Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. maí 2025 13:08 Szonja Szöke og Khalil Chaouachi trúlofuðu sig síðasta haust og munu bæði leika með liðum FH á næsta tímabili. Khalil Chaouachi og sambýliskona hans Szonja Szöke munu leika með handboltaliðum FH næstu þrjú árin. Khalil er 23 ára línumaður en Szonja tvítugur markmaður. Félagið mun hjálpa þeim að aðlagast nýju landi og nýjum handbolta. Tilkynnt var í morgun, mánuði eftir að Sonja samdi, að Khalil hafi einnig skrifað undir þriggja ára samning við FH í Olís deild karla. Hann er „stór og kraftmikill línumaður frá Túnis“ fæddur árið 2002. Undanfarin ár hefur hann leikið í heimalandinu en einnig í Ungverjalandi og síðast spilaði hann með KH Bea Famgas í Kósovó, þar sem hann meðal annars skoraði fjögur mörk í Evrópubikarnum síðasta haust. Sambýliskonan skrifaði undir fyrir mánuði síðan Sambýliskona Khalil, Szonja Szöke, gerði samning við FH, sem leikur í næstefstu deild, fyrir tæpum mánuði síðan. Einnig til þriggja ára. Hún er tvítugur markmaður sem hefur „þrátt fyrir ungan aldur spilað síðastliðin tvö tímabil með liði MTK í efstu deild Ungverjalands og auk þess hefur hún verið viðloðandi yngri landslið Ungverjalands sem meðal annars vann til gullverðlauna á Evrópumóti U19 ára landsliða árið 2023.“ Trúlofuðust í haust Parið bjó í sitt hvoru landinu á síðasta tímabili, þegar Sonja lék í Ungverjalandi en Khalil í Kósovó. Þau munu nú sameinast í faðmi FH fjölskyldunnar. Svo er aldrei að vita nema giftingaveisla þeirra verði haldin í Kaplakrika, en Khalil og Sonja trúlofuðu sig síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by Szonja Szőke (@szonja.szoke) FH fjölskyldan hjálpar við aðlögun „Við erum virkilega spennt að taka á móti Chaouachi og Szonja Szöke inn í FH-fjölskylduna… Við munum gera allt í okkar valdi til að hjálpa Szöke og Chaouachi til að aðlagast nýju landi og nýjum handbolta" sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, eftir undirskriftina. Olís-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Tilkynnt var í morgun, mánuði eftir að Sonja samdi, að Khalil hafi einnig skrifað undir þriggja ára samning við FH í Olís deild karla. Hann er „stór og kraftmikill línumaður frá Túnis“ fæddur árið 2002. Undanfarin ár hefur hann leikið í heimalandinu en einnig í Ungverjalandi og síðast spilaði hann með KH Bea Famgas í Kósovó, þar sem hann meðal annars skoraði fjögur mörk í Evrópubikarnum síðasta haust. Sambýliskonan skrifaði undir fyrir mánuði síðan Sambýliskona Khalil, Szonja Szöke, gerði samning við FH, sem leikur í næstefstu deild, fyrir tæpum mánuði síðan. Einnig til þriggja ára. Hún er tvítugur markmaður sem hefur „þrátt fyrir ungan aldur spilað síðastliðin tvö tímabil með liði MTK í efstu deild Ungverjalands og auk þess hefur hún verið viðloðandi yngri landslið Ungverjalands sem meðal annars vann til gullverðlauna á Evrópumóti U19 ára landsliða árið 2023.“ Trúlofuðust í haust Parið bjó í sitt hvoru landinu á síðasta tímabili, þegar Sonja lék í Ungverjalandi en Khalil í Kósovó. Þau munu nú sameinast í faðmi FH fjölskyldunnar. Svo er aldrei að vita nema giftingaveisla þeirra verði haldin í Kaplakrika, en Khalil og Sonja trúlofuðu sig síðasta haust. View this post on Instagram A post shared by Szonja Szőke (@szonja.szoke) FH fjölskyldan hjálpar við aðlögun „Við erum virkilega spennt að taka á móti Chaouachi og Szonja Szöke inn í FH-fjölskylduna… Við munum gera allt í okkar valdi til að hjálpa Szöke og Chaouachi til að aðlagast nýju landi og nýjum handbolta" sagði Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður handknattleiksdeildar FH, eftir undirskriftina.
Olís-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira