Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 06:00 Mjög skemmtilegar aðstæður skapast gjarnan þegar ég vísa í upplýsingar frá Evrópusambandinu í greinarskrifum mínum og eitilharðir Evrópusambandssinnar eins og Ole Anton Bieltvedt bregðast við með því að segja þær rangar og jafnvel helbera lygi eins og hann gerði í grein á Vísi fyrr í vikunni. Fyrir það fyrsta ættu Ole og aðrir Evrópusambandssinnar vitanlega að þekkja gögn Evrópusambandsins öðrum betur, þeir eru jú að reyna að selja okkur hinum að rétt sé að ganga þar inn. Í annan stað geta það varla talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka upplýsingar sem koma þaðan. Tilefni skrifa Oles Antons er grein sem ég ritaði á Vísi síðastliðinn sunnudag þar sem ég benti á það að gefnu tilefni að kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Fræðast mætti einfaldlega um þetta á vefsíðum sambandsins. Fremur einföld reiknidæmi er um að ræða sem alþjóðlegur kaupsýslumaður og samfélagsrýnir eins og Ole Anton titlar sig gjarnan ætti alveg að ráða við. Sex þingmenn eru um 0,8% af þeim vel yfir 700 sem sitja á þingi sambandsins í heild. Það hlutfall af þeim 63 þingmönnum sem sæti eiga á Alþingi er 0,5 eða hálfur þingmaður. Hvað ráðherraráð Evrópusambandsins varðar er við ákvarðanatökur í langflestum tilfellum alfarið miðað við íbúafjölda ríkja sambandsins sem hlutfall af heildaríbúafjölda þess. Það þýddi að vægi Íslands í ráðinu yrði einungis 0,08% en það hlutfall á Alþingi þýddi 5% af alþingismanni. Hins vegar kýs Ole Anton að vísa til þess að Roberta Metsola, þingmaður frá Möltu, sé forseti þings Evrópusambandsins. Það er hún vissulega en ekki sem fulltrúi heimalands síns eins og hann vill meina heldur þingflokksins sem hún tilheyrir. Ole Anton nefnir einnig framkvæmdastjórn sambandsins en þeir sem þar sitja eru að sama skapi ekki fulltrúar heimalanda sinna enda óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmála þess að ganga erinda þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn Evrópusambandsins. Þetta hef ég áður bent honum á en engu að síður kýs hann ítrekað að fara áfram með sömu rangfærslurnar. Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins, eins og ég benti á í grein minni, og það jafnvel þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið annars vegar. Tók ég dæmi af reynslu bæði Dana og Íra í þeim efnum. Til dæmis þegar Írar þurftu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyjar sem fór gegn írskum hagsmunum eftir að hafa barizt gegn honum í ráðinu en orðið undir. Formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, sagði af því tilefni að Írar væru aðeins lítill fiskur. Stóru ríkin réðu ferðinni. Við samningaborðið um makrílinn áttu Færeyjar, sem ekki eru fullvalda ríki, sæti en hins vegar ekki Írland. Þar sat hins vegar fulltrúi Evrópusambandsins sem gætti sem áður segir ekki hagsmuna Íra. Innan sambandsins hefðum við Íslendingar ekki veitt sporð af makríl á Íslandsmiðum sem var krafa ráðamanna í Brussel. Valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar og flestum öðrum málaflokkum væri þá enda í höndum þeirra og vægi okkar færi allajafna eftir íbúafjölda landsins sem fyrr segir. Að sama skapi hefðum við aldrei getað varizt í Icesave-málinu. Það gátum við vegna þess að við höfðum valdið til þess. Hins vegar er ég sammála Ole Antoni um það að ekki sé ásættanlegt að þurfa að taka upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn án þess að hafa mikið um það að segja. Innan sambandsins myndi það sem fyrr segir lítið breytast í raun nema að því leyti að þá yrðu miklu fleiri málaflokkar undir. Farið yrði með öðrum orðum úr öskunni í eldinn. Lausnin er að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunasamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands án þess að nokkuð færi á hliðina og meira að segja formaður Viðreisnar hefur viðurkennt að sé góður samningur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Viðreisn Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mjög skemmtilegar aðstæður skapast gjarnan þegar ég vísa í upplýsingar frá Evrópusambandinu í greinarskrifum mínum og eitilharðir Evrópusambandssinnar eins og Ole Anton Bieltvedt bregðast við með því að segja þær rangar og jafnvel helbera lygi eins og hann gerði í grein á Vísi fyrr í vikunni. Fyrir það fyrsta ættu Ole og aðrir Evrópusambandssinnar vitanlega að þekkja gögn Evrópusambandsins öðrum betur, þeir eru jú að reyna að selja okkur hinum að rétt sé að ganga þar inn. Í annan stað geta það varla talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka upplýsingar sem koma þaðan. Tilefni skrifa Oles Antons er grein sem ég ritaði á Vísi síðastliðinn sunnudag þar sem ég benti á það að gefnu tilefni að kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Fræðast mætti einfaldlega um þetta á vefsíðum sambandsins. Fremur einföld reiknidæmi er um að ræða sem alþjóðlegur kaupsýslumaður og samfélagsrýnir eins og Ole Anton titlar sig gjarnan ætti alveg að ráða við. Sex þingmenn eru um 0,8% af þeim vel yfir 700 sem sitja á þingi sambandsins í heild. Það hlutfall af þeim 63 þingmönnum sem sæti eiga á Alþingi er 0,5 eða hálfur þingmaður. Hvað ráðherraráð Evrópusambandsins varðar er við ákvarðanatökur í langflestum tilfellum alfarið miðað við íbúafjölda ríkja sambandsins sem hlutfall af heildaríbúafjölda þess. Það þýddi að vægi Íslands í ráðinu yrði einungis 0,08% en það hlutfall á Alþingi þýddi 5% af alþingismanni. Hins vegar kýs Ole Anton að vísa til þess að Roberta Metsola, þingmaður frá Möltu, sé forseti þings Evrópusambandsins. Það er hún vissulega en ekki sem fulltrúi heimalands síns eins og hann vill meina heldur þingflokksins sem hún tilheyrir. Ole Anton nefnir einnig framkvæmdastjórn sambandsins en þeir sem þar sitja eru að sama skapi ekki fulltrúar heimalanda sinna enda óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmála þess að ganga erinda þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn Evrópusambandsins. Þetta hef ég áður bent honum á en engu að síður kýs hann ítrekað að fara áfram með sömu rangfærslurnar. Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins, eins og ég benti á í grein minni, og það jafnvel þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið annars vegar. Tók ég dæmi af reynslu bæði Dana og Íra í þeim efnum. Til dæmis þegar Írar þurftu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyjar sem fór gegn írskum hagsmunum eftir að hafa barizt gegn honum í ráðinu en orðið undir. Formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, sagði af því tilefni að Írar væru aðeins lítill fiskur. Stóru ríkin réðu ferðinni. Við samningaborðið um makrílinn áttu Færeyjar, sem ekki eru fullvalda ríki, sæti en hins vegar ekki Írland. Þar sat hins vegar fulltrúi Evrópusambandsins sem gætti sem áður segir ekki hagsmuna Íra. Innan sambandsins hefðum við Íslendingar ekki veitt sporð af makríl á Íslandsmiðum sem var krafa ráðamanna í Brussel. Valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar og flestum öðrum málaflokkum væri þá enda í höndum þeirra og vægi okkar færi allajafna eftir íbúafjölda landsins sem fyrr segir. Að sama skapi hefðum við aldrei getað varizt í Icesave-málinu. Það gátum við vegna þess að við höfðum valdið til þess. Hins vegar er ég sammála Ole Antoni um það að ekki sé ásættanlegt að þurfa að taka upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn án þess að hafa mikið um það að segja. Innan sambandsins myndi það sem fyrr segir lítið breytast í raun nema að því leyti að þá yrðu miklu fleiri málaflokkar undir. Farið yrði með öðrum orðum úr öskunni í eldinn. Lausnin er að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunasamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands án þess að nokkuð færi á hliðina og meira að segja formaður Viðreisnar hefur viðurkennt að sé góður samningur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun