Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar 21. maí 2025 12:33 Mannkynssagan virðist gerast frammi fyrir augum okkar þessa dagana og víða má sjá veðrabrigði í lofti. Vopnuð átök, vígbúnaðarkapphlaup, tollastríð, kaldrifjuð stórveldapólitík og óvissa um leikreglur og fjármögnun stofnana sem stýrt hafa alþjóðamálum, þróun og mannúð í áttatíu ár. Reynt er að taka baráttuna við loftslagsbreytingar af dagskrá þó hamfarahlýnun sé áfram í óheftum vexti og sjúkdómar sem áður var haldið í skefjum með reglubundnum bólusetningum eru komnir aftur á stjá. Þessi heimsmynd ætti að vera bönnuð börnum. Ef einungis að það væri hægt. Ákvarðanir sem fullorðið fólk mun taka – eða ekki þora að taka – til að takast á við þessar risavöxnu og manngerðu áskoranir munu hafa bein áhrif á börn dagsins í dag og kynslóðir sem á eftir koma. Réttindi hundruð milljóna barna um allan heim til lífs og þroska, öryggis, menntunar, næringar, fjölskyldu, leiks og hvíldar hanga á hnífsegg stórra ákvarðana sem taldar eru skilyrtar af öðru en réttindum barna. Þriðja grein Barnasáttmálans segir engu að síður að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eigi þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Ef bestu hagsmunir barna lægju til grundvallar ákvörðunum valdhafa, gæti þá niðurstaðan mögulega breyst þegar fjallað er um ... ... vopnakaup, hernaðaruppbyggingu og átök? ... mikilvægi þróunarsamvinnu? ... tollamál? ... fjárfestingar í orkugjöfum? ... fjárfestingar í menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu? Í bölmóði heimsfréttanna þá megum við ekki gleyma því að það er önnur og merkilegri frásögn í boði. Því þegar stórhuga fólk þorir að taka ákvarðanir um heildarhag og að forgangsraða réttindum barna þá getum við fært fjöll. Á síðustu 50 árum hafa bólusetningar bjargað lífi 146 milljóna barna, sem er 40% af fækkun ungbarnadauða á tímabilinu. Bara á síðustu 25 árum höfum við helmingað fjölda barna sem lifa ekki 5 ára afmælisdaginn sinn og dregið úr rýrnun (alvarlegri vannæringu) um þriðjung. Á sama tíma hefur fjöldi stúlkna sem fæða barn á aldrinum 15-19 ára minnkað um helming. Á einu ári, 2023, var hægt að tryggja 40 milljónum barna og ungmenna (helmingur þeirra stúlkur) menntun, þar með talið 17 milljónum barna í neyðaraðstæðum. Fleiri börn njóta lífs og þroska, menntunar og barnæsku en nokkru sinni fyrr! UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur einstakt umboð frá öllum þjóðum heimsins til að tryggja réttindi barna – allra barna. Þegar aðrir líta undan áskorunum og stórum ákvörðunum um framtíðina þá horfum við áfram. Við vitum hvað er í húfi, við þekkjum lausnirnar og við kunnum að ná árangri í öflugu samstarfi við ótal, ómetanlega samstarfsaðila. Saman erum við sterkari. Súrefnið í starf UNICEF er fjármagn og þekking á réttindum barna. Þar leikur landsnefnd UNICEF á Íslandi gríðarlega mikilvægt hlutverk því hún auðveldar tugum þúsunda einstaklinga og fjölda fyrirtækja að styðja fjárhagslega við verkefni UNICEF og starfsemin tryggir jafnframt fræðslu og aðgerðir á grunni Barnasáttmálans í tugum skólastofnana og sveitarfélaga. Í ársskýrslu UNICEF á Íslandi sem kom út í dag í tilefni ársfundar landsnefndarinnar fögnum við þeim mikla árangri sem náðist í fjáröflun, fræðslu og réttindum barna á síðasta ári, sem jafnframt var 20. starfsár landsnefndarinnar. Þrátt fyrir margar áskoranir þá er mörgu að fagna og við horfum ótrauð áfram – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mannkynssagan virðist gerast frammi fyrir augum okkar þessa dagana og víða má sjá veðrabrigði í lofti. Vopnuð átök, vígbúnaðarkapphlaup, tollastríð, kaldrifjuð stórveldapólitík og óvissa um leikreglur og fjármögnun stofnana sem stýrt hafa alþjóðamálum, þróun og mannúð í áttatíu ár. Reynt er að taka baráttuna við loftslagsbreytingar af dagskrá þó hamfarahlýnun sé áfram í óheftum vexti og sjúkdómar sem áður var haldið í skefjum með reglubundnum bólusetningum eru komnir aftur á stjá. Þessi heimsmynd ætti að vera bönnuð börnum. Ef einungis að það væri hægt. Ákvarðanir sem fullorðið fólk mun taka – eða ekki þora að taka – til að takast á við þessar risavöxnu og manngerðu áskoranir munu hafa bein áhrif á börn dagsins í dag og kynslóðir sem á eftir koma. Réttindi hundruð milljóna barna um allan heim til lífs og þroska, öryggis, menntunar, næringar, fjölskyldu, leiks og hvíldar hanga á hnífsegg stórra ákvarðana sem taldar eru skilyrtar af öðru en réttindum barna. Þriðja grein Barnasáttmálans segir engu að síður að þegar fullorðnir taka ákvarðanir eigi þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Ef bestu hagsmunir barna lægju til grundvallar ákvörðunum valdhafa, gæti þá niðurstaðan mögulega breyst þegar fjallað er um ... ... vopnakaup, hernaðaruppbyggingu og átök? ... mikilvægi þróunarsamvinnu? ... tollamál? ... fjárfestingar í orkugjöfum? ... fjárfestingar í menntun, félags- og heilbrigðisþjónustu? Í bölmóði heimsfréttanna þá megum við ekki gleyma því að það er önnur og merkilegri frásögn í boði. Því þegar stórhuga fólk þorir að taka ákvarðanir um heildarhag og að forgangsraða réttindum barna þá getum við fært fjöll. Á síðustu 50 árum hafa bólusetningar bjargað lífi 146 milljóna barna, sem er 40% af fækkun ungbarnadauða á tímabilinu. Bara á síðustu 25 árum höfum við helmingað fjölda barna sem lifa ekki 5 ára afmælisdaginn sinn og dregið úr rýrnun (alvarlegri vannæringu) um þriðjung. Á sama tíma hefur fjöldi stúlkna sem fæða barn á aldrinum 15-19 ára minnkað um helming. Á einu ári, 2023, var hægt að tryggja 40 milljónum barna og ungmenna (helmingur þeirra stúlkur) menntun, þar með talið 17 milljónum barna í neyðaraðstæðum. Fleiri börn njóta lífs og þroska, menntunar og barnæsku en nokkru sinni fyrr! UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hefur einstakt umboð frá öllum þjóðum heimsins til að tryggja réttindi barna – allra barna. Þegar aðrir líta undan áskorunum og stórum ákvörðunum um framtíðina þá horfum við áfram. Við vitum hvað er í húfi, við þekkjum lausnirnar og við kunnum að ná árangri í öflugu samstarfi við ótal, ómetanlega samstarfsaðila. Saman erum við sterkari. Súrefnið í starf UNICEF er fjármagn og þekking á réttindum barna. Þar leikur landsnefnd UNICEF á Íslandi gríðarlega mikilvægt hlutverk því hún auðveldar tugum þúsunda einstaklinga og fjölda fyrirtækja að styðja fjárhagslega við verkefni UNICEF og starfsemin tryggir jafnframt fræðslu og aðgerðir á grunni Barnasáttmálans í tugum skólastofnana og sveitarfélaga. Í ársskýrslu UNICEF á Íslandi sem kom út í dag í tilefni ársfundar landsnefndarinnar fögnum við þeim mikla árangri sem náðist í fjáröflun, fræðslu og réttindum barna á síðasta ári, sem jafnframt var 20. starfsár landsnefndarinnar. Þrátt fyrir margar áskoranir þá er mörgu að fagna og við horfum ótrauð áfram – fyrir öll börn. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun