75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar 9. maí 2025 15:30 Í dag er Evrópudagurinn. Það var á þessum degi, þann 9. maí árið 1950 þegar Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, kom með tillögu sem átti eftir að breyta gangi blóðugrar sögu Evrópu og leggja grunninn að stofnun Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta var Schuman yfirlýsingin, framtíðarsýn um frið í Evrópu byggð á efnahagslegu- og stjórnmálasamstarfi Evrópuþjóða. Evrópusambandið er friðarverkefni í eðli sínu. Sambandið varð til úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og hefur virkað sem árangursríkt og sterkt sameinandi afl síðustu 75 árin, þar sem fyrrum mótherjar urðu að samstarfsaðilum og sameinaðir um sameiginleg gildi. Í störfum sínum hefur Evrópusambandið frið og samstarf að leiðarljósi, bæði innan sameiginlegra landamæra okkar sem og á heimsvísu. Jafnvel þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegum áskorunum, þá stuðlum við að opnu samtali, stöðugleika og sameiginlegri velmegun og grundvallar gildum. Við stöndum vörð um reglubundna alþjóðaskipan og tölum fyrir því að hlutverk og ábyrgð alþjóðastofnana séu efld jafnframt því sem við höfnum hugmyndum um alþjóðaskipan þar sem lög hinna sterkustu ráða för. ESB er að aðlagast breyttri heimsmynd Í ört breytilegum og sundurleitum heimi dagsins í dag hefur alþjóðleg samvinna umturnast í alþjóðlega samkeppni. Evrópusambandið hefur ákveðið að taka aðra stefnu, að halda áfram jákvæðum samskiptum og stuðla að samstarfi við lönd um heim allan og vinna að sameiginlegum og hagstæðum lausnum. Evrópusambandið hefur þó þurft að aðlagast nýjum stjórnmálalegum veruleika og hefur í kjölfarið tekið ákvörðun, ásamt aðildarríkjum þess, um að efla öryggis- og varnargetu sína. Líkt og Antonio Costa, forseti Leiðtogaráðs ESB segir: „Evrópa er friðarverkefni, en friður án varna er blekking“. Þetta er ekki einungis á ábyrgð stjórnvalda heldur er þetta samfélagslegt verkefni sem við vinnum að í nánu samstarfi við vinaríki og samstarfsaðila. Við erum að auka seiglu innan Sambandsins, tryggja samkeppnishæfni evrópska efnahagssvæðisins og höldum ótrautt áfram með stefnur okkar í grænni og stafrænni umbreytingu. Við álítum græna umbreytingu ekki aðeins sem siðferðislega ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum, heldur einnig sem efnahagslegt tækifæri fyrir kynslóðir nútímans alls staðar í heiminum með því að auka aðgang að grænni orku, samgöngum og vatnsauðlindum. ESB er áreiðanlegur samstarfsaðili Eftir því sem hnattrænar áskorarnir aukast, eykst einnig ásetningur okkar um að vera áreiðanlegur og fyrirsjáanlegur samstarfsaðili. Ísland er meðal nánustu samstarfsaðila og bandamanna ESB og deilum við einnigsameiginlegum grundvallarhagsmunum. Við erum áreiðanlegur samstarfsaðili í viðskiptum sem tryggir aukna velmegun. Við höldum áfram að byggja upp sambönd við alla þá sem er annt um sanngjörn og reglubundin viðskipti sem grunn að sameiginlegri hagsæld. Evrópusambandið hefur gert viðskiptasamninga við 76 ríki og við fjárfestum mikið í samstarfsaðilum okkar um heim allan. Síðustu 30 árin hefur Evrópusambandið fjárfest meira en 80 milljörðum íslenskra króna í íslensku samfélagi, fyrirtækjum, skapandi greinum, menntageiranum, rannsóknum og nýsköpun. Fyrir einungis einu ári fögnuðum við formlegri þátttöku Íslands í InvestEU fjárfestingaráætluninni og hefur nú þegar fjöldi fyrirtækja og einstaklinga notið góðs að auknu fjármagni og vaxtartækifærum. Þetta er sannarlega gott dæmi um hversu árangursríkur EES-samningurinn hefur reynst okkur. Að sama skapi, þá tekur Evrópusambandið varnar- og öryggismálum alvarlega og við stöndum reiðubúin til þess að eiga í samstarfi við Ísland við að efla langtíma öryggi okkar. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta í að tryggja að Norður-Atlantshafssvæðið og norðurslóðir verði áfram örugg, friðsæl, stöðug, farsæl og sjálfbær svæði sem eru opin fyrir alþjóðlegum viðskiptum. Evrópusambandið styður Ísland og aðra samstarfsaðila sína í norðrinu með margvíslegum aðgerðum, t.a.m aðgang að gögnum frá gervihnattamiðstöð ESB (e. EU Satellite Centre – SatCen) sem styður við eftirlit og greiningu á öryggisástandi á norðurslóðum. Að auki njóta Íslendingar njóta ótakmarkaðs aðgangs að Galileo gervihnattakerfinu okkar sem styður við leitar- og björgunaraðgerðir sem og veitir yfirvöldum og rannsakendum nauðsynleg gögn. Ísland fær einnig aðgang að fjölmörgum samstarfs- og styrktaráætlunum ESB sem skapa tækifæri til rannsókna og verkefna t.d í netöryggismálum. Almannavarnarkerfi ESB (e. EU Civil Protection Mechanism – EUCPM) er reiðubúið til þess að aðstoða Íslendinga í neyðartilvikum, líkt og gerðist árið 2023 þegar almannavarnarkerfi ESB sendi, að beiðni íslenskra stjórnvalda, hóp sérfræðinga til þess að styðja við yfirvöld í aðdraganda eldgosanna við Sundhnúkagíga. Sterkari saman í 30 ár Í fyrra fögnuðum við 30 ára afmæli Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). EES-samningurinn hefur reynst gríðarlega árangursríkur bæði fyrir Ísland og Evrópusambandið. Samningurinn gerir Ísland að fullgildum þátttakanda í innri markaði Evrópu sem samanstendur af yfir 450 milljónum íbúa og veitir íslenskum fyrirtækjum og neytendum aukin tækifæri. Þátttaka Íslands í samstarfs- og styrktaráætlunum ESB hefur skilað miklum ávinningi fyrir nær alla samfélagshópa og fyrir íslenska hagkerfið, en meira en 10% íslendinga hafa notið góðs af Evrópustyrkjum t.d Erasmus+. Evrópudagurinn er okkar dagur. Þetta er dagur sem gefur okkur tækifæri til þess að fagna saman árangri samstarfs okkar, menningarlegri fjölbreytni, og tækifæri til þess að velta því fyrir okkur hvers konar framtíð við viljum stefna að sem Evrópubúar. Á Íslandi verður Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur laugardaginn 10. Maí milli 14:00 og 16:30 í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum. Þetta verður menningarviðburður sem hefst með látum þegar Lúðrasveit Mosfellsbæjar tekur nokkur lög. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, flytur opnunarræðu og í framhaldinu verða flutt fjölbreytt tónlistaratriði. Gestir og gangadi hljóta ókeypis aðgang að tveimur listasýningum safnsins (Kjarval og ÓLGA) og, að sjálfsögðu, munum við bjóða upp á ókeypis íslenskar pönnukökur á meðan birgðir endast! Sendiráð Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Póllands, Spánar, og Þýskalands, ásamt ræðismannsskrifstofu Rúmeníu, munu einnig bjóða gestum upp á ýmsar kræsingar. Ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir börn, t.d andlitsmálning og föndursmiðja. Þér og fjölskyldu þinni er hjartanlega velkomið að koma. Við tökum vel á móti ykkur. Gleðilegan Evrópudag. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagurinn. Það var á þessum degi, þann 9. maí árið 1950 þegar Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, kom með tillögu sem átti eftir að breyta gangi blóðugrar sögu Evrópu og leggja grunninn að stofnun Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta var Schuman yfirlýsingin, framtíðarsýn um frið í Evrópu byggð á efnahagslegu- og stjórnmálasamstarfi Evrópuþjóða. Evrópusambandið er friðarverkefni í eðli sínu. Sambandið varð til úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og hefur virkað sem árangursríkt og sterkt sameinandi afl síðustu 75 árin, þar sem fyrrum mótherjar urðu að samstarfsaðilum og sameinaðir um sameiginleg gildi. Í störfum sínum hefur Evrópusambandið frið og samstarf að leiðarljósi, bæði innan sameiginlegra landamæra okkar sem og á heimsvísu. Jafnvel þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegum áskorunum, þá stuðlum við að opnu samtali, stöðugleika og sameiginlegri velmegun og grundvallar gildum. Við stöndum vörð um reglubundna alþjóðaskipan og tölum fyrir því að hlutverk og ábyrgð alþjóðastofnana séu efld jafnframt því sem við höfnum hugmyndum um alþjóðaskipan þar sem lög hinna sterkustu ráða för. ESB er að aðlagast breyttri heimsmynd Í ört breytilegum og sundurleitum heimi dagsins í dag hefur alþjóðleg samvinna umturnast í alþjóðlega samkeppni. Evrópusambandið hefur ákveðið að taka aðra stefnu, að halda áfram jákvæðum samskiptum og stuðla að samstarfi við lönd um heim allan og vinna að sameiginlegum og hagstæðum lausnum. Evrópusambandið hefur þó þurft að aðlagast nýjum stjórnmálalegum veruleika og hefur í kjölfarið tekið ákvörðun, ásamt aðildarríkjum þess, um að efla öryggis- og varnargetu sína. Líkt og Antonio Costa, forseti Leiðtogaráðs ESB segir: „Evrópa er friðarverkefni, en friður án varna er blekking“. Þetta er ekki einungis á ábyrgð stjórnvalda heldur er þetta samfélagslegt verkefni sem við vinnum að í nánu samstarfi við vinaríki og samstarfsaðila. Við erum að auka seiglu innan Sambandsins, tryggja samkeppnishæfni evrópska efnahagssvæðisins og höldum ótrautt áfram með stefnur okkar í grænni og stafrænni umbreytingu. Við álítum græna umbreytingu ekki aðeins sem siðferðislega ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum, heldur einnig sem efnahagslegt tækifæri fyrir kynslóðir nútímans alls staðar í heiminum með því að auka aðgang að grænni orku, samgöngum og vatnsauðlindum. ESB er áreiðanlegur samstarfsaðili Eftir því sem hnattrænar áskorarnir aukast, eykst einnig ásetningur okkar um að vera áreiðanlegur og fyrirsjáanlegur samstarfsaðili. Ísland er meðal nánustu samstarfsaðila og bandamanna ESB og deilum við einnigsameiginlegum grundvallarhagsmunum. Við erum áreiðanlegur samstarfsaðili í viðskiptum sem tryggir aukna velmegun. Við höldum áfram að byggja upp sambönd við alla þá sem er annt um sanngjörn og reglubundin viðskipti sem grunn að sameiginlegri hagsæld. Evrópusambandið hefur gert viðskiptasamninga við 76 ríki og við fjárfestum mikið í samstarfsaðilum okkar um heim allan. Síðustu 30 árin hefur Evrópusambandið fjárfest meira en 80 milljörðum íslenskra króna í íslensku samfélagi, fyrirtækjum, skapandi greinum, menntageiranum, rannsóknum og nýsköpun. Fyrir einungis einu ári fögnuðum við formlegri þátttöku Íslands í InvestEU fjárfestingaráætluninni og hefur nú þegar fjöldi fyrirtækja og einstaklinga notið góðs að auknu fjármagni og vaxtartækifærum. Þetta er sannarlega gott dæmi um hversu árangursríkur EES-samningurinn hefur reynst okkur. Að sama skapi, þá tekur Evrópusambandið varnar- og öryggismálum alvarlega og við stöndum reiðubúin til þess að eiga í samstarfi við Ísland við að efla langtíma öryggi okkar. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta í að tryggja að Norður-Atlantshafssvæðið og norðurslóðir verði áfram örugg, friðsæl, stöðug, farsæl og sjálfbær svæði sem eru opin fyrir alþjóðlegum viðskiptum. Evrópusambandið styður Ísland og aðra samstarfsaðila sína í norðrinu með margvíslegum aðgerðum, t.a.m aðgang að gögnum frá gervihnattamiðstöð ESB (e. EU Satellite Centre – SatCen) sem styður við eftirlit og greiningu á öryggisástandi á norðurslóðum. Að auki njóta Íslendingar njóta ótakmarkaðs aðgangs að Galileo gervihnattakerfinu okkar sem styður við leitar- og björgunaraðgerðir sem og veitir yfirvöldum og rannsakendum nauðsynleg gögn. Ísland fær einnig aðgang að fjölmörgum samstarfs- og styrktaráætlunum ESB sem skapa tækifæri til rannsókna og verkefna t.d í netöryggismálum. Almannavarnarkerfi ESB (e. EU Civil Protection Mechanism – EUCPM) er reiðubúið til þess að aðstoða Íslendinga í neyðartilvikum, líkt og gerðist árið 2023 þegar almannavarnarkerfi ESB sendi, að beiðni íslenskra stjórnvalda, hóp sérfræðinga til þess að styðja við yfirvöld í aðdraganda eldgosanna við Sundhnúkagíga. Sterkari saman í 30 ár Í fyrra fögnuðum við 30 ára afmæli Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). EES-samningurinn hefur reynst gríðarlega árangursríkur bæði fyrir Ísland og Evrópusambandið. Samningurinn gerir Ísland að fullgildum þátttakanda í innri markaði Evrópu sem samanstendur af yfir 450 milljónum íbúa og veitir íslenskum fyrirtækjum og neytendum aukin tækifæri. Þátttaka Íslands í samstarfs- og styrktaráætlunum ESB hefur skilað miklum ávinningi fyrir nær alla samfélagshópa og fyrir íslenska hagkerfið, en meira en 10% íslendinga hafa notið góðs af Evrópustyrkjum t.d Erasmus+. Evrópudagurinn er okkar dagur. Þetta er dagur sem gefur okkur tækifæri til þess að fagna saman árangri samstarfs okkar, menningarlegri fjölbreytni, og tækifæri til þess að velta því fyrir okkur hvers konar framtíð við viljum stefna að sem Evrópubúar. Á Íslandi verður Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur laugardaginn 10. Maí milli 14:00 og 16:30 í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum. Þetta verður menningarviðburður sem hefst með látum þegar Lúðrasveit Mosfellsbæjar tekur nokkur lög. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, flytur opnunarræðu og í framhaldinu verða flutt fjölbreytt tónlistaratriði. Gestir og gangadi hljóta ókeypis aðgang að tveimur listasýningum safnsins (Kjarval og ÓLGA) og, að sjálfsögðu, munum við bjóða upp á ókeypis íslenskar pönnukökur á meðan birgðir endast! Sendiráð Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Póllands, Spánar, og Þýskalands, ásamt ræðismannsskrifstofu Rúmeníu, munu einnig bjóða gestum upp á ýmsar kræsingar. Ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir börn, t.d andlitsmálning og föndursmiðja. Þér og fjölskyldu þinni er hjartanlega velkomið að koma. Við tökum vel á móti ykkur. Gleðilegan Evrópudag. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar