Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 13. maí 2025 22:01 Tvær konur á efri árum hafa verið myrtar í tengslum við heimilisofbeldi á síðustu fimm árum, og eitt mannslát er til rannsóknar þar sem grunur leikur á að tæplega þrítug kona hafi orðið áttræðum föður sínum að bana. Svona hefst ein frétt á Heimildinni sem birt var fyrir skemmstu. Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Heimilisofbeldi gegn fólki 56 ára og eldri er einn stærsti flokkurinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast einhver í nánasta umhverfi, jafnvel einhver sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Hvað er hægt að gera? Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt á fundi Landssambands eldri borgara og hjá fleiri hagsmunasamtökum. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Því er brýnt að við hugum að eldra fólki í nærumhverfi okkar. Mestu skiptir að vera meðvitaður og láta okkur þessi mál varða. Það þarf almenna vitundarvakningu og stjórnvöld þurfa að vera meðvituð. Finna þarf leiðir til að sporna við þessari óheillaþróun. Mikilvægt er að hvetja starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum, til að vera vakandi og tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi. Auka þarf fræðslu og forvarnir en einnig að skylda allar stofnanir sem annast eldra fólk að hafa viðbragðsáætlun og virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er ekki óalgengt að það sé hunsað, sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Gleymum því ekki að elsta kynslóðin í dag var alin upp við að kvarta helst aldrei heldur harka af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Heimilisofbeldi Eldri borgarar Flokkur fólksins Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær konur á efri árum hafa verið myrtar í tengslum við heimilisofbeldi á síðustu fimm árum, og eitt mannslát er til rannsóknar þar sem grunur leikur á að tæplega þrítug kona hafi orðið áttræðum föður sínum að bana. Svona hefst ein frétt á Heimildinni sem birt var fyrir skemmstu. Heimilisofbeldi gegn fólki á efri árum er falið samfélagslegt vandamál sem flestir eru sammála um að þurfi að taka alvarlega. Heimilisofbeldi gegn fólki 56 ára og eldri er einn stærsti flokkurinn þegar kemur að lögregluútköllum. Rannsóknarniðurstöður sýna að gerendur eru oftast einhver í nánasta umhverfi, jafnvel einhver sem viðkomandi er háður eða fær stuðning frá. Hvað er hægt að gera? Aukið ofbeldi gagnvart eldra fólki hefur verið rætt á fundi Landssambands eldri borgara og hjá fleiri hagsmunasamtökum. En það er ekki nóg að ræða málið, grípa þarf til aðgerða sem virka. Því er brýnt að við hugum að eldra fólki í nærumhverfi okkar. Mestu skiptir að vera meðvitaður og láta okkur þessi mál varða. Það þarf almenna vitundarvakningu og stjórnvöld þurfa að vera meðvituð. Finna þarf leiðir til að sporna við þessari óheillaþróun. Mikilvægt er að hvetja starfsfólk sem annast eldra fólk, bæði á heimilum og stofnunum, til að vera vakandi og tilkynna ef grunur leikur á ofbeldi. Auka þarf fræðslu og forvarnir en einnig að skylda allar stofnanir sem annast eldra fólk að hafa viðbragðsáætlun og virka aðgerðaráætlun gegn ofbeldi. Ef eldra fólk segir frá ofbeldi er ekki óalgengt að það sé hunsað, sé jafnvel sett á reikning elli kerlingu, minnisglapa eða heilabilunar. Öllum þeim sem greina frá ofbeldi á að trúa, sama á hvaða aldursskeiði þeir eru. Það á að hlusta, trúa og athuga málið. Gleymum því ekki að elsta kynslóðin í dag var alin upp við að kvarta helst aldrei heldur harka af sér. Aldraðir eru þess vegna ólíklegri til að tilkynna ofbeldi. Segi eldri einstaklingur frá ofbeldi í sinn garð má gera því skóna að tilefnið sé ærið og jafnvel að mikið sé á undan gengið. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun