„Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2025 10:33 Hörður Axel Vilhjálmsson lék í rúm tuttugu ár í meistaraflokki. vísir/diego Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Álftanes tapaði fyrir Tindastóli í gær. Eftir leikinn fóru sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds yfir feril Harðar Axels. Stólarnir unnu leikinn í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í gær, 90-105, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu. Eftir leikinn tilkynnti Hörður Axel í viðtali að hann væri hættur í körfubolta. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi fóru yfir feril Harðar Axels og mærðu þennan stoðsendingahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi. „Hann á glæsilegan feril. Hann hlýtur að gera hann upp þannig, að hann hafi staðið sig mjög vel og áorkað heilan helling. Hann getur skilið sáttur við þetta og ég sagði honum einfaldlega að njóta þess sem er framundan. Ég vona bara, hvenær sem það verður, að hann komi aftur inn í körfuboltaheiminn aftur, í einhverju hlutverki,“ sagði Helgi Már Magnússon sem lék með Herði Axel í landsliðinu, meðal annars á EM 2015. Arnar Guðjónsson var um tíma aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þekkir Hörð Axel vel. „Það kemur alltaf að þessu á endanum en hann á frábæran feril. Hann spilar víða í Evrópu. Hann er leikstjórnandi landsliðsins á báðum stórmótunum sem það hefur farið á þannig að það er verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril,“ sagði Arnar. „Umræðan hefur oft litast af því að hann á ekki titil á Íslandi en hann hefur unnið Pro A í Þýskalandi og unnið það að lið fari tvisvar á stórmót sem hafði aldrei gerst áður. Það er eitthvað sem menn geta verið stoltir af og ekki margir sem hafa náð því.“ Hér á landi lék Hörður Axel með Fjölni, Njarðvík, Keflavík og Álftanesi. Hann lék einnig á Spáni, í Þýskalandi, Grikklandi, Tékklandi, Belgíu, Ítalíu og Kasakstan. Hörður Axel lék 86 leiki fyrir íslenska landsliðið. Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Stólarnir unnu leikinn í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í gær, 90-105, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu. Eftir leikinn tilkynnti Hörður Axel í viðtali að hann væri hættur í körfubolta. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi fóru yfir feril Harðar Axels og mærðu þennan stoðsendingahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi. „Hann á glæsilegan feril. Hann hlýtur að gera hann upp þannig, að hann hafi staðið sig mjög vel og áorkað heilan helling. Hann getur skilið sáttur við þetta og ég sagði honum einfaldlega að njóta þess sem er framundan. Ég vona bara, hvenær sem það verður, að hann komi aftur inn í körfuboltaheiminn aftur, í einhverju hlutverki,“ sagði Helgi Már Magnússon sem lék með Herði Axel í landsliðinu, meðal annars á EM 2015. Arnar Guðjónsson var um tíma aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þekkir Hörð Axel vel. „Það kemur alltaf að þessu á endanum en hann á frábæran feril. Hann spilar víða í Evrópu. Hann er leikstjórnandi landsliðsins á báðum stórmótunum sem það hefur farið á þannig að það er verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril,“ sagði Arnar. „Umræðan hefur oft litast af því að hann á ekki titil á Íslandi en hann hefur unnið Pro A í Þýskalandi og unnið það að lið fari tvisvar á stórmót sem hafði aldrei gerst áður. Það er eitthvað sem menn geta verið stoltir af og ekki margir sem hafa náð því.“ Hér á landi lék Hörður Axel með Fjölni, Njarðvík, Keflavík og Álftanesi. Hann lék einnig á Spáni, í Þýskalandi, Grikklandi, Tékklandi, Belgíu, Ítalíu og Kasakstan. Hörður Axel lék 86 leiki fyrir íslenska landsliðið.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33