Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar 6. maí 2025 06:01 Upphafsmánuðir stjórnartíðar ríkisstjórnarinnar hafa spilast nokkurn veginn líkt og búast mátti við, ef undanskilin eru ákveðin skakkaföll. Boðaðar hafa verið ýmsar skattahækkanir, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Fiskeldisgjald hækkar, veiðigjöld hátt í tvöfaldast og fella á niður samnýtingu skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Í ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur vinstri flokkum og einum miðju flokki ættu þessi áform svo sem ekki að koma neinum á óvart. Ríkisstjórn í leiðréttingarferli Atvinnuvegaráðherra hefur boðað svokallaða „leiðréttingu“ á veiðigjöldum, sem felur í sér að veiðigjöld munu um það bil tvöfaldast. Með öðrum og réttari orðum má nota hugtakið skattahækkun. Í einföldu máli má lýsa skattahækkun sem hvers konar löggjöf sem leiðir af sér að einstaklingar eða fyrirtæki borgi hærri skatt en fyrir lagasetninguna. Það eru því afleiðingar lagasetningar sem stýra því hvort í henni felist skattahækkun, en ekki titill hennar eða yfirlýsingar stjórnmálamanna. Það er síðan persónuleg skoðun hvers og eins hvort tiltekin skattahækkun sé sanngjörn eða ekki. Veiðigjaldið er ekki nýtt af nálinni en þrátt fyrir það hefur staðið furðu mikill styr um eðli þess. Í greinargerð með frumvarpinu um hækkun á veiðigjaldi segir orðrétt: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur“. Starfsmaður ráðuneytisins sem skrifaði frumvarpið hefur greinilega aldrei hitt fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar eða þingmenn stjórnarmeirihlutans sem hafa lagt sérstakt kapp á að fullyrða að veiðigjaldið sé alls ekki skattur. Stjórnarliðar virðast skeyta engu um skýrt orðalag frumvarpsins sjálfs eða dóma Hæstaréttar sem slegið hafa föstu að veiðigjald sé sannarlega skattur. Flótti frá eigin stefnu Hvað ætli búi að baki þessum málflutningi ríkisstjórnarinnar? Erfitt er að ímynda sér að stjórnarliðar séu ómeðvitaðir um innihald frumvarpsins eða dómaframkvæmd Hæstaréttar, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa ítrekað verið minntir á þær staðreyndir af stjórnarandstöðunni, án þess þó að það hafi leitt af sér leiðréttingu á málflutningi þeirra. Líkast til er ástæðan fyrir þessari gaslýsingu stjórnarinnar sú að þau eru hikandi við að nota orðið skattur. Hún virðist hvorki vilja ræða né verja fyrirætlanir sínar um skattahækkanir en þess í stað er stuðst við önnur hugtök sem þeim finnst hljóma betur. Þessi aðferð minnir mann óneitanlega á fleyg orð sem Barack Obama lét falla á sínum tíma: „You can put lipstick on a pig, but it‘s still a pig“. Þetta plan stjórnarinnar um að setja varalit á skattahækkanirnar sínar með því að kalla þær leiðréttingu breytir engu um eðli þeirra. Þær eru samt enn skattahækkanir. Skattarnir eru bara ekki nógu háir! Það er miður að ríkisstjórnin sýni ekki meiri heiðarleika í störfum sínum og opinberri umræðu. Vinstri stjórnir eiga ekki að vera feimnar við að hækka skatta, það er í fullu samræmi við eðli þeirra. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að ríkisstjórninni finnst atvinnulífið ekki borga nógu háa skatta og vill því hækka þá. Það er sjónarmið sem er sjálfsagt og eðlilegt að sumir stjórnmálaflokkar hafi. Sama á við um afnám samnýtingar skattþrepa hjóna og sambýlisfólks. Þar telur ríkisstjórnin sig hafa fundið hóp fólks sem greiðir ekki nægilega háa skatta og vill þar af leiðandi breyta lögunum á þann veg að það greiði hærri skatt. Það er reynt að réttlæta með því að vísa til þess að það séu aðallega vel stæðir karlmenn yfir fertugu sem nýta sér þessa samnýtingu skattþrepa, en virðast alveg gleyma tekjulægri makanum sem forsenda er að búi með miðaldra karlinum. Nema náttúrulega ríkisstjórnin sé búin að afnema heimilin sem efnahagslega einingu án þess að segja neinum frá því. Sem ég held reyndar ekki, en það er auðveldara að réttlæta skattahækkun ef það eru bara ríku kallarnir sem borga. Sem er hins vegar ekki raunin. Skattahækkanir eru þeirra pólitík og sjálfsagt og eðlilegt að þau mæli fyrir því. Ég sakna þess hins vegar að ríkisstjórnin standi bein í baki, færi rök fyrir sínum áætlunum og reyni að sannfæra fólk um ágæti þess. Í staðinn kýs hún að smyrja varalit á skattagrísinn og segja okkur að hann sé lamb. Það er auðveldara en að réttlæta göltinn sem hann er í reynd. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Upphafsmánuðir stjórnartíðar ríkisstjórnarinnar hafa spilast nokkurn veginn líkt og búast mátti við, ef undanskilin eru ákveðin skakkaföll. Boðaðar hafa verið ýmsar skattahækkanir, bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Fiskeldisgjald hækkar, veiðigjöld hátt í tvöfaldast og fella á niður samnýtingu skattþrepa í tilviki hjóna og sambýlisfólks. Í ríkisstjórn sem samanstendur af tveimur vinstri flokkum og einum miðju flokki ættu þessi áform svo sem ekki að koma neinum á óvart. Ríkisstjórn í leiðréttingarferli Atvinnuvegaráðherra hefur boðað svokallaða „leiðréttingu“ á veiðigjöldum, sem felur í sér að veiðigjöld munu um það bil tvöfaldast. Með öðrum og réttari orðum má nota hugtakið skattahækkun. Í einföldu máli má lýsa skattahækkun sem hvers konar löggjöf sem leiðir af sér að einstaklingar eða fyrirtæki borgi hærri skatt en fyrir lagasetninguna. Það eru því afleiðingar lagasetningar sem stýra því hvort í henni felist skattahækkun, en ekki titill hennar eða yfirlýsingar stjórnmálamanna. Það er síðan persónuleg skoðun hvers og eins hvort tiltekin skattahækkun sé sanngjörn eða ekki. Veiðigjaldið er ekki nýtt af nálinni en þrátt fyrir það hefur staðið furðu mikill styr um eðli þess. Í greinargerð með frumvarpinu um hækkun á veiðigjaldi segir orðrétt: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur“. Starfsmaður ráðuneytisins sem skrifaði frumvarpið hefur greinilega aldrei hitt fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar eða þingmenn stjórnarmeirihlutans sem hafa lagt sérstakt kapp á að fullyrða að veiðigjaldið sé alls ekki skattur. Stjórnarliðar virðast skeyta engu um skýrt orðalag frumvarpsins sjálfs eða dóma Hæstaréttar sem slegið hafa föstu að veiðigjald sé sannarlega skattur. Flótti frá eigin stefnu Hvað ætli búi að baki þessum málflutningi ríkisstjórnarinnar? Erfitt er að ímynda sér að stjórnarliðar séu ómeðvitaðir um innihald frumvarpsins eða dómaframkvæmd Hæstaréttar, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafa ítrekað verið minntir á þær staðreyndir af stjórnarandstöðunni, án þess þó að það hafi leitt af sér leiðréttingu á málflutningi þeirra. Líkast til er ástæðan fyrir þessari gaslýsingu stjórnarinnar sú að þau eru hikandi við að nota orðið skattur. Hún virðist hvorki vilja ræða né verja fyrirætlanir sínar um skattahækkanir en þess í stað er stuðst við önnur hugtök sem þeim finnst hljóma betur. Þessi aðferð minnir mann óneitanlega á fleyg orð sem Barack Obama lét falla á sínum tíma: „You can put lipstick on a pig, but it‘s still a pig“. Þetta plan stjórnarinnar um að setja varalit á skattahækkanirnar sínar með því að kalla þær leiðréttingu breytir engu um eðli þeirra. Þær eru samt enn skattahækkanir. Skattarnir eru bara ekki nógu háir! Það er miður að ríkisstjórnin sýni ekki meiri heiðarleika í störfum sínum og opinberri umræðu. Vinstri stjórnir eiga ekki að vera feimnar við að hækka skatta, það er í fullu samræmi við eðli þeirra. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að ríkisstjórninni finnst atvinnulífið ekki borga nógu háa skatta og vill því hækka þá. Það er sjónarmið sem er sjálfsagt og eðlilegt að sumir stjórnmálaflokkar hafi. Sama á við um afnám samnýtingar skattþrepa hjóna og sambýlisfólks. Þar telur ríkisstjórnin sig hafa fundið hóp fólks sem greiðir ekki nægilega háa skatta og vill þar af leiðandi breyta lögunum á þann veg að það greiði hærri skatt. Það er reynt að réttlæta með því að vísa til þess að það séu aðallega vel stæðir karlmenn yfir fertugu sem nýta sér þessa samnýtingu skattþrepa, en virðast alveg gleyma tekjulægri makanum sem forsenda er að búi með miðaldra karlinum. Nema náttúrulega ríkisstjórnin sé búin að afnema heimilin sem efnahagslega einingu án þess að segja neinum frá því. Sem ég held reyndar ekki, en það er auðveldara að réttlæta skattahækkun ef það eru bara ríku kallarnir sem borga. Sem er hins vegar ekki raunin. Skattahækkanir eru þeirra pólitík og sjálfsagt og eðlilegt að þau mæli fyrir því. Ég sakna þess hins vegar að ríkisstjórnin standi bein í baki, færi rök fyrir sínum áætlunum og reyni að sannfæra fólk um ágæti þess. Í staðinn kýs hún að smyrja varalit á skattagrísinn og segja okkur að hann sé lamb. Það er auðveldara en að réttlæta göltinn sem hann er í reynd. Höfundur er starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun