Faglegt mat eða lukka? IV. Faglegt mat og ósvaraðar spurningar Bogi Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 08:01 Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk frá Þróunarsjóði námsgagna árið 2025 er rafræn námsbók, flott verkefni um sérhæft málefni á sviði félagsvísinda/raunvísinda, fer eftir því hvernig greinin skilgreinir sig, fyrir framhaldsskólanemendur sem nær til takmarkaðs nemendahóps. Um er að ræða staka bók – þarft efni, með markmið um að efla siðferðisvitund og gagnrýna hugsun. Þegar slík verkefni fá stuðning, sem ég styð, á sama tíma og heilt bókaverkefni með 13 bókum í félagsvísindum, þróað yfir áratug, með sjálfvirkum verkefnabanka, staðfestri notkun í mörgum skólum og ítarlegri áætlun um ritrýningu, sem höfundur hefur að mestu lokið á eigin kostnað, fær höfnun án rökstuðnings – verður að spyrja: Hvernig eru matsskilyrðin skilgreind, hvernig er farið eftir þeim og hvernig er fagleg reynsla höfunda metin? Að baki stafbókarverkefninu stendur höfundur með yfir tíu ára reynslu af kennslu í félagsfræði, ásamt þátttöku í fjölmörgum rannsóknum á sviði menntunar, afbrotafræði og fangelsismála, fyrir íslensk ráðuneyti og alþjóðlega samstarfsaðila. Verkefnið hefur þegar verið notað í fjórum framhaldsskólum, með mælanlegum árangri og jákvæðum viðbrögðum kennara og nemenda sem staðfesta gildi þess í námi og kennslu. Höfundur hinnar sérhæfðu bókar hefur, samkvæmt aðgengilegum upplýsingum, ekki gefið út annað námsefni og engar ritrýndar rannsóknir fundust sem styðja það að hann hafi hlotið stuðning. Með því er ég ekki að segja að hann hafi ekki átt styrkinn skilið eða sé ekki hæfur til þess að hljóta hann heldur að benda á ósamræmi. Sá samanburður kallar á mikilvæga umræðu um hvað telst nægilegt til að hljóta opinberan stuðning í menntakerfinu – og hvernig hægt sé að mæla raunverulegt gildi, áhrif og faglega burði þróunarverkefna. Ef það verkefni fær styrk – en ekki stafbókin – hvað þýðir það fyrir framtíð annarra sem vilja byggja upp eitthvað frá grunni? Ég hef kallað eftir skýrum upplýsingum um hvernig úthlutunarferli Þróunarsjóðs námsgagna fer fram. Mikilvægt er að tryggja að rökstuðningur fylgi öllum höfnunum og að umsækjendur hafi raunverulegan aðgang að mati, viðmiðum og ferli. Slíkt stuðlar að faglegu og gagnsæju ferli þar sem ákvarðanir verða skiljanlegar og hægt er að læra af þeim. Þá tel ég nauðsynlegt að lögfesta að fundargerðir stjórnar og matsskýrslur séu aðgengilegar – að minnsta kosti að hluta til – svo hægt sé að skilja og gagnrýna ákvarðanatöku. Sjálfur hef ég óskað eftir slíkum gögnum, þar á meðal fundargerðum, matslista og samanburðargögnum, en hingað til hefur það hvorki verið sjálfgefið né einfalt. Enn hefur engin skýring verið veitt á því hvernig ákvörðunin um að hafna mínu verkefni var tekin og ekkert mat liggur fyrir sem hægt er að byggja á eða læra af. Ég birti þessa greinaröð ekki til að krefjast afturvirks styrks, heldur til að benda á kerfisgalla sem hægt er að laga með einföldum hætti, ef vilji er fyrir hendi. Ef rökstuðningur berst frá sjóðnum innan lögbundins frests mun ég birta aðra grein í kjölfarið sem greinir þau rök og metur þau í samhengi við raunverulegt starf og sögu verkefnisins. Þetta er ekki síst tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma. Þegar fjármunir almennings eru nýttir til þróunar námsgagna, þá hlýtur gagnsæi og faglegt jafnræði að vera grundvallarkrafa. Við þurfum einfaldlega að virkja þær meginreglur sem þegar eru til staðar: gagnsæi, faglegt mat og jafnræði. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk frá Þróunarsjóði námsgagna árið 2025 er rafræn námsbók, flott verkefni um sérhæft málefni á sviði félagsvísinda/raunvísinda, fer eftir því hvernig greinin skilgreinir sig, fyrir framhaldsskólanemendur sem nær til takmarkaðs nemendahóps. Um er að ræða staka bók – þarft efni, með markmið um að efla siðferðisvitund og gagnrýna hugsun. Þegar slík verkefni fá stuðning, sem ég styð, á sama tíma og heilt bókaverkefni með 13 bókum í félagsvísindum, þróað yfir áratug, með sjálfvirkum verkefnabanka, staðfestri notkun í mörgum skólum og ítarlegri áætlun um ritrýningu, sem höfundur hefur að mestu lokið á eigin kostnað, fær höfnun án rökstuðnings – verður að spyrja: Hvernig eru matsskilyrðin skilgreind, hvernig er farið eftir þeim og hvernig er fagleg reynsla höfunda metin? Að baki stafbókarverkefninu stendur höfundur með yfir tíu ára reynslu af kennslu í félagsfræði, ásamt þátttöku í fjölmörgum rannsóknum á sviði menntunar, afbrotafræði og fangelsismála, fyrir íslensk ráðuneyti og alþjóðlega samstarfsaðila. Verkefnið hefur þegar verið notað í fjórum framhaldsskólum, með mælanlegum árangri og jákvæðum viðbrögðum kennara og nemenda sem staðfesta gildi þess í námi og kennslu. Höfundur hinnar sérhæfðu bókar hefur, samkvæmt aðgengilegum upplýsingum, ekki gefið út annað námsefni og engar ritrýndar rannsóknir fundust sem styðja það að hann hafi hlotið stuðning. Með því er ég ekki að segja að hann hafi ekki átt styrkinn skilið eða sé ekki hæfur til þess að hljóta hann heldur að benda á ósamræmi. Sá samanburður kallar á mikilvæga umræðu um hvað telst nægilegt til að hljóta opinberan stuðning í menntakerfinu – og hvernig hægt sé að mæla raunverulegt gildi, áhrif og faglega burði þróunarverkefna. Ef það verkefni fær styrk – en ekki stafbókin – hvað þýðir það fyrir framtíð annarra sem vilja byggja upp eitthvað frá grunni? Ég hef kallað eftir skýrum upplýsingum um hvernig úthlutunarferli Þróunarsjóðs námsgagna fer fram. Mikilvægt er að tryggja að rökstuðningur fylgi öllum höfnunum og að umsækjendur hafi raunverulegan aðgang að mati, viðmiðum og ferli. Slíkt stuðlar að faglegu og gagnsæju ferli þar sem ákvarðanir verða skiljanlegar og hægt er að læra af þeim. Þá tel ég nauðsynlegt að lögfesta að fundargerðir stjórnar og matsskýrslur séu aðgengilegar – að minnsta kosti að hluta til – svo hægt sé að skilja og gagnrýna ákvarðanatöku. Sjálfur hef ég óskað eftir slíkum gögnum, þar á meðal fundargerðum, matslista og samanburðargögnum, en hingað til hefur það hvorki verið sjálfgefið né einfalt. Enn hefur engin skýring verið veitt á því hvernig ákvörðunin um að hafna mínu verkefni var tekin og ekkert mat liggur fyrir sem hægt er að byggja á eða læra af. Ég birti þessa greinaröð ekki til að krefjast afturvirks styrks, heldur til að benda á kerfisgalla sem hægt er að laga með einföldum hætti, ef vilji er fyrir hendi. Ef rökstuðningur berst frá sjóðnum innan lögbundins frests mun ég birta aðra grein í kjölfarið sem greinir þau rök og metur þau í samhengi við raunverulegt starf og sögu verkefnisins. Þetta er ekki síst tækifæri fyrir löggjafarvaldið til að fylgjast með framkvæmdarvaldinu í rauntíma. Þegar fjármunir almennings eru nýttir til þróunar námsgagna, þá hlýtur gagnsæi og faglegt jafnræði að vera grundvallarkrafa. Við þurfum einfaldlega að virkja þær meginreglur sem þegar eru til staðar: gagnsæi, faglegt mat og jafnræði. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun