Fótbolti

„Við vorum úr leik en svo komum við til baka“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yann Sommer fagnar hér sigri IInternazionale á Barcelona á San Siro í kvöld.
Yann Sommer fagnar hér sigri IInternazionale á Barcelona á San Siro í kvöld. Getty/ Image Photo Agency

Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona.

Sommer varði oft frábærlega í leiknum og var valinn maður leiksins.

„Þetta var klikkaður leikur. Ég er virkilega stoltur af þessu liði. Við vorum úr leik en svo komum við til baka. Stórkostlegt,“ sagði Yann Sommer við Amazon Prime eftir leikinn.

„Þú færð ekki mörg tækifæri til að komast í úrslitaleikinn. Við vissum að síðustu fjórar mínúturnar af uppbótatímanum væru okkar síðasta tækifæri. Við gáfum allt í þetta og við náðum inn marki,“ sagði Sommer.

„Við erum svo hamingjusamir og ég hlakka til úrslitaleiksins. Þetta breyttist mörgum sinnum í þessum leikjum. Allt gekk upp hjá okkur, svo gekk allt upp hjá þeim. Þeir komu til baka og við komum til baka. Við gerðum rosalega vel sem lið og náðum þessu saman,“ sagði Sommer.

Sommer átti frábæra markvörslu frá Lamine Yamal undir lokin. „Hún gaf okkur orku,“ sagði Sommer.

„PSG og Arsenal eru bæði með góð lið. Við ætlum að njóta þessa sigurs í kvöld og það verður miklu auðveldara að horfa á leikinn í sófanum á morgun,“ sagði Sommer.


Tengdar fréttir

„Fótboltinn var grimmur við okkur“

Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×