Evrópumet! Háskólamenntun minnst metin á Íslandi Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 5. júní 2025 06:00 Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu. Með öðrum orðum: Háskólamenntun skilar hverfandi fjárhagslegum ávinningi á Íslandi samanborið við önnur lönd. Þetta er ekki einkavandi einstaklinga, heldur efnahagslegur vandi. Meistaragráðan – nánast engin kaupmáttaraukning í 23 ár Frá árinu 2000-2023 jókst kaupmáttur heildartekna hjá fólki með meistaragráðu um 1% á sama tíma og kaupmáttur grunnskólamenntaðra jókst um 45%. Hagvöxtur á hvern íbúa á Íslandi á þessu tímabili – 43% – skilaði sér að fullu til ósérhæfðra en ekki til háskólamenntaðra. Þetta er ekki tölfræðilegt frávik heldur skýr vísbending um að brátt muni ekki borga sig að mennta sig á Íslandi. Krónutöluhækkanir – komið gott? Á tímabilinu 2019-2024 jókst kaupmáttur láglaunahópa á opinbera markaðnum um tugi prósenta umfram háskólamenntaða. Kaupmáttur hjá ASÍ hjá Reykjavíkurborg jókst t.a.m. um 42%, á meðan hann dróst saman um 1% hjá kennurum hjá ríkinu og jókst aðeins um 2% að meðaltali hjá BHM hjá ríkinu. Á almennum markaði hefur þróunin verið annars eðlis en ekki síður skekkt. Þar hafa krónutöluhækkanir hlíft háframleiðnigreinum með hátt hlutfall sérfræðinga. Í upplýsingatækni jókst framleiðni t.a.m. um 51% á tímabilinu 2017–2024 en laun aðeins um 8% að raunvirði. Í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu laun um 5% að raunvirði á sama tíma og framleiðni jókst um 22%. Krónutöluhækkanir hafa ívilnað fyrirtækjum sem helst geta borgað hærri laun. Var það ætlunin? Þetta þurfum við að gera til að menntun borgi sig á Íslandi Vanmat á menntun á Íslandi er ekki einföld afleiðing kjarasamninga. Vandinn er margþættur og tengist menntastefnu, atvinnustefnu og samfélagsviðhorfum. Við þurfum: 1. Atvinnustefnu og menntastefnu sem þjónar þörfum framtíðarinnar Tryggja þarf aukin gæði náms og á öllum skólastigum og beina fólki á réttar brautir í framhaldsskóla og háskóla. Fjölga þarf þeim sem velja iðn- og starfsnám að loknum grunnskóla og útskrifa fleiri háskólamenntaða til starfa í verðmætum skortgreinum – eins og í hátækni- og hugverkagreinum á almennum markaði og í heilbrigðis- og fræðslustarfsemi hjá hinu opinbera. Auka þarf vægi nýsköpunar á almenna markaðnum sem og hlutdeild hátækni- og hugverkaiðnaðar í verðmætasköpun. 2. Launastefnu sem ákveðin er í samtali og tekur mið af misjöfnu svigrúmi ASÍ hefur einhliða ákveðið launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn, án samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og án tillits til misjafns svigrúms atvinnugreina. Samtal þarf að eiga sér stað um breytt vinnubrögð og ábyrgð þeirra sem semja á almennum- og opinberum vinnumarkaði. Á endanum er vandi menntunar á Íslandi ekki einkamál einstaklinga heldur augljós efnahagsvandi sem varðar okkur öll. Ef ekkert verður að gert mun skortur á sérhæfðu starfsfólki aukast og átök á vinnumarkaði stigmagnast. Nú þarf pólitískt og efnahagslegt þor til að ráðast í markvissar aðgerðir. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland trónir á toppi Evrópu en á röngum lista. Ný gögn sýna að Íslendingar fá minnst fyrir háskólagráðuna af 35 Evrópuþjóðum – þegar horft er til munar í ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra. Munurinn er hér einungis metinn 21% að meðaltali fyrir aldurshópinn 18–64 ára, samanborið við 76% að meðaltali innan Evrópu. Með öðrum orðum: Háskólamenntun skilar hverfandi fjárhagslegum ávinningi á Íslandi samanborið við önnur lönd. Þetta er ekki einkavandi einstaklinga, heldur efnahagslegur vandi. Meistaragráðan – nánast engin kaupmáttaraukning í 23 ár Frá árinu 2000-2023 jókst kaupmáttur heildartekna hjá fólki með meistaragráðu um 1% á sama tíma og kaupmáttur grunnskólamenntaðra jókst um 45%. Hagvöxtur á hvern íbúa á Íslandi á þessu tímabili – 43% – skilaði sér að fullu til ósérhæfðra en ekki til háskólamenntaðra. Þetta er ekki tölfræðilegt frávik heldur skýr vísbending um að brátt muni ekki borga sig að mennta sig á Íslandi. Krónutöluhækkanir – komið gott? Á tímabilinu 2019-2024 jókst kaupmáttur láglaunahópa á opinbera markaðnum um tugi prósenta umfram háskólamenntaða. Kaupmáttur hjá ASÍ hjá Reykjavíkurborg jókst t.a.m. um 42%, á meðan hann dróst saman um 1% hjá kennurum hjá ríkinu og jókst aðeins um 2% að meðaltali hjá BHM hjá ríkinu. Á almennum markaði hefur þróunin verið annars eðlis en ekki síður skekkt. Þar hafa krónutöluhækkanir hlíft háframleiðnigreinum með hátt hlutfall sérfræðinga. Í upplýsingatækni jókst framleiðni t.a.m. um 51% á tímabilinu 2017–2024 en laun aðeins um 8% að raunvirði. Í fjármála- og vátryggingastarfsemi lækkuðu laun um 5% að raunvirði á sama tíma og framleiðni jókst um 22%. Krónutöluhækkanir hafa ívilnað fyrirtækjum sem helst geta borgað hærri laun. Var það ætlunin? Þetta þurfum við að gera til að menntun borgi sig á Íslandi Vanmat á menntun á Íslandi er ekki einföld afleiðing kjarasamninga. Vandinn er margþættur og tengist menntastefnu, atvinnustefnu og samfélagsviðhorfum. Við þurfum: 1. Atvinnustefnu og menntastefnu sem þjónar þörfum framtíðarinnar Tryggja þarf aukin gæði náms og á öllum skólastigum og beina fólki á réttar brautir í framhaldsskóla og háskóla. Fjölga þarf þeim sem velja iðn- og starfsnám að loknum grunnskóla og útskrifa fleiri háskólamenntaða til starfa í verðmætum skortgreinum – eins og í hátækni- og hugverkagreinum á almennum markaði og í heilbrigðis- og fræðslustarfsemi hjá hinu opinbera. Auka þarf vægi nýsköpunar á almenna markaðnum sem og hlutdeild hátækni- og hugverkaiðnaðar í verðmætasköpun. 2. Launastefnu sem ákveðin er í samtali og tekur mið af misjöfnu svigrúmi ASÍ hefur einhliða ákveðið launastefnu fyrir allan vinnumarkaðinn, án samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og án tillits til misjafns svigrúms atvinnugreina. Samtal þarf að eiga sér stað um breytt vinnubrögð og ábyrgð þeirra sem semja á almennum- og opinberum vinnumarkaði. Á endanum er vandi menntunar á Íslandi ekki einkamál einstaklinga heldur augljós efnahagsvandi sem varðar okkur öll. Ef ekkert verður að gert mun skortur á sérhæfðu starfsfólki aukast og átök á vinnumarkaði stigmagnast. Nú þarf pólitískt og efnahagslegt þor til að ráðast í markvissar aðgerðir. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun