„Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2025 08:00 Sólveig á hliðarlínunni sem þjálfari ÍR þar sem að hún hefur unnið afar gott starf undanfarin þrjú ár. Vísir „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun," segir Sólveig Lára Kjærnested sem hefur, eftir stöðug framfaraskref síðustu þrjú ár með kvennalið ÍR í handbolta, sagt starfi sínu lausu. Óvíst er hvort framhald verði á þjálfaraferli hennar. Sólveig tók við þjálfun ÍR árið 2022 og var það hennar fyrsta starf í þjálfun eftir farsælan feril sem leikmaður lengst af með Stjörnunni og íslenska landsliðinu. Af hverju er komið að leiðarlokum hjá henni og ÍR? „Það er bara komið að ákveðnum tímapunkti í mínu lífi. Þetta er tíma- og orkufrekt, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega skemmtilegt þá krefst þetta mikils af manni. Ég held ég sé að skilja við liðið á góðum stað og að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ segir Sólveig í samtali við íþróttadeild. Undir stjórn Sólveigar Láru síðustu þrjú ár hefur ÍR tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru. Farið upp í úrvalsdeild, komist í undanúrslit í bikar og núna í undanúrslit efstu deildar sem er besti árangur kvennaliðs ÍR í handbolta til þessa. Árangurinn ekki síður ánægjulegur með það fyrir augum að ekki eru mörg ár síðan að uppi var umræða um að leggja niður liðið en sem betur fer varð ekkert af því. „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust. Við erum búnar að taka hvert skrefið á fætur öðru. Ég tek við liðinu í næstefstu deild og þar er okkur spáð fjórða sæti. Við förum hins vegar upp í efstu deild í gegnum umspil eftir frábæra rimmu við Selfoss sem var ákveðinn lykilpunktur fyrir félagið og þetta lið. Við náum svo góðu tímabili í fyrra og komum inn með aðeins meiri pressu á okkur á nýafstöðnu tímabili. Það er erfitt að koma ekki á óvart og fara í gegnum annað árið í efstu deild en stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eru mjög nálægt því að festa sig virkilega í sessi í þessari deild sem er frábær árangur.“ Sólveig sem er alinn upp hjá ÍR en spilaði lengst af með liði Stjörnunnar sem og íslenska landsliðinu, ætlaði sér ekki að fara í þjálfun á sínum tíma en sér ekki eftir að hafa tekið skrefið þangað í dag. „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun, að hafa tekið skrefið. Þetta kom alveg á óvart á sínum tíma. Hugurinn leitaði ekkert þangað. Kannski er maður alltaf að gera lítið úr sjálfum sér og hafði kannski ekki beint trú á að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. En það var mannskapur hérna hjá félaginu sem barði í mig trú og var viss um að ég gæti þetta. Ég er þeim aðilum ótrúlega þakklát. Ég er svo þakklát fyrir þessi þrjú ár, fólkið sem ég hef búin að fá að kynnast hérna og vináttuna sem hefur myndast. Ég gæti ekki verið sáttari.“ Brotthvarf Sólveigar á ekki að þýða endastöð góðs árangurs fyrir vel mannað lið ÍR „Ég veit að þeim á eftir að vegna vel. Þessi hópur og þetta lið er frábært. Samheldnin í þessu liði er einstök og ég veit það með nokkurri vissu núna að þeim muni vegna vel. Hver sem tekur við mínu starfi er með frábært lið í höndunum. Það er mjög dýrmætt fyrir mig að geta komið inn í þetta og skilið núna við liðið á þessum stað.“ Óvíst er hvað tekur við á þjálfaraferli Sólveigar eða hvort hann yfir höfuð haldi áfram. „Eins og þetta horfir við mér í dag er ég að fara kúpla mig aðeins út. Hlúa aðeins að sjálfri mér og fjölskyldunni, þeim verkefnum sem við erum að fást við. Olís-deild kvenna Handbolti ÍR Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira
Sólveig tók við þjálfun ÍR árið 2022 og var það hennar fyrsta starf í þjálfun eftir farsælan feril sem leikmaður lengst af með Stjörnunni og íslenska landsliðinu. Af hverju er komið að leiðarlokum hjá henni og ÍR? „Það er bara komið að ákveðnum tímapunkti í mínu lífi. Þetta er tíma- og orkufrekt, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega skemmtilegt þá krefst þetta mikils af manni. Ég held ég sé að skilja við liðið á góðum stað og að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ segir Sólveig í samtali við íþróttadeild. Undir stjórn Sólveigar Láru síðustu þrjú ár hefur ÍR tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru. Farið upp í úrvalsdeild, komist í undanúrslit í bikar og núna í undanúrslit efstu deildar sem er besti árangur kvennaliðs ÍR í handbolta til þessa. Árangurinn ekki síður ánægjulegur með það fyrir augum að ekki eru mörg ár síðan að uppi var umræða um að leggja niður liðið en sem betur fer varð ekkert af því. „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust. Við erum búnar að taka hvert skrefið á fætur öðru. Ég tek við liðinu í næstefstu deild og þar er okkur spáð fjórða sæti. Við förum hins vegar upp í efstu deild í gegnum umspil eftir frábæra rimmu við Selfoss sem var ákveðinn lykilpunktur fyrir félagið og þetta lið. Við náum svo góðu tímabili í fyrra og komum inn með aðeins meiri pressu á okkur á nýafstöðnu tímabili. Það er erfitt að koma ekki á óvart og fara í gegnum annað árið í efstu deild en stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eru mjög nálægt því að festa sig virkilega í sessi í þessari deild sem er frábær árangur.“ Sólveig sem er alinn upp hjá ÍR en spilaði lengst af með liði Stjörnunnar sem og íslenska landsliðinu, ætlaði sér ekki að fara í þjálfun á sínum tíma en sér ekki eftir að hafa tekið skrefið þangað í dag. „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun, að hafa tekið skrefið. Þetta kom alveg á óvart á sínum tíma. Hugurinn leitaði ekkert þangað. Kannski er maður alltaf að gera lítið úr sjálfum sér og hafði kannski ekki beint trú á að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. En það var mannskapur hérna hjá félaginu sem barði í mig trú og var viss um að ég gæti þetta. Ég er þeim aðilum ótrúlega þakklát. Ég er svo þakklát fyrir þessi þrjú ár, fólkið sem ég hef búin að fá að kynnast hérna og vináttuna sem hefur myndast. Ég gæti ekki verið sáttari.“ Brotthvarf Sólveigar á ekki að þýða endastöð góðs árangurs fyrir vel mannað lið ÍR „Ég veit að þeim á eftir að vegna vel. Þessi hópur og þetta lið er frábært. Samheldnin í þessu liði er einstök og ég veit það með nokkurri vissu núna að þeim muni vegna vel. Hver sem tekur við mínu starfi er með frábært lið í höndunum. Það er mjög dýrmætt fyrir mig að geta komið inn í þetta og skilið núna við liðið á þessum stað.“ Óvíst er hvað tekur við á þjálfaraferli Sólveigar eða hvort hann yfir höfuð haldi áfram. „Eins og þetta horfir við mér í dag er ég að fara kúpla mig aðeins út. Hlúa aðeins að sjálfri mér og fjölskyldunni, þeim verkefnum sem við erum að fást við.
Olís-deild kvenna Handbolti ÍR Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Sjá meira