Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið: „Verður mjög líkamlega erfið sería“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 09:25 Maté Dalmay telur að menn muni takast mjög hart á í úrslitaeinvíginu. getty / stöð 2 sport Körfuboltasérfræðingarnir í Lögmáli leiksins settust í sófann í gærkvöldi og fóru yfir úrslitaeinvígið sem framundan er milli Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers. Oklahoma City Thunder náði 68 sigrum, flestum af öllum liðum í deildinni í vetur og hefur unnið fjölda stórsigra á leið sinni í úrslitaeinvígið. Um er að ræða næstyngsta lið sem náð hefur inn í úrslitaeinvígið, leitt af ungu stjörnunni Shai Gilgeous-Alexander sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þá býr liðið einnig yfir mjög öflugri vörn og góðri breidd, með leikmenn á borð við Isaiah Hartenstein, Luguentz Dort og Alex Caruso. „Þessir hafa búið til feril úr því að vera óþægilegir. Þannig að þetta verður mjög líkamlega erfið sería“ sagði sérfræðingurinn Maté Dalmay. Indiana Pacers enduðu í fjórða sæti austurdeildarinnar með 50 sigurleiki. Liðið er á leið í úrslit í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Á leið sinni þangað lagði liðið Bucks, topplið Cavaliers og síðan Knicks að velli. „Tyrese Haliburton er leikstjórnandinn og leiðtoginn í þessu liði en Pascal Siakam er samt valinn bestur“ sagði sérfræðingurinn Tómas Steindórsson um stjörnur Indiana sem munu þurfa að afkasta mikið. Klippa: Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið Farið var yfir heilmargt fleira í upphituninni fyrir úrslitaeinvígið, sem má sjá hér fyrir ofan. Hörður Unnsteinsson, Maté Dalmay og Tómas Steindórsson höfðu allir eitthvað til málanna að leggja. Auk þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar sem stýrði umræðunni. Hér fyrir neðan má svo finna áhugaverða tölfræði sem Stöð 2 Sport tók saman fyrir úrslitaeinvígið. Shai Gilgeous-Alexander og Tyrese Haliburton eru leikstjórnendur liðanna. Haliburton hefur verið einkar hittinn fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni. Haliburton leggur meira upp fyrir liðsfélagana en Shai skorar töluvert meira sjálfur. Pascal Siakam hefur verið stórkostlegur fyrir Pacers og Jalen Williams hefur verið litlu síðri fyrir Thunder. Framherjarnir Myles Turner og Chet Holmgren munu takast á undir körfunni og fyrir utan. Holmgren hefur gripið fleiri fráköst í úrslitakeppninni. Turner hefur skotið töluvert betur. Þrír mikilvægir varnarmenn OKC. Munu takast á við öfluga aukaleikara Pacers. NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira
Oklahoma City Thunder náði 68 sigrum, flestum af öllum liðum í deildinni í vetur og hefur unnið fjölda stórsigra á leið sinni í úrslitaeinvígið. Um er að ræða næstyngsta lið sem náð hefur inn í úrslitaeinvígið, leitt af ungu stjörnunni Shai Gilgeous-Alexander sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þá býr liðið einnig yfir mjög öflugri vörn og góðri breidd, með leikmenn á borð við Isaiah Hartenstein, Luguentz Dort og Alex Caruso. „Þessir hafa búið til feril úr því að vera óþægilegir. Þannig að þetta verður mjög líkamlega erfið sería“ sagði sérfræðingurinn Maté Dalmay. Indiana Pacers enduðu í fjórða sæti austurdeildarinnar með 50 sigurleiki. Liðið er á leið í úrslit í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Á leið sinni þangað lagði liðið Bucks, topplið Cavaliers og síðan Knicks að velli. „Tyrese Haliburton er leikstjórnandinn og leiðtoginn í þessu liði en Pascal Siakam er samt valinn bestur“ sagði sérfræðingurinn Tómas Steindórsson um stjörnur Indiana sem munu þurfa að afkasta mikið. Klippa: Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið Farið var yfir heilmargt fleira í upphituninni fyrir úrslitaeinvígið, sem má sjá hér fyrir ofan. Hörður Unnsteinsson, Maté Dalmay og Tómas Steindórsson höfðu allir eitthvað til málanna að leggja. Auk þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar sem stýrði umræðunni. Hér fyrir neðan má svo finna áhugaverða tölfræði sem Stöð 2 Sport tók saman fyrir úrslitaeinvígið. Shai Gilgeous-Alexander og Tyrese Haliburton eru leikstjórnendur liðanna. Haliburton hefur verið einkar hittinn fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni. Haliburton leggur meira upp fyrir liðsfélagana en Shai skorar töluvert meira sjálfur. Pascal Siakam hefur verið stórkostlegur fyrir Pacers og Jalen Williams hefur verið litlu síðri fyrir Thunder. Framherjarnir Myles Turner og Chet Holmgren munu takast á undir körfunni og fyrir utan. Holmgren hefur gripið fleiri fráköst í úrslitakeppninni. Turner hefur skotið töluvert betur. Þrír mikilvægir varnarmenn OKC. Munu takast á við öfluga aukaleikara Pacers.
NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira