Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2025 07:00 Mikill meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudaginn skýrslu utanríkismálanefndar þingsins um stefnu sambandsins gagnvart norðurslóðum eða 510 á móti 75 en hún hafði áður hlotið samþykki mikils meirihluta fulltrúa í nefndinni. Í skýrslunni er meðal annars rætt um mikilvægi náttúru- og orkuauðlinda Íslands, Noregs og Grænlands fyrir Evrópusambandið og stofnanir þess hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið. Fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, um það hvort hafið verði á ný umsóknarferli að Evrópusambandinu, er fagnað (liður ab) í skýrslunni. Þá segir að fram að því hyggist sambandið „taka með virkum hætti þátt í því með íslenzku ríkisstjórninni að kynna kosti mögulegrar aðildar að ESB og vinna að auknum undirbúningi fyrir endurnýjað umsóknarferli ef Ísland virkjar með formlegum hætti umsókn sína.“ Á sama tíma býður sambandið fram aðstoð sína gegn erlendum afskiptum. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið ekki aðeins í hyggju að hafa afskipti af umræðunni hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins, og það í samstarfi við ríkisstjórnina, heldur rammpólitík afskipti þar sem einungis verði lögð áherzla á kosti þess að mati sambandsins að Ísland verði hluti þess. Um leið vill það beita sér gegn öðrum erlendum afskiptum af kosningunni. Evrópusambandið virðist þannig ekki líta á fyrirhuguð afskipti sín í þeim efnum sem erlenda íhlutun. Talið um aukinn undirbúning (e. enhance preparedness) fyrir endurnýjað umsóknarferli að Evrópusambandinu vekur athygli. Ekki sízt í ljósi þess að stjórnvöld hafa á liðnum mánuðum undirritað ýmis samkomulög við sambandið sem meðal annars fela í sér aðlögun að stefnum þess. Þar ber hæst samkomulag sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, undirritaði í maí og kveður á um aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Hvað orðalagið um samflot Evrópusambandsins með ríkisstjórninni í því að tala fyrir inngöngu í sambandið varðar vekur það óneitanlega upp spurningar. Erfitt er að skilja það á annan veg en þann að þar að baki liggi samskipti við hérlenda ráðamenn. Í það minnsta í utanríkisráðuneytinu. Enginn fyrirvari er settur um áhuga stjórnvalda heldur talað um það eins og frágengið mál. Eðlilegt hlýtur að vera að inna ráðamenn eftir því hvort samskipti um slíkt samstarf hafi farið fram. Full ástæða er einnig til þess að spyrja stjórnvöld að því hvort það geti talizt ásættanlegt að Evrópusambandið reki einhliða pólitískan áróður hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins eins og áform eru um samkvæmt skýrslunni eða hafi afskipti af málinu yfir höfuð. Fyrir utan þau erlendu afskipti af innanlandsmálum okkar Íslendinga og lýðræðislegri kosningu sem þau áform fela í sér þarf vart að ræða um þá miklu fjármuni sem sambandið getur beitt í þeim efnum. Velta má annars fyrir sér hvers vegna Evrópusambandið telur samkvæmt skýrslunni ekkert óeðlilegt við það að hafa afskipti af þjóðaratkvæðinu á sama tíma og það býður fram aðstoð sína við það að koma í veg fyrir önnur erlend afskipti af því. Líklegasta skýringin er aðild Íslands að EES-samningnum sem felur í sér einhliða upptöku regluverks frá sambandinu og vaxandi framsal valds til þess. Fyrir vikið telji ráðamenn í Brussel landið vera á pólitísku yfirráðasvæði þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti þingmanna á þingi Evrópusambandsins samþykkti á miðvikudaginn skýrslu utanríkismálanefndar þingsins um stefnu sambandsins gagnvart norðurslóðum eða 510 á móti 75 en hún hafði áður hlotið samþykki mikils meirihluta fulltrúa í nefndinni. Í skýrslunni er meðal annars rætt um mikilvægi náttúru- og orkuauðlinda Íslands, Noregs og Grænlands fyrir Evrópusambandið og stofnanir þess hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið. Fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, um það hvort hafið verði á ný umsóknarferli að Evrópusambandinu, er fagnað (liður ab) í skýrslunni. Þá segir að fram að því hyggist sambandið „taka með virkum hætti þátt í því með íslenzku ríkisstjórninni að kynna kosti mögulegrar aðildar að ESB og vinna að auknum undirbúningi fyrir endurnýjað umsóknarferli ef Ísland virkjar með formlegum hætti umsókn sína.“ Á sama tíma býður sambandið fram aðstoð sína gegn erlendum afskiptum. Með öðrum orðum hefur Evrópusambandið ekki aðeins í hyggju að hafa afskipti af umræðunni hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins, og það í samstarfi við ríkisstjórnina, heldur rammpólitík afskipti þar sem einungis verði lögð áherzla á kosti þess að mati sambandsins að Ísland verði hluti þess. Um leið vill það beita sér gegn öðrum erlendum afskiptum af kosningunni. Evrópusambandið virðist þannig ekki líta á fyrirhuguð afskipti sín í þeim efnum sem erlenda íhlutun. Talið um aukinn undirbúning (e. enhance preparedness) fyrir endurnýjað umsóknarferli að Evrópusambandinu vekur athygli. Ekki sízt í ljósi þess að stjórnvöld hafa á liðnum mánuðum undirritað ýmis samkomulög við sambandið sem meðal annars fela í sér aðlögun að stefnum þess. Þar ber hæst samkomulag sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og utanríkisráðherra, undirritaði í maí og kveður á um aðlögun að utanríkisstefnu Evrópusambandsins. Hvað orðalagið um samflot Evrópusambandsins með ríkisstjórninni í því að tala fyrir inngöngu í sambandið varðar vekur það óneitanlega upp spurningar. Erfitt er að skilja það á annan veg en þann að þar að baki liggi samskipti við hérlenda ráðamenn. Í það minnsta í utanríkisráðuneytinu. Enginn fyrirvari er settur um áhuga stjórnvalda heldur talað um það eins og frágengið mál. Eðlilegt hlýtur að vera að inna ráðamenn eftir því hvort samskipti um slíkt samstarf hafi farið fram. Full ástæða er einnig til þess að spyrja stjórnvöld að því hvort það geti talizt ásættanlegt að Evrópusambandið reki einhliða pólitískan áróður hér á landi í aðdraganda þjóðaratkvæðisins eins og áform eru um samkvæmt skýrslunni eða hafi afskipti af málinu yfir höfuð. Fyrir utan þau erlendu afskipti af innanlandsmálum okkar Íslendinga og lýðræðislegri kosningu sem þau áform fela í sér þarf vart að ræða um þá miklu fjármuni sem sambandið getur beitt í þeim efnum. Velta má annars fyrir sér hvers vegna Evrópusambandið telur samkvæmt skýrslunni ekkert óeðlilegt við það að hafa afskipti af þjóðaratkvæðinu á sama tíma og það býður fram aðstoð sína við það að koma í veg fyrir önnur erlend afskipti af því. Líklegasta skýringin er aðild Íslands að EES-samningnum sem felur í sér einhliða upptöku regluverks frá sambandinu og vaxandi framsal valds til þess. Fyrir vikið telji ráðamenn í Brussel landið vera á pólitísku yfirráðasvæði þess. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun