Íslandsmeistarasystkinin með bikara sem hafa litið betur út Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júní 2025 11:00 Himar Smári og Lovísa yrðu bæði Íslandsmeistarar með sínum liðum á dögunum. Þau eru systkini og börn Hennings Henningssonar sem varð einnig Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. Vísir/Sigurjón Systkinin Lovísa og Hilmar Smári urðu bæði Íslandsmeistarar í körfubolta á dögunum. Faðir þeirra gerði slíkt hið sama árið 1988. Lovísa Henningsdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum eftir oddaleik um titilinn gegn Njarðvík. Hún meiddist alvarlega snemma á tímabilinu en tók virkan þátt í öllum tímabilinu utan vallar, sem fyrirliði liðsins. Bróðir hennar Hilmar Smári Henningsson varð einnig meistari eftir að hafa lagt Tindastól í oddaleik um titilinn. Hann spilaði aftur á móti allt tímabilið og var einn besti leikmaður Bónus-deildarinnar. Henning Henningsson varð síðan Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. „Þetta fór eiginlega eins vel og hægt var hjá okkur og gaman að við gátum klárað þann stóra á sama ári,“ segir Lovísa. Hilmar segir að ástandið á fjölskyldunni í apríl og maí þegar úrslitakeppninnar stóðu yfir hafi verið nokkuð gott. Stress í kringum heimilið „Við vorum ekkert mikið heima og ég var alltaf að æfa, spila eða í endurhæfingu, pabbi var úti og flaug heim í síðustu tvo leikina. Það var samt auðvitað mikið stress í kringum heimilið okkar,“ segir Hilmar. Þau reyndu að mæta á leiki hjá hvort öðru í úrslitakeppninni en það var erfiðara fyrir Hilmar.„Ég átti erfiðara með það heldur en Lovísa. Við vorum mikið á æfingum og sjálfur að keppa í kringum leikina þeirra. Hún var sjálf komin í frí aðeins á undan og gat mætt og mætti held ég bara á alla leikina,“ segir Hilmar. „Þetta var verra fyrir hann. Þeir fóru alltaf á Krókinn deginum áður og við spiluðum alltaf það kvöld. Hann missti af síðasta leiknum hjá okkur en ég fór bara daginn eftir að við urðum Íslandsmeistarar á Krókinn.“ Systkinin leika bæði í búningi númer fimm, sem Henning var einmitt alltaf á á sínum tíma. „Við fylgjum þeim gamla, hann Henning pabbi okkar var alltaf númer fimm og það kom bara aldrei neitt annað til greina. Ég hef aldrei pælt í því að vera í einhverju öðru númeri en fimm,“ segir Lovísa og tekur Hilmar undir. Gulllitaðir í 25 mínútur „Í yngri flokkum voru reglur. Ég er fæddur árið 2000 og varð þá að vera í sléttri tölu, en það gerðist aldrei. Ég gat aldrei skráð mig númer fimm en pabbi fór þá alltaf bara niður á Ásvelli og talaði við nokkra einstaklinga og síðan kom bara búningurinn og hann var númer fimm og Henningsson að aftan,“ segir Hilmar léttur. Íslandsmeistarabikararnir eru eftirsóttir en hafa munað sinn fífil fegurri í dag. „Þeir eru búnir að fara í gegnum alls konar og þetta gerðist mjög fljótlega. Ég vissi ekki af þessari hefð að litlu kallarnir sem eru að framan og aftan, að taka þá af. Ég fékk allavega að eiga einn og það eru þrír aðrir með aðra kalla. Þeir eru búnir að fara í gegnum nokkrar kampavínssturtur og venjulegar sturtur líka. Þeir lifa enn þá af og eru enn þá standandi,“ segir Hilmar. „Þeir fengu að vera gulllitaðir í góðar tuttugu og fimm mínútur og síðan var farið í sturtu með þá með vatni og kampavíni og þá svona aðeins skolaðist þetta af,“ segir Lovísa. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira
Lovísa Henningsdóttir varð Íslandsmeistari með Haukum eftir oddaleik um titilinn gegn Njarðvík. Hún meiddist alvarlega snemma á tímabilinu en tók virkan þátt í öllum tímabilinu utan vallar, sem fyrirliði liðsins. Bróðir hennar Hilmar Smári Henningsson varð einnig meistari eftir að hafa lagt Tindastól í oddaleik um titilinn. Hann spilaði aftur á móti allt tímabilið og var einn besti leikmaður Bónus-deildarinnar. Henning Henningsson varð síðan Íslandsmeistari með Haukum árið 1988. „Þetta fór eiginlega eins vel og hægt var hjá okkur og gaman að við gátum klárað þann stóra á sama ári,“ segir Lovísa. Hilmar segir að ástandið á fjölskyldunni í apríl og maí þegar úrslitakeppninnar stóðu yfir hafi verið nokkuð gott. Stress í kringum heimilið „Við vorum ekkert mikið heima og ég var alltaf að æfa, spila eða í endurhæfingu, pabbi var úti og flaug heim í síðustu tvo leikina. Það var samt auðvitað mikið stress í kringum heimilið okkar,“ segir Hilmar. Þau reyndu að mæta á leiki hjá hvort öðru í úrslitakeppninni en það var erfiðara fyrir Hilmar.„Ég átti erfiðara með það heldur en Lovísa. Við vorum mikið á æfingum og sjálfur að keppa í kringum leikina þeirra. Hún var sjálf komin í frí aðeins á undan og gat mætt og mætti held ég bara á alla leikina,“ segir Hilmar. „Þetta var verra fyrir hann. Þeir fóru alltaf á Krókinn deginum áður og við spiluðum alltaf það kvöld. Hann missti af síðasta leiknum hjá okkur en ég fór bara daginn eftir að við urðum Íslandsmeistarar á Krókinn.“ Systkinin leika bæði í búningi númer fimm, sem Henning var einmitt alltaf á á sínum tíma. „Við fylgjum þeim gamla, hann Henning pabbi okkar var alltaf númer fimm og það kom bara aldrei neitt annað til greina. Ég hef aldrei pælt í því að vera í einhverju öðru númeri en fimm,“ segir Lovísa og tekur Hilmar undir. Gulllitaðir í 25 mínútur „Í yngri flokkum voru reglur. Ég er fæddur árið 2000 og varð þá að vera í sléttri tölu, en það gerðist aldrei. Ég gat aldrei skráð mig númer fimm en pabbi fór þá alltaf bara niður á Ásvelli og talaði við nokkra einstaklinga og síðan kom bara búningurinn og hann var númer fimm og Henningsson að aftan,“ segir Hilmar léttur. Íslandsmeistarabikararnir eru eftirsóttir en hafa munað sinn fífil fegurri í dag. „Þeir eru búnir að fara í gegnum alls konar og þetta gerðist mjög fljótlega. Ég vissi ekki af þessari hefð að litlu kallarnir sem eru að framan og aftan, að taka þá af. Ég fékk allavega að eiga einn og það eru þrír aðrir með aðra kalla. Þeir eru búnir að fara í gegnum nokkrar kampavínssturtur og venjulegar sturtur líka. Þeir lifa enn þá af og eru enn þá standandi,“ segir Hilmar. „Þeir fengu að vera gulllitaðir í góðar tuttugu og fimm mínútur og síðan var farið í sturtu með þá með vatni og kampavíni og þá svona aðeins skolaðist þetta af,“ segir Lovísa.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Haukar Stjarnan Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjá meira