Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. maí 2025 09:32 Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild. Hagsmunasamtök þeirra lýstu sig alfarið andvíg breytingunum og töldu þær leiða til lakari þjónustu og draga úr öryggi, bæði fyrir farþega og ökumenn. Það er mitt mat að síðan lögin tóku gildi hafi komið fram verulegir ágallar. Afnám gjaldmælaskyldu við fyrirfram samið verð hefur gert það að verkum að dæmi eru um ósanngjarna og óhóflega verðlagningu, einkum gagnvart ferðamönnum. Þá hefur skortur á eftirliti og möguleikinn á að starfa án tengsla við stöð skapað öryggisáhættu fyrir farþega. Leigubifreiðastjórar hafa sjálfir lýst yfir þungum áhyggjum af versnandi starfsumhverfi og afkomu. Forsenda traustrar þjónustu er að leigubifreiðastjórar geti haft lifibrauð af atvinnu sinni. Ég taldi því nauðsynlegt að bregðast við ástandinu á leigubifreiðamarkaði strax á vorþingi og mælti í vikunni fyrir frumvarpi um fyrstu heildarendurskoðun laganna. Með frumvarpinu er lagt til að felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án sérstaks starfsleyfis fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Í einföldu máli þýðir það að leigubifreiðastjórar þurfa að vera skráðir hjá viðurkenndri leigubifreiðastöð sem veitir starfseminni aðhald. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi farþega, eðlilega verðlagningu og skilvirkt eftirlit með þjónustunni. Leitast er við að gæta meðalhófs og beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum. Leigubifreiðastöðvar munu einnig safna og geyma upplýsingar úr rafrænni skrá um allar ferðir, þar með talið um upphafs- og endastöð og staðsetningu bifreiðarinnar meðan á ferð stendur. Skylda til varðveislu gagna í 60 daga flyst alfarið til stöðvarinnar. Auk þess verður kveðið á um árlega úttekt stafrænna kerfa til að tryggja öryggi og gæði gagna. Þá verður stöðvunum gert að bjóða farveg fyrir kvartanir farþega. Leyfishöfum ber jafnframt að upplýsa og leiðbeina farþegum um rétt sinn til að kvarta til stöðvar og annarra viðeigandi stjórnvalda. Leigubifreiðastöð ber einnig að tilkynna stjórnvöldum hafi hún grun um að leyfishafi fari ekki að lögum. Breytingarnar munu styrkja rétt farþega, tryggja sanngjarna verðlagningu og stuðla að auknu öryggi. Jafnframt verður auðveldara fyrir stjórnvöld og lögreglu að hafa skilvirkt eftirlit með þjónustunni og rannsaka mál sem koma upp. Um er að ræða fyrsta áfanga í þeirri vegferð að endurheimta traust almennings til leigubifreiðaþjónustu og bæta starfsumhverfi leigubifreiðastjóra. Höfundur er innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Leigubílar Alþingi Samgöngur Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þann 1. apríl 2023 tóku gildi ný heildarlög um leigubifreiðaakstur. Með þeim voru fjöldatakmarkanir á útgáfu starfsleyfa afnumdar og sömuleiðis stöðvaskylda og gjaldmælaskylda við fyrirfram samið verð. Í aðdraganda breytinganna var ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða leigubifreiðastjóra og stéttarinnar í heild. Hagsmunasamtök þeirra lýstu sig alfarið andvíg breytingunum og töldu þær leiða til lakari þjónustu og draga úr öryggi, bæði fyrir farþega og ökumenn. Það er mitt mat að síðan lögin tóku gildi hafi komið fram verulegir ágallar. Afnám gjaldmælaskyldu við fyrirfram samið verð hefur gert það að verkum að dæmi eru um ósanngjarna og óhóflega verðlagningu, einkum gagnvart ferðamönnum. Þá hefur skortur á eftirliti og möguleikinn á að starfa án tengsla við stöð skapað öryggisáhættu fyrir farþega. Leigubifreiðastjórar hafa sjálfir lýst yfir þungum áhyggjum af versnandi starfsumhverfi og afkomu. Forsenda traustrar þjónustu er að leigubifreiðastjórar geti haft lifibrauð af atvinnu sinni. Ég taldi því nauðsynlegt að bregðast við ástandinu á leigubifreiðamarkaði strax á vorþingi og mælti í vikunni fyrir frumvarpi um fyrstu heildarendurskoðun laganna. Með frumvarpinu er lagt til að felld verði brott heimild rekstrarleyfishafa til að reka leigubifreiðastöð án sérstaks starfsleyfis fyrir rekstur slíkrar stöðvar. Í einföldu máli þýðir það að leigubifreiðastjórar þurfa að vera skráðir hjá viðurkenndri leigubifreiðastöð sem veitir starfseminni aðhald. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja öryggi farþega, eðlilega verðlagningu og skilvirkt eftirlit með þjónustunni. Leitast er við að gæta meðalhófs og beita vægustu úrræðum til að ná þeim markmiðum. Leigubifreiðastöðvar munu einnig safna og geyma upplýsingar úr rafrænni skrá um allar ferðir, þar með talið um upphafs- og endastöð og staðsetningu bifreiðarinnar meðan á ferð stendur. Skylda til varðveislu gagna í 60 daga flyst alfarið til stöðvarinnar. Auk þess verður kveðið á um árlega úttekt stafrænna kerfa til að tryggja öryggi og gæði gagna. Þá verður stöðvunum gert að bjóða farveg fyrir kvartanir farþega. Leyfishöfum ber jafnframt að upplýsa og leiðbeina farþegum um rétt sinn til að kvarta til stöðvar og annarra viðeigandi stjórnvalda. Leigubifreiðastöð ber einnig að tilkynna stjórnvöldum hafi hún grun um að leyfishafi fari ekki að lögum. Breytingarnar munu styrkja rétt farþega, tryggja sanngjarna verðlagningu og stuðla að auknu öryggi. Jafnframt verður auðveldara fyrir stjórnvöld og lögreglu að hafa skilvirkt eftirlit með þjónustunni og rannsaka mál sem koma upp. Um er að ræða fyrsta áfanga í þeirri vegferð að endurheimta traust almennings til leigubifreiðaþjónustu og bæta starfsumhverfi leigubifreiðastjóra. Höfundur er innviðaráðherra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun