf að bæta við um 3.700 hjúkrunarrýmum á þessu tímabili. Vandinn er ekki eingöngu skortur á rýmum heldur snýst hann einnig um skort á starfsfólki. Það væri óskandi að við gætum fjölgað nemum og útskrifuðum hjúkrunarfræðingum enda mikilvægt að fá fleiri hendur. Það er ljóst að við munum ekki ná tilsettum fjölda hjúkrunarfræðinga til að standa undir þeim aukna fjölda fólks sem mun þurfa á aðstoð að halda. Hugtakið mönnunargat er oft nefnt í þessu samhengi og vísar til þess þegar fjöldi starfsfólks sem er nauðsynlegur til að reka sjúkrahús, læknastofur og aðrar heilbrigðisstofnanir dugar ekki til að mæta aukinni eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Heiminn vantar 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna Þetta er ekki sér íslensk áskorun en samkvæmt WHO er mönnunarvandi ekki eingöngu staðbundið vandamál heldur alþjóðlegt. WHO áætlar að árið 2030 muni skorta allt að 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna á heimsvísu – fyrst og fremst í löndum með lágar eða meðaltekjur. Þörfin fyrir heilbrigðisstarfsfólk eykst stöðugt á meðan menntun, ráðningar og framboð af starfsfólki nær einfaldlega ekki að halda í við vaxandi þarfir. Þetta þýðir að baráttan um hæft heilbrigðisstarfsfólk á alþjóðavísu verður hörð. Við þurfum hreinlega að nýta betur það sem við höfum og þar kemur tæknin við sögu. Tæknin er ekki hugsuð til að skipta út eða taka yfir störf hjúkrunarfræðinga heldur til að styðja þá í þeirra daglegu störfum. WHO leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar fái ekki aðeins tæknina í hendurnar, heldur einnig þá þjálfun og þann stuðning sem þarf til að nýta hana af þekkingu og öryggi. Það þarf að eiga sér stað tæknivæðing í umönnun og hún þarf að eiga sér stað í samvinnu við þá sem veita þjónustuna. Við þurfum lausnir sem veita hjúkrunarfræðingum aukna innsýn, betri yfirsýn, bættar vinnuaðstæður og raunverulegan stuðning í krefjandi starfi. Tækni sem getur sparað tíma, aukið öryggi og bætt lífsgæði bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Snjallar lausnir á mönnunarvandanum Við getum ekki eingöngu leyst vandann með fleiri rýmum og fleira fólki heldur þurfum við einnig snjallari lausnir. Nærtækasta og fljótlegasta leiðin til að bæta úr mönnunarvandanum er að nýta snjallar lausnir sem hafa þegar sannað sig í nágrannalöndunum. Þannig getum við lært af þeirra reynslu og innleitt þessar lausnir hratt og örugglega. Ef við ætlum að innleiða nýjar tæknilausnir í heilbrigðiskerfinu þá þurfum við að skapa skýran ramma í kringum innleiðinguna, nýta okkur gögn og setja fram mælanleg markmið. Við þurfum að horfa á heildarávinninginn en ekki festast í sílóhugsun. Slík hugsun felur oft og tíðum í sér að ákvarðanir er varða fjármögnun eru teknar út frá einstökum kostnaðarliðum í stað þess að horfa á heildarávinninginn. Við þurfum að tryggja menntun og endurmenntun starfsfólks í nýrri tækni og hér getur einkaframtakið spilað stórt hlutverk með því að mennta og þjálfa starfsfólk í þeim lausnum sem nú þegar eru til. Hjúkrunarfræðingar eru einn af burðarásum heilbrigðiskerfisins, en framtíð hjúkrunar miðað við núverandi og komandi áskoranir er ekki möguleg án nýrra tæknilausna. Þetta eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Við verðum að tryggja að tæknin verði samverkamaður hjúkrunarfræðingsins, ekki eitthvað sem kemur ofan frá, heldur eitthvað sem hjúkrunarfræðingar innleiða og nýta í þeirra núverandi vinnuumhverfi. Grein þessi er tileinkuð öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem á hverjum degi láta verkin tala og eru tilbúnir að taka á móti aðstoð tækninnar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Icepharma Velferð.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun