Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 6. maí 2025 09:02 Ég minnist þess þegar við lásum fréttir af því að Ísraelsher hefði varpað eldflaug á fyrsta spítalann, þegar hin sex ára Hind hringdi í neyðarlínuna umkringd látnum fjölskyldumeðlimum rétt áður en hún var myrt sjálf, þegar höfuðlausu smábarni var lyft upp af harmi slegnum föður eftir sprengjuárás á flóttamannabúðir. Manst þú hvernig þér leið þá? Í gær ákvað Ísraelsstjórn svo að hefja skuli allsherjarinnrás á Gaza, þar sem tvær milljónir manna svelta nú við vonlausar aðstæður, með það fyrir augum að hertaka svæðið. Fleira saklaust fólk mun deyja, fleiri lítil börn verða sprengd í sundur. Hvernig líður þér núna? Ég veit að ég hef með tímanum - gegn betri vitund - misst næmnina fyrir sársauka fólksins á Gaza og þeirri grimmd sem þeim er sýnd á degi hverjum. En það er nákvæmlega svoleiðis sem afmennskun virkar, nákvæmlega svona sem síendurtekið og linnulaust ofbeldi virkar. Ísraelsstjórn hefur fært mörkin millimeter eftir millimeter undanfarið eitt og hálft ár - og nú á að reka smiðshöggið á þjóðarmorðið sem framið er fyrir augunum á okkur öllum. Alþjóðalög hafa aftur og aftur verið virt að vettugi, en alþjóðastofnanir standa með hendur bundnar því stórar þjóðir á borð við Bandaríkin og Þýskaland koma í veg fyrir að Ísraelar séu gerðir ábyrgir gjörða sinna. Á meðan býr þjóð sem er að miklum hluta börn við hryllilegustu aðstæður sem hægt er að ímynda sér, og bíður nú innrásar eins fullkomnasta hers í heimi. Það þarf varla að taka fram að fordæmið sem atburðarás undanfarinna missera setur er skelfilegt fyrir smáþjóð eins og Ísland. Hinir sterku valta yfir allt og alla og afleiðingarnar eru engar, því hagsmunirnir eru of ríkir. Hvernig viljum við að framtíðarkynslóðir minnist okkar, í alvöru? Við eigum að ganga eins langt og við mögulega getum til þess að reyna að stöðva þennan hrylling. Ísland er smáþjóð, en hugrekki getur af sér hugrekki. Það var skylda Íslands fyrir ári síðan að grípa til alvöru aðgerða. Það er ófrávíkjanleg skylda okkar núna. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Ég minnist þess þegar við lásum fréttir af því að Ísraelsher hefði varpað eldflaug á fyrsta spítalann, þegar hin sex ára Hind hringdi í neyðarlínuna umkringd látnum fjölskyldumeðlimum rétt áður en hún var myrt sjálf, þegar höfuðlausu smábarni var lyft upp af harmi slegnum föður eftir sprengjuárás á flóttamannabúðir. Manst þú hvernig þér leið þá? Í gær ákvað Ísraelsstjórn svo að hefja skuli allsherjarinnrás á Gaza, þar sem tvær milljónir manna svelta nú við vonlausar aðstæður, með það fyrir augum að hertaka svæðið. Fleira saklaust fólk mun deyja, fleiri lítil börn verða sprengd í sundur. Hvernig líður þér núna? Ég veit að ég hef með tímanum - gegn betri vitund - misst næmnina fyrir sársauka fólksins á Gaza og þeirri grimmd sem þeim er sýnd á degi hverjum. En það er nákvæmlega svoleiðis sem afmennskun virkar, nákvæmlega svona sem síendurtekið og linnulaust ofbeldi virkar. Ísraelsstjórn hefur fært mörkin millimeter eftir millimeter undanfarið eitt og hálft ár - og nú á að reka smiðshöggið á þjóðarmorðið sem framið er fyrir augunum á okkur öllum. Alþjóðalög hafa aftur og aftur verið virt að vettugi, en alþjóðastofnanir standa með hendur bundnar því stórar þjóðir á borð við Bandaríkin og Þýskaland koma í veg fyrir að Ísraelar séu gerðir ábyrgir gjörða sinna. Á meðan býr þjóð sem er að miklum hluta börn við hryllilegustu aðstæður sem hægt er að ímynda sér, og bíður nú innrásar eins fullkomnasta hers í heimi. Það þarf varla að taka fram að fordæmið sem atburðarás undanfarinna missera setur er skelfilegt fyrir smáþjóð eins og Ísland. Hinir sterku valta yfir allt og alla og afleiðingarnar eru engar, því hagsmunirnir eru of ríkir. Hvernig viljum við að framtíðarkynslóðir minnist okkar, í alvöru? Við eigum að ganga eins langt og við mögulega getum til þess að reyna að stöðva þennan hrylling. Ísland er smáþjóð, en hugrekki getur af sér hugrekki. Það var skylda Íslands fyrir ári síðan að grípa til alvöru aðgerða. Það er ófrávíkjanleg skylda okkar núna. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun