Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 11:47 OKC vann vesturdeildina, með yfirburðum, og Shai-Gilgeous Alexander var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígis vestursins. Matthew Stockman/Getty Images Oklahoma City Thunder vann vesturdeild NBA og er á leið í úrslit eftir 4-1 sigur í einvíginu gegn Minnesota Timberwolves, sem vannst með þrjátíu stiga 124-94 stórsigri í nótt. OKC er fyrsta liðið til að rústa fjórum leikjum í úrslitakeppninni og komast í úrslit, þar sem liðið verður það næstyngsta frá upphafi. OKC varðist stórkostlega og valtaði yfir Úlfana í fimmta leiknum sem fór fram í nótt. Úlfarnir skoruðu fyrstu stigin úr sinni fyrstu sókn, en klikkuðu á næstu tíu skotum og þar með var leikurinn í raun farinn. OKC leiddi 26-9 eftir fyrsta leikhlutann. "How many demons are out there?""Like 8!"Mike Breen and Richard Jefferson are comedy 😂 pic.twitter.com/OjfxOJUJun— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 29, 2025 Staðan 65-32 í hálfleik og Úlfarnir þá búnir að tapa boltanum oftar (14 sinnum) en þeir höfðu sett hann ofan í körfuna (12 sinnum). OKC leads Minnesota by 33, their largest halftime lead in franchise playoff history 😮They're one half away from the NBA Finals 👀 pic.twitter.com/Zcg07bDolK— ESPN (@espn) May 29, 2025 Úlfarnir börðust aðeins til baka í seinni hálfleik og unnu þriðja leikhlutann með sjö stigum, en létu svo aftur undan í fjórða leikhluta og þurftu að sætta sig við þrjátíu stiga tap. 124-94 lokaniðurstaðan í leik þar sem Julius Randle (24 stig) og Anthony Edwards (19 stig) voru einu byrjunarliðsmenn Úlfanna sem skoruðu meira en fimm stig. Ant is already thinking about his comeback 😤 "Nobody's going to work harder than me this summer." pic.twitter.com/tZUsQV1zNL— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2025 Fyrstir til að rústa fjórum leikjum OKC varð þar með fyrsta liðið í sögu NBA til að vinna fjóra leiki í úrslitakeppninni með að minnsta kosti þrjátíu stigum og er á leið í úrslit í annað sinn síðan liðið flutti til Oklahoma. The Thunder are going to the NBA Finals for the first time since 2012 … And as the first team in league history with four wins by at least 30 points in the same postseason. More ⬇️ https://t.co/gTAqV0f5lY— Marc Stein (@TheSteinLine) May 29, 2025 Þriðja úrslitaeinvígi í sögu félagsins OKC komst síðast í úrslit 2012, þegar innanborðs hjá liðinu voru stjörnurnar Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook sem áttu allir síðar eftir að vera valdir verðmætasti leikmaður deildarinnar. Félagið komst þrisvar í úrslit þegar það spilaði í Seattle undir nafninu Supersonics, árin 1978 og 1979, þegar Supersonics urðu meistarar, og síðast árið 1996 gegn Chicago Bulls. Næstyngsta liðið sem kemst í úrslit OKC liðið í ár er næstyngsta liðið (25,6 ára meðalaldur) sem kemst í úrslit NBA deildarinnar, á eftir meistaraliði Portland Trail Blazers árið 1976 (24,5 ára meðalaldur). The Oklahoma City Thunder are the 2nd youngest team in NBA history to make the NBA Finals in the shot clock era They have an average age of 25.6 years old ⛈️ pic.twitter.com/mMeuP1aoSt— Underdog (@Underdog) May 29, 2025 Úrslitaeinvígið framundan Úrslitaeinvígið hefst fimmtudaginn 5. júní, þar verður OKC með heimavallarrétt og mætir annað hvort Indiana Pacers eða New York Knicks. Fimmti leikurinn í því einvígi fer fram á miðnætti í kvöld, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Pacers eru 3-1 yfir og geta klárað einvígið. NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
OKC varðist stórkostlega og valtaði yfir Úlfana í fimmta leiknum sem fór fram í nótt. Úlfarnir skoruðu fyrstu stigin úr sinni fyrstu sókn, en klikkuðu á næstu tíu skotum og þar með var leikurinn í raun farinn. OKC leiddi 26-9 eftir fyrsta leikhlutann. "How many demons are out there?""Like 8!"Mike Breen and Richard Jefferson are comedy 😂 pic.twitter.com/OjfxOJUJun— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 29, 2025 Staðan 65-32 í hálfleik og Úlfarnir þá búnir að tapa boltanum oftar (14 sinnum) en þeir höfðu sett hann ofan í körfuna (12 sinnum). OKC leads Minnesota by 33, their largest halftime lead in franchise playoff history 😮They're one half away from the NBA Finals 👀 pic.twitter.com/Zcg07bDolK— ESPN (@espn) May 29, 2025 Úlfarnir börðust aðeins til baka í seinni hálfleik og unnu þriðja leikhlutann með sjö stigum, en létu svo aftur undan í fjórða leikhluta og þurftu að sætta sig við þrjátíu stiga tap. 124-94 lokaniðurstaðan í leik þar sem Julius Randle (24 stig) og Anthony Edwards (19 stig) voru einu byrjunarliðsmenn Úlfanna sem skoruðu meira en fimm stig. Ant is already thinking about his comeback 😤 "Nobody's going to work harder than me this summer." pic.twitter.com/tZUsQV1zNL— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2025 Fyrstir til að rústa fjórum leikjum OKC varð þar með fyrsta liðið í sögu NBA til að vinna fjóra leiki í úrslitakeppninni með að minnsta kosti þrjátíu stigum og er á leið í úrslit í annað sinn síðan liðið flutti til Oklahoma. The Thunder are going to the NBA Finals for the first time since 2012 … And as the first team in league history with four wins by at least 30 points in the same postseason. More ⬇️ https://t.co/gTAqV0f5lY— Marc Stein (@TheSteinLine) May 29, 2025 Þriðja úrslitaeinvígi í sögu félagsins OKC komst síðast í úrslit 2012, þegar innanborðs hjá liðinu voru stjörnurnar Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook sem áttu allir síðar eftir að vera valdir verðmætasti leikmaður deildarinnar. Félagið komst þrisvar í úrslit þegar það spilaði í Seattle undir nafninu Supersonics, árin 1978 og 1979, þegar Supersonics urðu meistarar, og síðast árið 1996 gegn Chicago Bulls. Næstyngsta liðið sem kemst í úrslit OKC liðið í ár er næstyngsta liðið (25,6 ára meðalaldur) sem kemst í úrslit NBA deildarinnar, á eftir meistaraliði Portland Trail Blazers árið 1976 (24,5 ára meðalaldur). The Oklahoma City Thunder are the 2nd youngest team in NBA history to make the NBA Finals in the shot clock era They have an average age of 25.6 years old ⛈️ pic.twitter.com/mMeuP1aoSt— Underdog (@Underdog) May 29, 2025 Úrslitaeinvígið framundan Úrslitaeinvígið hefst fimmtudaginn 5. júní, þar verður OKC með heimavallarrétt og mætir annað hvort Indiana Pacers eða New York Knicks. Fimmti leikurinn í því einvígi fer fram á miðnætti í kvöld, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Pacers eru 3-1 yfir og geta klárað einvígið.
NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira