Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2025 07:30 Nokkrum klukkustundum eftir framlengdan oddaleik sem tryggði Haukum Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta var fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir mætt til að sinna sinni vinnu sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International. Vísir/Samsett mynd „Maður hefur fleiri skyldum að gegna en á körfuboltavellinum,“ segir Þóra Kristín, fyrirliði Hauka sem varð í gær Íslandsmeistari með sínu liði, fagnaði því vel í kjölfarið og var svo mætt í hina vinnuna sína nokkrum klukkustundum síðar. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við á hennar ferli í boltanum en hjá Haukum líður henni vel. Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur fór alla leið í framlengingu og var frábær auglýsing fyrir íslenskan körfubolta. Þóra Kristín lyfti þar Íslandsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum í liði Hauka en eins og segir í lagi hjá hljómsveitinni Nýdönsk var djammað fram á nótt í kjölfarið en svo þurfti að mæta í vinnu daginn eftir. Skilin gerast vart skarpari? „Nei maður hefur skyldur á fleiri vígstöðvum heldur en á körfuboltavellinum. Ég mætti nú aðeins seinna til vinnu heldur en venjulega en gaman að koma hingað, þau mættu mörg hér á leikinn í og því gaman að hitta á þau og geta fagnað líka með þeim.“ Þóra Kristín starfar sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International, fyrirtæki sem hannar verksmiðjur sem binda koltvísýring í eldsneyti. Nærðu að halda einbeitingu hérna svona stuttu eftir að hafa tekið þátt í þessari geðveiki sem oddaleikurinn var? „Já en auðvitað er þetta erfitt, maður er á einhverju skýi, leyfir sér að vera þar í dag og mögulega eitthvað smá á morgun en svo þarf maður að fara sinna því sem að maður á að sinna.“ Lífið heldur áfram þrátt fyrir að maður sé Íslandsmeistari? „Já þetta er kannski heldur ekkert stærsti titillinn sem maður eignast í lífinu en auðvitað gaman. Maður þarf að sinna öðrum hlutum líka.“ Fagnaðarlátunum ekki lokið hjá Þóru og hennar liðsfélögum, framundan lokahóf og skemmtidagskrá um helgina. „Við fögnuðum vel eftir að hafa unnið og svo tekur bara við áframhaldandi fögnuður í dag og eitthvað um helgina. Skemmtileg vika framundan.“ Engar samningaviðræður hafnar Farsælu tímabili lokið en óvíst á þessari stundu hvað tekur við hjá Þóru Kristínu í boltanum. Hún skrifaði undir samning við Hauka í júlí árið 2023 sem er að renna sitt skeið. „Ég hef ekki farið í samningaviðræður við Hauka eða önnur félög. Mér líður vel á Ásvöllum, Haukar er mitt félag, sjáum hvað setur.“ Fyrir komuna aftur til Hauka hafði hún gert vel í Danmörku, orðið þar danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari. Þú ert ekkert á leiðinni aftur út? „Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki með nein tilboð á borðinu eins og er en skoða það ef það kemur.“ Bónus-deild kvenna Haukar Körfubolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur fór alla leið í framlengingu og var frábær auglýsing fyrir íslenskan körfubolta. Þóra Kristín lyfti þar Íslandsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum í liði Hauka en eins og segir í lagi hjá hljómsveitinni Nýdönsk var djammað fram á nótt í kjölfarið en svo þurfti að mæta í vinnu daginn eftir. Skilin gerast vart skarpari? „Nei maður hefur skyldur á fleiri vígstöðvum heldur en á körfuboltavellinum. Ég mætti nú aðeins seinna til vinnu heldur en venjulega en gaman að koma hingað, þau mættu mörg hér á leikinn í og því gaman að hitta á þau og geta fagnað líka með þeim.“ Þóra Kristín starfar sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International, fyrirtæki sem hannar verksmiðjur sem binda koltvísýring í eldsneyti. Nærðu að halda einbeitingu hérna svona stuttu eftir að hafa tekið þátt í þessari geðveiki sem oddaleikurinn var? „Já en auðvitað er þetta erfitt, maður er á einhverju skýi, leyfir sér að vera þar í dag og mögulega eitthvað smá á morgun en svo þarf maður að fara sinna því sem að maður á að sinna.“ Lífið heldur áfram þrátt fyrir að maður sé Íslandsmeistari? „Já þetta er kannski heldur ekkert stærsti titillinn sem maður eignast í lífinu en auðvitað gaman. Maður þarf að sinna öðrum hlutum líka.“ Fagnaðarlátunum ekki lokið hjá Þóru og hennar liðsfélögum, framundan lokahóf og skemmtidagskrá um helgina. „Við fögnuðum vel eftir að hafa unnið og svo tekur bara við áframhaldandi fögnuður í dag og eitthvað um helgina. Skemmtileg vika framundan.“ Engar samningaviðræður hafnar Farsælu tímabili lokið en óvíst á þessari stundu hvað tekur við hjá Þóru Kristínu í boltanum. Hún skrifaði undir samning við Hauka í júlí árið 2023 sem er að renna sitt skeið. „Ég hef ekki farið í samningaviðræður við Hauka eða önnur félög. Mér líður vel á Ásvöllum, Haukar er mitt félag, sjáum hvað setur.“ Fyrir komuna aftur til Hauka hafði hún gert vel í Danmörku, orðið þar danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari. Þú ert ekkert á leiðinni aftur út? „Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki með nein tilboð á borðinu eins og er en skoða það ef það kemur.“
Bónus-deild kvenna Haukar Körfubolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira