Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar 13. maí 2025 13:01 Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku. Þrátt fyrir oft á tíðumkrefjandi aðstæður getur safnafólk á Íslandi verið stolt af þeim metnaði og árangri í störfum þeirra. Eitt af því sem ætíð hefur mótandi áhrif á framtíð safna er hæft starfsfólk, sem hefur breiðan þekkingargrunn sem gerir söfnum kleift að taka þátt í fjölbreytilegum umræðum, mikilvægar samfélaginu. Með öðrum orðum, innan safna er mikill mannauður sem þarf að hlúa að. Þekkingöflun safna er eitt lykil framlag þeirra til íslensks samfélags, ekki síst í ljósi safnfræðslu og íslenskrar ferðaþjónustu, en þetta eru hvorutveggja umræðuefni sem mér eru mjög hugleikin þessa dagana. Söfn geta sannarlega verið öflug menningarauðlind ferðaþjónustunnar, þau bjóða upp á einstaka innsýn inn í íslensk samfélag, á grundvelli faglegra vinnubragða, rannsókna og þekkingar. Þau taka þátt í sjálfbærri menningarferðaþjónustu, ekki einungis með móttöku ferðamanna, heldur með því að ráða leiðsögumenn, taka þátt í öflugu samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki á svæðinu, og veita upplýsingar. Þar stoppar fólk og fær sér kaffi, og kaupir minjagripi, bækur og sækir sér upplýsingar um það samfélag sem þau eru að heimsækja á sýningum þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega mikilvægur þáttur í framtíð safna, ekki síst með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem verið er að beina athyglinni að í ár: Að styðja við efnahagslífið, ýta undir sköpunargleði og hafa áhrif á sjálfbæra þróun samfélaga. Lykillinn að góðu samstarfi safna við ferðaþjónustuna er að hafa ávallt faglegt hlutverk stofnananna að leiðarljósi: Að varðveita menningararfinn af fagmennsku og að miðla honum á áhrifamikinn hátt til almennings (innlendra og erlendra gesta), með sanngildi að leiðarljósi. Höfundur er lektor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Ferðaþjónusta Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku. Þrátt fyrir oft á tíðumkrefjandi aðstæður getur safnafólk á Íslandi verið stolt af þeim metnaði og árangri í störfum þeirra. Eitt af því sem ætíð hefur mótandi áhrif á framtíð safna er hæft starfsfólk, sem hefur breiðan þekkingargrunn sem gerir söfnum kleift að taka þátt í fjölbreytilegum umræðum, mikilvægar samfélaginu. Með öðrum orðum, innan safna er mikill mannauður sem þarf að hlúa að. Þekkingöflun safna er eitt lykil framlag þeirra til íslensks samfélags, ekki síst í ljósi safnfræðslu og íslenskrar ferðaþjónustu, en þetta eru hvorutveggja umræðuefni sem mér eru mjög hugleikin þessa dagana. Söfn geta sannarlega verið öflug menningarauðlind ferðaþjónustunnar, þau bjóða upp á einstaka innsýn inn í íslensk samfélag, á grundvelli faglegra vinnubragða, rannsókna og þekkingar. Þau taka þátt í sjálfbærri menningarferðaþjónustu, ekki einungis með móttöku ferðamanna, heldur með því að ráða leiðsögumenn, taka þátt í öflugu samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki á svæðinu, og veita upplýsingar. Þar stoppar fólk og fær sér kaffi, og kaupir minjagripi, bækur og sækir sér upplýsingar um það samfélag sem þau eru að heimsækja á sýningum þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega mikilvægur þáttur í framtíð safna, ekki síst með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem verið er að beina athyglinni að í ár: Að styðja við efnahagslífið, ýta undir sköpunargleði og hafa áhrif á sjálfbæra þróun samfélaga. Lykillinn að góðu samstarfi safna við ferðaþjónustuna er að hafa ávallt faglegt hlutverk stofnananna að leiðarljósi: Að varðveita menningararfinn af fagmennsku og að miðla honum á áhrifamikinn hátt til almennings (innlendra og erlendra gesta), með sanngildi að leiðarljósi. Höfundur er lektor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar