Hver er í raun í fýlu? Daði Freyr Ólafsson skrifar 15. júní 2025 16:00 Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi. Það virðist vefjast fyrir sumum hvað raunverulegt hlutverk stjórnarandstöðu felur í sér. Hún er ekki til þess að klappa fyrir ríkisstjórninni, heldur til að veita aðhald, spyrja erfiðra spurninga og, þegar þörf krefur, tefja afgreiðslu umdeildra mála til að vekja athygli á lýðræðislegum, stjórnskipulegum og málsmeðferðarlegum áhyggjum. Að nýta tímann í þingsal til að rökstyðja andstöðu sína, jafnvel ítrekað, er hvorki „fýla“ né upphlaup, heldur eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu þingræði. Sú túlkun að stjórnarandstaðan vilji aðeins komast til valda og „væli“ yfir því að fá ekki að ráða, byggir á röngum forsendum og gefur lítið fyrir þau málefnalegu rök sem andstaðan hefur sett fram í þessari umræðu. Þar hefur verið bent á alvarleg stjórnskipuleg álitaefni, valdbeitingu í nefndum og skort á samtali og sáttaleit. Ábendingar af þessu tagi ber að meta út frá innihaldi, ekki afgreiða með því að stimpla þær sem tilfinningaviðbrögð. Þegar gagnrýni beinist eingöngu að framkomu stjórnarandstöðunnar, án þess að skoða aðgerðir og ábyrgð meirihlutans í sömu mynd, þá er augljóst að annað hvort skortir skilning á þinglegum verkferlum eða viljann til að horfast í augu við að lýðræði byggist á jafnvægi. Það er ekki slæmt að vera ósammála, það er ekki fýla að krefjast umræðu. Ef einhver er í fýlu, þá eru það þeir sem hafna samtali og afgreiða gagnrýni sem „væl“. Það er ekki stjórnarandstaðan sem hefur snúið baki við ábyrgri umræðu – það eru þeir sem telja að lýðræðið eigi aðeins við þegar þeim hentar. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi. Það virðist vefjast fyrir sumum hvað raunverulegt hlutverk stjórnarandstöðu felur í sér. Hún er ekki til þess að klappa fyrir ríkisstjórninni, heldur til að veita aðhald, spyrja erfiðra spurninga og, þegar þörf krefur, tefja afgreiðslu umdeildra mála til að vekja athygli á lýðræðislegum, stjórnskipulegum og málsmeðferðarlegum áhyggjum. Að nýta tímann í þingsal til að rökstyðja andstöðu sína, jafnvel ítrekað, er hvorki „fýla“ né upphlaup, heldur eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu þingræði. Sú túlkun að stjórnarandstaðan vilji aðeins komast til valda og „væli“ yfir því að fá ekki að ráða, byggir á röngum forsendum og gefur lítið fyrir þau málefnalegu rök sem andstaðan hefur sett fram í þessari umræðu. Þar hefur verið bent á alvarleg stjórnskipuleg álitaefni, valdbeitingu í nefndum og skort á samtali og sáttaleit. Ábendingar af þessu tagi ber að meta út frá innihaldi, ekki afgreiða með því að stimpla þær sem tilfinningaviðbrögð. Þegar gagnrýni beinist eingöngu að framkomu stjórnarandstöðunnar, án þess að skoða aðgerðir og ábyrgð meirihlutans í sömu mynd, þá er augljóst að annað hvort skortir skilning á þinglegum verkferlum eða viljann til að horfast í augu við að lýðræði byggist á jafnvægi. Það er ekki slæmt að vera ósammála, það er ekki fýla að krefjast umræðu. Ef einhver er í fýlu, þá eru það þeir sem hafna samtali og afgreiða gagnrýni sem „væl“. Það er ekki stjórnarandstaðan sem hefur snúið baki við ábyrgri umræðu – það eru þeir sem telja að lýðræðið eigi aðeins við þegar þeim hentar. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar