Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2025 10:31 Þórir Hergeirsson vann til ótal verðlauna með norska kvennalandsliðinu og hefur eflaust ýmislegt að færa íslenskum handbolta sem nýráðinn ráðgjafi hjá HSÍ. Samsett/Stöð2/Ekstrabladet Ráðning Handknattleikssambands Íslands á Þóri Hergeirssyni í stöðu ráðgjafa í afreksmálum hefur vakið athygli í handboltaheiminum og er víða fjallað um hana, sérstaklega á Norðurlöndum. Allir helstu miðlarnir í Noregi fjalla að sjálfsögðu um ráðninguna enda um að ræða fyrsta starf Þóris eftir að hann hætti sem þjálfari kvennalandsliðs Norðmanna, eftir einstaklega farsælt starf fyrir það í áratugi. TV 2 hafði samband við dóttur Þóris, fótboltakonuna Maríu, sem gleðst yfir tíðindunum: „Þetta er virkilega spennandi og gefandi starf. Ég er viss um að pabbi er mjög ánægður,“ sagði María við miðilinn. „Núna fær hann að fara aðeins meira til Íslands sem ég veit að hann og fjölskyldan gleðst yfir,“ sagði María. Danski miðillinn Ekstra Bladet segir í fyrirsögn að „handboltaséní eigi að hjálpa Íslandi að ná árangri“ og fjallar þar um ráðningu Þóris. Í grein miðilsins segir að íslenska kvennalandsliðið hafi síður en svo náð merkilegum árangri í gegnum tíðina. Liðið hafi sjaldan komist inn á stórmót og aldrei náð sérstaklega langt þar. Hins vegar hafi karlalandslið Íslands verið eitt það besta á árum áður, unnið til að mynda silfur á ÓL 2008 en ekki komist í útsláttarkeppni á HM síðan árið 2017. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Í samtali við Vísi ræddi hann um hvað hann kæmi með að borðinu: „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir HSÍ Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Allir helstu miðlarnir í Noregi fjalla að sjálfsögðu um ráðninguna enda um að ræða fyrsta starf Þóris eftir að hann hætti sem þjálfari kvennalandsliðs Norðmanna, eftir einstaklega farsælt starf fyrir það í áratugi. TV 2 hafði samband við dóttur Þóris, fótboltakonuna Maríu, sem gleðst yfir tíðindunum: „Þetta er virkilega spennandi og gefandi starf. Ég er viss um að pabbi er mjög ánægður,“ sagði María við miðilinn. „Núna fær hann að fara aðeins meira til Íslands sem ég veit að hann og fjölskyldan gleðst yfir,“ sagði María. Danski miðillinn Ekstra Bladet segir í fyrirsögn að „handboltaséní eigi að hjálpa Íslandi að ná árangri“ og fjallar þar um ráðningu Þóris. Í grein miðilsins segir að íslenska kvennalandsliðið hafi síður en svo náð merkilegum árangri í gegnum tíðina. Liðið hafi sjaldan komist inn á stórmót og aldrei náð sérstaklega langt þar. Hins vegar hafi karlalandslið Íslands verið eitt það besta á árum áður, unnið til að mynda silfur á ÓL 2008 en ekki komist í útsláttarkeppni á HM síðan árið 2017. „Ég er enginn galdrakarl, ég er bara Selfyssingur og hef gaman að því að vinna, er vinnusamur“ sagði Þórir á blaðamannafundi HSÍ þar sem tilkynnt var um ráðningu hans. Í samtali við Vísi ræddi hann um hvað hann kæmi með að borðinu: „Ég kem hérna inn með mína reynslu úr þessum heimi, þrjátíu ár í kringum norska afreksstarfið. Verð einn af fjögurra manna teymi sem byrjar þetta, með Snorra Steini [Guðjónssyni, karlalandsliðsþjálfara], Arnari [Péturssyni, kvennalandsliðsþjálfara] og Jóni Gunnlaugi [Viggósson, íþróttastjóra]. Ég kem inn með mínar hugsanir og mína reynslu, síðan þarf að vinna vel saman.“ „Það er mikilvægt að vera raunhæfur, þetta er þrjátíu prósent stöðugildi. En eins og maður veit úr þessum bransa, þá er mjög sniðugt að ráða fólk í hlutastarf. Því þú borgar þrjátíu en færð hundrað prósent. Ég er einfaldur að plata, af því ég brenn fyrir þessu. Ég er stoltur af því að koma aftur inn í íslenskan handbolta“ sagði Þórir
HSÍ Landslið karla í handbolta Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira