Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 18:00 Blaðamannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum og lýst því jafnframt að forsendur fyrir rekstri fréttastofu geti alfarið brostið vegna síversnandi rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla. Þrátt fyrir að styrkir til einkarekinna miðla hafi verið teknir upp að norrænni fyrirmynd fyrir fáeinum árum eru þeir langt frá því að duga til viðbragðs við gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Styrkirnir eru lægri hér en víðast annars staðar og smæð íslensks samfélags gerir rekstur fjölmiðla enn erfiðari. Þar að auki hefur orðið algjört hrun í auglýsingatekjum vegna yfirburðastöðu tæknirisa á borð við Meta og Google. Íslenskum fjölmiðlum er jafnframt óheimilt að birta auglýsingar sem erlendir miðlar mega birta, og Íslendingar eru almennt tregari en aðrar þjóðir til að greiða fyrir áskriftir að fréttamiðlum. Þetta gerist á sama tíma og öflugir, sjálfstæðir fjölmiðlar, þar sem stunduð er fagleg blaðamennska, eru taldir ein helsta vörn lýðræðisríkja gegn skipulagðri misbeitingu upplýsinga og tilraunum utanaðkomandi afla til að hafa áhrif á lýðræðislega ákvarðanatöku og umræðu. Blaðamannafélagið hefur árum saman kallað eftir auknum stuðningi stjórnvalda við fréttamiðla, lagt fram fjölda tillagna, efnt til Lausnamóts og kynnt í kjölfarið leiðarvísi fyrir stjórnvöld. Tillögurnar byggja að stórum hluta á norrænni fyrirmynd, þar sem fjölmiðlafrelsi er meðal þess besta í heimi. Eitt helsta vandamálið virðist vera skortur á skilningi valdhafa á því hver tilgangur stuðnings við fjölmiðla og blaðamennsku er. Danir gáfu fyrir fáeinum dögum út ítarlega skýrslu um fyrirhugaðar breytingar á stuðningskerfi þeirra fyrir fjölmiðla. Þar er í löngu máli farið yfir ástæður þess að ekki eigi að líta á styrki til einkarekinna fjölmiðla sem rekstrarstyrki til fyrirtækja, heldur séu þeir „lýðræðisstyrkur í þágu borgaranna“. Styrkir til einkarekinna fjölmiðla, segir í skýrslunni, eru „strategísk fjárfesting í sjálfstæðum fréttamiðlum sem, með ritstjórnarlegri ábyrgð og vinnu, leggja sitt af mörkum til að byggja undir almenningssamtalið og lýðræðið.“ Fjölmiðlar og blaðamennska eru ómissandi hluti af innviðum lýðræðisríkja og það verður að endurspeglast í stefnu stjórnvalda. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að bregðast við af krafti og tryggja að hér geti starfað öflugir, sjálfstæðir fréttamiðlar í þágu almennings. Við þurfum jafnframt samfélagssátt um mikilvægi blaðamennsku. Almenningur þarf að styðja fréttamiðla með áskriftum og fyrirtæki með auglýsingum. Við erum öll sammála um að við viljum öfluga, innlenda fjölmiðla. Sýnum það í verki. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Sýn Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum og lýst því jafnframt að forsendur fyrir rekstri fréttastofu geti alfarið brostið vegna síversnandi rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla. Þrátt fyrir að styrkir til einkarekinna miðla hafi verið teknir upp að norrænni fyrirmynd fyrir fáeinum árum eru þeir langt frá því að duga til viðbragðs við gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Styrkirnir eru lægri hér en víðast annars staðar og smæð íslensks samfélags gerir rekstur fjölmiðla enn erfiðari. Þar að auki hefur orðið algjört hrun í auglýsingatekjum vegna yfirburðastöðu tæknirisa á borð við Meta og Google. Íslenskum fjölmiðlum er jafnframt óheimilt að birta auglýsingar sem erlendir miðlar mega birta, og Íslendingar eru almennt tregari en aðrar þjóðir til að greiða fyrir áskriftir að fréttamiðlum. Þetta gerist á sama tíma og öflugir, sjálfstæðir fjölmiðlar, þar sem stunduð er fagleg blaðamennska, eru taldir ein helsta vörn lýðræðisríkja gegn skipulagðri misbeitingu upplýsinga og tilraunum utanaðkomandi afla til að hafa áhrif á lýðræðislega ákvarðanatöku og umræðu. Blaðamannafélagið hefur árum saman kallað eftir auknum stuðningi stjórnvalda við fréttamiðla, lagt fram fjölda tillagna, efnt til Lausnamóts og kynnt í kjölfarið leiðarvísi fyrir stjórnvöld. Tillögurnar byggja að stórum hluta á norrænni fyrirmynd, þar sem fjölmiðlafrelsi er meðal þess besta í heimi. Eitt helsta vandamálið virðist vera skortur á skilningi valdhafa á því hver tilgangur stuðnings við fjölmiðla og blaðamennsku er. Danir gáfu fyrir fáeinum dögum út ítarlega skýrslu um fyrirhugaðar breytingar á stuðningskerfi þeirra fyrir fjölmiðla. Þar er í löngu máli farið yfir ástæður þess að ekki eigi að líta á styrki til einkarekinna fjölmiðla sem rekstrarstyrki til fyrirtækja, heldur séu þeir „lýðræðisstyrkur í þágu borgaranna“. Styrkir til einkarekinna fjölmiðla, segir í skýrslunni, eru „strategísk fjárfesting í sjálfstæðum fréttamiðlum sem, með ritstjórnarlegri ábyrgð og vinnu, leggja sitt af mörkum til að byggja undir almenningssamtalið og lýðræðið.“ Fjölmiðlar og blaðamennska eru ómissandi hluti af innviðum lýðræðisríkja og það verður að endurspeglast í stefnu stjórnvalda. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að bregðast við af krafti og tryggja að hér geti starfað öflugir, sjálfstæðir fréttamiðlar í þágu almennings. Við þurfum jafnframt samfélagssátt um mikilvægi blaðamennsku. Almenningur þarf að styðja fréttamiðla með áskriftum og fyrirtæki með auglýsingum. Við erum öll sammála um að við viljum öfluga, innlenda fjölmiðla. Sýnum það í verki. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun