Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2025 08:01 Á tiltölulega skömmum starfstíma nýs meirihluta í borgarstjórn, hefur verið lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu nýrra íbúða til þess að mæta brýnni þörf fyrir hagkvæmt húsnæði. Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans segir m.a.: „Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.“ Ný nálgun Með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir nokkrum vikum. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Áætlanirnar fela jafnframt í sér aðgerðir til að hækka stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga, einfalda byggingarreglugerð og bæta eftirlit. Þá verður innleitt stafrænt ferli fyrir byggingarleyfi sem eykur gagnsæi og flýtir málsmeðferð. Ný borgarhönnunarstefna Í fyrsta áfanga verða byggðar allt að 4.000 nýjar íbúðir af þeim 10.000 sem áætlað er að rísi í Úlfarsárdal á næstu árum. Allt skipulag svæðisins verður unnið í nánu samstarfi borgarinnar og innviðafélagsins - og byggt á skýrum samfélagslegum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda. Þótt um þétta byggð verði að ræða mun ný borgarhönnunarstefna tryggja að þéttleikinn verði ekki svo mikill að skuggavarp skerði birtu um of. Enn fremur verður lögð rík áhersla á góða hljóðvist og vistvænt og aðlaðandi umhverfi. Ný framtíðarsýn Með auknu framboði á hagkvæmu húsnæði ásamt hærri stofnframlögum og fjölgun hlutdeildarlána - eru að verða til ný viðmið hvað varðar uppbyggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir ríkisstjórnar og borgaryfirvalda hafa í raun mótað nýja og heildstæðari framtíðarsýn sem styður enn betur við þá sem hvað erfiðast hafa átt með að eignast eigið húsnæði. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á tiltölulega skömmum starfstíma nýs meirihluta í borgarstjórn, hefur verið lögð sérstök áhersla á að hraða uppbyggingu nýrra íbúða til þess að mæta brýnni þörf fyrir hagkvæmt húsnæði. Í samstarfsyfirlýsingu meirihlutans segir m.a.: „Hröð húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Efnt verður til sameiginlegrar vinnu Reykjavíkur og verkalýðsfélaga með það að markmiði að stofna félag um þróun nýrra svæða og fara nýjar leiðir við skipulag, uppbyggingu innviða og fjármögnun þeirra.“ Ný nálgun Með stofnun innviðafélags hefur Reykjavíkurborg í samstarfi með öflugum verkalýðsfélögum, markað nýja stefnu í húsnæðisuppbyggingu. Þessi nálgun fellur vel að fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir nokkrum vikum. Markmið húsnæðispakkans er að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Með samstilltu átaki verður hægt að hraða uppbyggingu og stuðla að sanngjarnara húsnæðis- og leiguverði. Áætlanirnar fela jafnframt í sér aðgerðir til að hækka stofnframlög til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga, einfalda byggingarreglugerð og bæta eftirlit. Þá verður innleitt stafrænt ferli fyrir byggingarleyfi sem eykur gagnsæi og flýtir málsmeðferð. Ný borgarhönnunarstefna Í fyrsta áfanga verða byggðar allt að 4.000 nýjar íbúðir af þeim 10.000 sem áætlað er að rísi í Úlfarsárdal á næstu árum. Allt skipulag svæðisins verður unnið í nánu samstarfi borgarinnar og innviðafélagsins - og byggt á skýrum samfélagslegum markmiðum og skilyrðum borgaryfirvalda. Þótt um þétta byggð verði að ræða mun ný borgarhönnunarstefna tryggja að þéttleikinn verði ekki svo mikill að skuggavarp skerði birtu um of. Enn fremur verður lögð rík áhersla á góða hljóðvist og vistvænt og aðlaðandi umhverfi. Ný framtíðarsýn Með auknu framboði á hagkvæmu húsnæði ásamt hærri stofnframlögum og fjölgun hlutdeildarlána - eru að verða til ný viðmið hvað varðar uppbyggingu nýs húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðir ríkisstjórnar og borgaryfirvalda hafa í raun mótað nýja og heildstæðari framtíðarsýn sem styður enn betur við þá sem hvað erfiðast hafa átt með að eignast eigið húsnæði. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar