Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar 9. maí 2025 07:29 Veiðigjaldafrumvarpið sem rætt var á Alþingi í vikunni vekur upp áhyggjur eins og það er í núverandi mynd – sérstaklega þegar litið er til þeirra byggða sem mest reiða sig á sjávarútveg. Þetta mun hafa mikil áhrif á byggðir í mínu kjördæmi í Norðvestur þar sem litlar og meðalstórar útgerðir og fiskvinnslur og fyrirtæki tengd þeim eru burðarás atvinnulífsins og standa undir helmingi eða meira af útsvarstekjum margra sveitarfélaga. Sveitarstjórar, fyrirtæki og íbúar hafa ítrekað lýst áhyggjum af þeim auknu álögum sem breytingarnar boða en í umsögnum til samráðsgáttar hafa sveitarfélög í Norðvestur sagt skýrt að tímamörk samráðs hafi verið of stutt og áhrif gjaldsins verði íþyngjandi. Þótt vissar breytingar hafi nú verið gerðar á frumvarpinu, og einhverjum afsláttarákvæðum bætt við, tel ég að enn sé óljóst hvort þau dugi og það sama á við um sveitarstjórnarfulltrúa í mínu kjördæmi. Þeir hafa fagnað hækkun frítekjumarks en gagnrýna – eins og við Sjálfstæðismenn – skort á greiningum um hvort þetta muni í raun og veru plástra sárið sem þessi skattahækkun mun skilja eftir sig. Svo er það þetta orð; frítekjumark. Ég, sem ferkantaður lyfjafræðingur, get ekki notað þetta orð enda er það ekkert annað en orðskrípi. Það gefur í skyn einhvers konar skjól eða vernd en í raun er það bara afsláttur á gjaldi og dregur athyglina frá kjarna málsins í þessari umræðu. Ég fagna því að frá fyrsta uppkasti hafi verið gerðar breytingar til að mæta áhyggjum sjávarsveitarfélaganna en allt þarf þetta að vera fyrirsjáanlegt og byggt á raunverulegri greiningu á áhrifum. Fyrirtækin í Norðvesturkjördæmi hafa unnið hörðum höndum að verðmætasköpun og nýsköpun, t.d. í vinnslu á laxi og öðrum sjávarafurðum. Ef við ráðist verður gegn þeim með illa ígrundaðri skattahækkun missum við ekki aðeins tekjur – heldur traust, framtíð og búsetu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Adolfsson Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið sem rætt var á Alþingi í vikunni vekur upp áhyggjur eins og það er í núverandi mynd – sérstaklega þegar litið er til þeirra byggða sem mest reiða sig á sjávarútveg. Þetta mun hafa mikil áhrif á byggðir í mínu kjördæmi í Norðvestur þar sem litlar og meðalstórar útgerðir og fiskvinnslur og fyrirtæki tengd þeim eru burðarás atvinnulífsins og standa undir helmingi eða meira af útsvarstekjum margra sveitarfélaga. Sveitarstjórar, fyrirtæki og íbúar hafa ítrekað lýst áhyggjum af þeim auknu álögum sem breytingarnar boða en í umsögnum til samráðsgáttar hafa sveitarfélög í Norðvestur sagt skýrt að tímamörk samráðs hafi verið of stutt og áhrif gjaldsins verði íþyngjandi. Þótt vissar breytingar hafi nú verið gerðar á frumvarpinu, og einhverjum afsláttarákvæðum bætt við, tel ég að enn sé óljóst hvort þau dugi og það sama á við um sveitarstjórnarfulltrúa í mínu kjördæmi. Þeir hafa fagnað hækkun frítekjumarks en gagnrýna – eins og við Sjálfstæðismenn – skort á greiningum um hvort þetta muni í raun og veru plástra sárið sem þessi skattahækkun mun skilja eftir sig. Svo er það þetta orð; frítekjumark. Ég, sem ferkantaður lyfjafræðingur, get ekki notað þetta orð enda er það ekkert annað en orðskrípi. Það gefur í skyn einhvers konar skjól eða vernd en í raun er það bara afsláttur á gjaldi og dregur athyglina frá kjarna málsins í þessari umræðu. Ég fagna því að frá fyrsta uppkasti hafi verið gerðar breytingar til að mæta áhyggjum sjávarsveitarfélaganna en allt þarf þetta að vera fyrirsjáanlegt og byggt á raunverulegri greiningu á áhrifum. Fyrirtækin í Norðvesturkjördæmi hafa unnið hörðum höndum að verðmætasköpun og nýsköpun, t.d. í vinnslu á laxi og öðrum sjávarafurðum. Ef við ráðist verður gegn þeim með illa ígrundaðri skattahækkun missum við ekki aðeins tekjur – heldur traust, framtíð og búsetu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun