„Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Kári Mímisson skrifar 19. maí 2025 22:37 Einar Jónsson íbygginn á svip á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram var hreinlega bara ekki búinn að meðtaka sigur liðsins á Val nú í kvöld þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. „Þetta er náttúrulega bara geggjað, við höfum upplifað þá nokkra svona í vetur. Aðalatriðið í dag er að við stóðum uppi sem sigurvegarar og ég er ógeðslega ánægður með okkur. Við erum 2-0 yfir í einvíginu en hefðum líka alveg getað verið 2-0 undir. Þetta eru bara tvö jöfn lið og við höfum náð að klára þessa leiki á lokametrunum í báðum þessum leikjum. Mér þykir þetta reyndar vera alveg stórkostlegt afrek að vinna hér í kvöld, auðvitað bjóst maður ekki við því að vera tvö núll yfir en það er bara staðan og við erum ánægðir með það.“ Spurður út í leik liðsins svarar Einar að liðið hafi leikið mjög vel í seinni hálfleik og hrósar vörn og Markvörslu sérstaklega. „Eiginlega allur seinni hálfleikur er bara frábær hjá okkur. Breki kemur hrikalega flottur í markið og Arnór var frábær í fyrri hálfleik. Vörnin var svo alveg geggjuð í seinni hálfleik. Við vorum bara drullu góðir eiginlega bara allan seinni hálfleikinn. Bjöggi ver tvö eða þrjú dauðafæri í lokin og heldur þeim bara inni í leiknum með því. Við vorum bara frábærir held ég. Segir Einar sem er greinilega enn að jafna sig á þessu glæsilega sigri.“ En hvernig voru taugarnar þarna í lokin? „Þetta er bara eins og venjulega en ég var þannig séð bara rólegur. Mér þykir eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik. Ef að við hefðum tapað þá hefðum við bara tapað og næsti leikur. Við gerðum allt sem að við gátum og uppskárum eftir því sem betur fer.“ Nú er það næsta að undirbúa liðið fyrir leik þar sem með sigri þá getur liðið orðið Íslandsmeistari, hversu erfitt verkefni verður það að ná að halda mönnum á jörðinni? „Ég held að verkefni hjá Val sé miklu erfiðara heldur en okkar verkefni. Þannig að við förum inn í þann leik með sama hætti og við höfum gert. Við munum bara einbeita okkur að því sem er að gerast inn á vellinum og ef við vinnum þann leik þá erum við Íslandsmeistarar og þá er það auðvitað bara geggjað. Ef ég á að vera hreinskilinn þá bara veit ég ekki neitt hversu erfitt það verður. Þetta er bara næsti leikur og áfram gakk.“ Theodór Sigurðsson skoraði ótrúlegt mark á loka andartökum fyrri hálfleiks. Valur var í sókn og tóku skot þegar örfáar sekúndur voru eftir sem vörn Fram tók. Boltinn barst langt aftur á völlinn og Theodór var vel vakandi og náði boltanum á undan Björgvini Pál sem hafði farið að bekkjunum og eftirleikurinn auðveldur. „Þetta er náttúrulega markið sem skilur liðin að. Mér fannst þetta bara geðveikt hjá honum enda hljóp ég hérna inn á eftir þetta. Ég er nú ekki vanur því að hlaupa inn á völlinn og fagna mikið. Það eru svona atriði sem skilja oft á milli. Hann elti þennan bolta á meðan einhverjir hefðu ekki elt hann og farið beint í seinni hálfleik. Allt svona telur og þetta er hluti af því sem við höfum verið að tala um í vetur að við viljum standa fyrir að svona atvik geta oft skilið á milli og að einhverju leiti þá gerði það það í kvöld.“ Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina „Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. 19. maí 2025 15:02 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara geggjað, við höfum upplifað þá nokkra svona í vetur. Aðalatriðið í dag er að við stóðum uppi sem sigurvegarar og ég er ógeðslega ánægður með okkur. Við erum 2-0 yfir í einvíginu en hefðum líka alveg getað verið 2-0 undir. Þetta eru bara tvö jöfn lið og við höfum náð að klára þessa leiki á lokametrunum í báðum þessum leikjum. Mér þykir þetta reyndar vera alveg stórkostlegt afrek að vinna hér í kvöld, auðvitað bjóst maður ekki við því að vera tvö núll yfir en það er bara staðan og við erum ánægðir með það.“ Spurður út í leik liðsins svarar Einar að liðið hafi leikið mjög vel í seinni hálfleik og hrósar vörn og Markvörslu sérstaklega. „Eiginlega allur seinni hálfleikur er bara frábær hjá okkur. Breki kemur hrikalega flottur í markið og Arnór var frábær í fyrri hálfleik. Vörnin var svo alveg geggjuð í seinni hálfleik. Við vorum bara drullu góðir eiginlega bara allan seinni hálfleikinn. Bjöggi ver tvö eða þrjú dauðafæri í lokin og heldur þeim bara inni í leiknum með því. Við vorum bara frábærir held ég. Segir Einar sem er greinilega enn að jafna sig á þessu glæsilega sigri.“ En hvernig voru taugarnar þarna í lokin? „Þetta er bara eins og venjulega en ég var þannig séð bara rólegur. Mér þykir eiginlega ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik. Ef að við hefðum tapað þá hefðum við bara tapað og næsti leikur. Við gerðum allt sem að við gátum og uppskárum eftir því sem betur fer.“ Nú er það næsta að undirbúa liðið fyrir leik þar sem með sigri þá getur liðið orðið Íslandsmeistari, hversu erfitt verkefni verður það að ná að halda mönnum á jörðinni? „Ég held að verkefni hjá Val sé miklu erfiðara heldur en okkar verkefni. Þannig að við förum inn í þann leik með sama hætti og við höfum gert. Við munum bara einbeita okkur að því sem er að gerast inn á vellinum og ef við vinnum þann leik þá erum við Íslandsmeistarar og þá er það auðvitað bara geggjað. Ef ég á að vera hreinskilinn þá bara veit ég ekki neitt hversu erfitt það verður. Þetta er bara næsti leikur og áfram gakk.“ Theodór Sigurðsson skoraði ótrúlegt mark á loka andartökum fyrri hálfleiks. Valur var í sókn og tóku skot þegar örfáar sekúndur voru eftir sem vörn Fram tók. Boltinn barst langt aftur á völlinn og Theodór var vel vakandi og náði boltanum á undan Björgvini Pál sem hafði farið að bekkjunum og eftirleikurinn auðveldur. „Þetta er náttúrulega markið sem skilur liðin að. Mér fannst þetta bara geðveikt hjá honum enda hljóp ég hérna inn á eftir þetta. Ég er nú ekki vanur því að hlaupa inn á völlinn og fagna mikið. Það eru svona atriði sem skilja oft á milli. Hann elti þennan bolta á meðan einhverjir hefðu ekki elt hann og farið beint í seinni hálfleik. Allt svona telur og þetta er hluti af því sem við höfum verið að tala um í vetur að við viljum standa fyrir að svona atvik geta oft skilið á milli og að einhverju leiti þá gerði það það í kvöld.“
Handbolti Fram Olís-deild karla Tengdar fréttir Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina „Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. 19. maí 2025 15:02 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina „Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. 19. maí 2025 15:02