Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 24. maí 2025 13:30 Þegar ég stóð í pontu á 20 ára afmælisráðstefnu Afstöðu á dögunum, fylltist ég þakklæti og stolti, en líka ábyrgð. Ég sá fyrir mér alla þá sem hafa verið með í þessari vegferð, jafningja sem komu fyrst sem þjónustuþegar, sjálfboðaliða sem hafa staðið vaktina árum saman, fagfólk sem hefur skilið mikilvægi mannúðar, og auðvitað þá sem enn dvelja bak við lás og slá, en hafa samt lyft öðrum upp. Þessi hópur, þetta samfélag, er hjarta Afstöðu. Ráðstefnan okkar var stórkostleg, bæði sem viðburður og sem spegilmynd af því sem við höfum staðið fyrir í tvo áratugi: mannréttindi, jafnræði og raunveruleg breyting sem sprettur innan frá. Við fengum til liðs við okkur áhrifafólk úr stjórnsýslunni og stjórnkerfinu. Inga Sæland, félagsmálaráðherra, kom syngjandi inn með afmælisgjöf frá ríkisstjórninni, mjög táknrænt augnablik. Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, og Páll Winkel (fangelsismálastjóri í leyfi), mættu báðir til leiks og komu mjög sterkt inn með skýrum og manneskjulegum skilaboðum. Það skiptir máli. Við vorum líka nýbúin að taka á móti mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Þessi viðurkenning tilheyrir öllum þeim sem hafa tekið þátt í baráttunni frá stofnun, og ekki síst þeim sem samfélagið hefur oft viljað afskrifa. Þetta er viðurkenning á því að rödd þeirra sem áður voru þaggaðir skiptir máli. En þessi vegferð hófst ekki í ráðuneytum, stofnunum eða á Alþingi. Hún hófst í fangaklefa. Í síma frá Litla hrauni, í bréfum frá börnum sem máttu ekki hitta foreldra sína, í tárum í heimsóknum, í þögn sem þurfti að rjúfa. Við höfum barist fyrir því að reynsla sé ekki hindrun heldur kraftur. Við höfum kallað eftir mannréttindum þar sem þau gleymast, og við höfum reynt að byggja upp samfélag sem horfir á fólk sem manneskjur. Afstaða hefur á þessum árum unnið markvisst að því að: efla samtal milli stjórnvalda og jaðarsettra, styðja við fólk við lok afplánunar, verja rétt barna sem eiga foreldra í fangelsum, og tryggja að rödd þeirra sem hafa afplánað heyrist í stefnumótun. Það er enn verk að vinna. Við sjáum hvernig ákveðin kerfi viðhalda útilokun í stað þess að skapa ný tækifæri. Við sjáum kynslóðir innan fangelsa og við viljum stöðva þá keðju. Því þegar barn heimsækir foreldri sitt í fangelsi, er það ekki brotlegt barn. Það er barn með rétt á tengslum og stuðningi. Það er þar sem næstu 20 ár Afstöðu munu skipta sköpum. Afstaða er ekki bara félag. Hún er hreyfing. Hún fæddist í jaðri samfélagsins, en á erindi inn í hjarta þess. Því samfélag sem getur fyrirgefið, endurmenntað og endurreist er sterkara en samfélag sem refsar og gleymir. Við sem höfum verið innan kerfisins vitum að breytingar byrja þegar einhver segir: „Ég ætla að standa með þér.“ Því bið ég alla sem lesa þetta; standið áfram með okkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags um bætt fangelsismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Félagasamtök Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar ég stóð í pontu á 20 ára afmælisráðstefnu Afstöðu á dögunum, fylltist ég þakklæti og stolti, en líka ábyrgð. Ég sá fyrir mér alla þá sem hafa verið með í þessari vegferð, jafningja sem komu fyrst sem þjónustuþegar, sjálfboðaliða sem hafa staðið vaktina árum saman, fagfólk sem hefur skilið mikilvægi mannúðar, og auðvitað þá sem enn dvelja bak við lás og slá, en hafa samt lyft öðrum upp. Þessi hópur, þetta samfélag, er hjarta Afstöðu. Ráðstefnan okkar var stórkostleg, bæði sem viðburður og sem spegilmynd af því sem við höfum staðið fyrir í tvo áratugi: mannréttindi, jafnræði og raunveruleg breyting sem sprettur innan frá. Við fengum til liðs við okkur áhrifafólk úr stjórnsýslunni og stjórnkerfinu. Inga Sæland, félagsmálaráðherra, kom syngjandi inn með afmælisgjöf frá ríkisstjórninni, mjög táknrænt augnablik. Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, og Páll Winkel (fangelsismálastjóri í leyfi), mættu báðir til leiks og komu mjög sterkt inn með skýrum og manneskjulegum skilaboðum. Það skiptir máli. Við vorum líka nýbúin að taka á móti mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar. Þessi viðurkenning tilheyrir öllum þeim sem hafa tekið þátt í baráttunni frá stofnun, og ekki síst þeim sem samfélagið hefur oft viljað afskrifa. Þetta er viðurkenning á því að rödd þeirra sem áður voru þaggaðir skiptir máli. En þessi vegferð hófst ekki í ráðuneytum, stofnunum eða á Alþingi. Hún hófst í fangaklefa. Í síma frá Litla hrauni, í bréfum frá börnum sem máttu ekki hitta foreldra sína, í tárum í heimsóknum, í þögn sem þurfti að rjúfa. Við höfum barist fyrir því að reynsla sé ekki hindrun heldur kraftur. Við höfum kallað eftir mannréttindum þar sem þau gleymast, og við höfum reynt að byggja upp samfélag sem horfir á fólk sem manneskjur. Afstaða hefur á þessum árum unnið markvisst að því að: efla samtal milli stjórnvalda og jaðarsettra, styðja við fólk við lok afplánunar, verja rétt barna sem eiga foreldra í fangelsum, og tryggja að rödd þeirra sem hafa afplánað heyrist í stefnumótun. Það er enn verk að vinna. Við sjáum hvernig ákveðin kerfi viðhalda útilokun í stað þess að skapa ný tækifæri. Við sjáum kynslóðir innan fangelsa og við viljum stöðva þá keðju. Því þegar barn heimsækir foreldri sitt í fangelsi, er það ekki brotlegt barn. Það er barn með rétt á tengslum og stuðningi. Það er þar sem næstu 20 ár Afstöðu munu skipta sköpum. Afstaða er ekki bara félag. Hún er hreyfing. Hún fæddist í jaðri samfélagsins, en á erindi inn í hjarta þess. Því samfélag sem getur fyrirgefið, endurmenntað og endurreist er sterkara en samfélag sem refsar og gleymir. Við sem höfum verið innan kerfisins vitum að breytingar byrja þegar einhver segir: „Ég ætla að standa með þér.“ Því bið ég alla sem lesa þetta; standið áfram með okkur. Höfundur er formaður Afstöðu, félags um bætt fangelsismál.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun