Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 30. apríl 2025 09:33 Í hjarta jafnaðarmennskunnar slær sú sannfæring að réttlæti og jafnrétti eigi að ríkja í samfélagi okkar og með samstöðu getum við nálgast þetta markmið. Frá upphafi hefur barátta jafnaðarmanna verið órofa tengd verkalýðsbaráttunni – baráttunni fyrir að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör, félagslegt öryggi og raunverulegt vald yfir eigin lífi óháð uppruna, kyni, bakgrunni, stöðu eða stétt. Samfylkingin − jafnaðarflokkur Íslands heldur 1. maí í heiðri minningu þeirra sem frá því snemma á liðinni öld hafa barist fyrir réttindum sem launafólk nýtur nú góðs af, svo sem orlofsrétti, fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum, veikindarétti, öryggi í starfi, styttri vinnuviku. Barátta þeirra sem á undan hafa gengið í þessari mannréttindasókn er arfleifð okkar – en sú barátta er langt í frá á enda. Við lifum á tímum þar sem þau réttindi sem áunnist hafa á þessum tíma þykja sjálfsögð. Sumum þykja þau jafnvel óþörf, og vilja skerða rétt launafólks til kjarabaráttu og verkfalla. Þá er ójöfnuðurinn á vinnumarkaði vegna kynbundins launamunar óþolandi fortíðardraugur sem við þurfum að kveða niður með samstöðu. Einnig hefur húsnæðismarkaðurinn verið ósanngjarn, og láglaunafólkið á vinnumarkaði, sem ber þyngstu byrðarnar, hefur ekki búið við þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Þessi raunveruleiki blasir við og þess vegna stendur Samfylkingin nú af fullum krafti með verkalýðshreyfingunni, bæði í landstjórninni og í sveitarfélögunum, í að bæta úr þessum, tja, meinum vil ég segja. Samstaða, jöfnuður og réttlæti eiga ekki að vera orðin tóm – þau eru lífæð samfélagsins. Verkalýðsbaráttan sprettur af þeirri einföldu en djúpstæðu sannfæringu að vinnandi fólk sé hornsteinn samfélagsins, og við í Samfylkingunni vitum að það er fólkið sem skapar auðinn í samfélaginu. Án vinnandi fólks eru engir atvinnuvegir, engin fyrirtæki dafna og engin samfélög blómstra. Samt sem áður hefur sagan sýnt okkur hvernig vinnuafl er og misbeitt í þágu fárra. Því rísa jafnaðarmenn upp, ekki til að skapa óvissu eða glundroða í samfélaginu, heldur til að móta réttlátari grunn til framtíðar með skýru framtíðarplani. Ein af grunnkröfum jafnaðarmannastefnunnar hefur verið sú að fólk á vinnumarkaði þurfi ekki að lifa í fátækt. Mannlegri reisn vinnandi fólks má aldrei fórna fyrir skammtímahagnað eða vegna græðgi. Ásamt kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sanngjörn laun hefur baráttan einnig snúist um að standa vörð um velferðina og berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, gegn launamisrétti, ofbeldi gegn konum á vinnumarkaði og kynbundnum launamun, sem stundum virðist meitlaður í stein. En jafnaðarmennska gengur ekki aðeins út á að tryggja réttindi í samfélaginu í heild, heldur einnig á vinnustöðunum. Vinnandi fólk á auðvitað rétt á því að rödd þess heyrist þegar teknar eru ákvarðanir sem snúa að daglegu lífi þess, hvort sem um er að ræða launakjör, vinnutíma eða skipulag vinnunnar. Lýðræði á vinnustöðum styrkir samfélagið allt, því það stuðlar að sameiginlegri ábyrgð og virðingu fyrir margbreytileika. Vinnandi fólk á Íslandi á meira sameiginlegt með vinnandi fólki í öðrum löndum en með auðstéttum innanlands. Þess vegna leggja jafnaðarmenn áherslu á alþjóðlega samstöðu gegn láglaunastefnu, gegn niðurrifi réttinda og fyrir sanngjörnu, sjálfbæru hagkerfi sem þjónar fjöldanum frekar en litlum organdi minnihluta sem gerður er út af auðstéttinni. Jafnaðarmennskan sem Samfylkingin stendur fyrir og verkalýðsbaráttan eru og verða órjúfanlega samtvinnuð. Við í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík fögnum þess vegna 1. maí með verkalýðshreyfingunni og bjóðum gestum og gangandi í verkalýðskaffi í húsi Oddfellowa á Vonarstræti 10 (gamla Tjarnarbúð), til móts við Ráðhúsið, eftir kröfugöngu og baráttufund kl. 15 á Ingólfstorgi. Í tilefni af Kvennaárinu höfum við fengið þrjár öflugar forystukonur til að flytja ávarp – þær Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra, og Birgittu Ragnarsdóttur, stjórnarmann í ASÍ-ung. Án baráttu fyrir réttindum vinnandi fólks verður ekkert raunverulegt jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í hjarta jafnaðarmennskunnar slær sú sannfæring að réttlæti og jafnrétti eigi að ríkja í samfélagi okkar og með samstöðu getum við nálgast þetta markmið. Frá upphafi hefur barátta jafnaðarmanna verið órofa tengd verkalýðsbaráttunni – baráttunni fyrir að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör, félagslegt öryggi og raunverulegt vald yfir eigin lífi óháð uppruna, kyni, bakgrunni, stöðu eða stétt. Samfylkingin − jafnaðarflokkur Íslands heldur 1. maí í heiðri minningu þeirra sem frá því snemma á liðinni öld hafa barist fyrir réttindum sem launafólk nýtur nú góðs af, svo sem orlofsrétti, fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum, veikindarétti, öryggi í starfi, styttri vinnuviku. Barátta þeirra sem á undan hafa gengið í þessari mannréttindasókn er arfleifð okkar – en sú barátta er langt í frá á enda. Við lifum á tímum þar sem þau réttindi sem áunnist hafa á þessum tíma þykja sjálfsögð. Sumum þykja þau jafnvel óþörf, og vilja skerða rétt launafólks til kjarabaráttu og verkfalla. Þá er ójöfnuðurinn á vinnumarkaði vegna kynbundins launamunar óþolandi fortíðardraugur sem við þurfum að kveða niður með samstöðu. Einnig hefur húsnæðismarkaðurinn verið ósanngjarn, og láglaunafólkið á vinnumarkaði, sem ber þyngstu byrðarnar, hefur ekki búið við þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Þessi raunveruleiki blasir við og þess vegna stendur Samfylkingin nú af fullum krafti með verkalýðshreyfingunni, bæði í landstjórninni og í sveitarfélögunum, í að bæta úr þessum, tja, meinum vil ég segja. Samstaða, jöfnuður og réttlæti eiga ekki að vera orðin tóm – þau eru lífæð samfélagsins. Verkalýðsbaráttan sprettur af þeirri einföldu en djúpstæðu sannfæringu að vinnandi fólk sé hornsteinn samfélagsins, og við í Samfylkingunni vitum að það er fólkið sem skapar auðinn í samfélaginu. Án vinnandi fólks eru engir atvinnuvegir, engin fyrirtæki dafna og engin samfélög blómstra. Samt sem áður hefur sagan sýnt okkur hvernig vinnuafl er og misbeitt í þágu fárra. Því rísa jafnaðarmenn upp, ekki til að skapa óvissu eða glundroða í samfélaginu, heldur til að móta réttlátari grunn til framtíðar með skýru framtíðarplani. Ein af grunnkröfum jafnaðarmannastefnunnar hefur verið sú að fólk á vinnumarkaði þurfi ekki að lifa í fátækt. Mannlegri reisn vinnandi fólks má aldrei fórna fyrir skammtímahagnað eða vegna græðgi. Ásamt kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sanngjörn laun hefur baráttan einnig snúist um að standa vörð um velferðina og berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, gegn launamisrétti, ofbeldi gegn konum á vinnumarkaði og kynbundnum launamun, sem stundum virðist meitlaður í stein. En jafnaðarmennska gengur ekki aðeins út á að tryggja réttindi í samfélaginu í heild, heldur einnig á vinnustöðunum. Vinnandi fólk á auðvitað rétt á því að rödd þess heyrist þegar teknar eru ákvarðanir sem snúa að daglegu lífi þess, hvort sem um er að ræða launakjör, vinnutíma eða skipulag vinnunnar. Lýðræði á vinnustöðum styrkir samfélagið allt, því það stuðlar að sameiginlegri ábyrgð og virðingu fyrir margbreytileika. Vinnandi fólk á Íslandi á meira sameiginlegt með vinnandi fólki í öðrum löndum en með auðstéttum innanlands. Þess vegna leggja jafnaðarmenn áherslu á alþjóðlega samstöðu gegn láglaunastefnu, gegn niðurrifi réttinda og fyrir sanngjörnu, sjálfbæru hagkerfi sem þjónar fjöldanum frekar en litlum organdi minnihluta sem gerður er út af auðstéttinni. Jafnaðarmennskan sem Samfylkingin stendur fyrir og verkalýðsbaráttan eru og verða órjúfanlega samtvinnuð. Við í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík fögnum þess vegna 1. maí með verkalýðshreyfingunni og bjóðum gestum og gangandi í verkalýðskaffi í húsi Oddfellowa á Vonarstræti 10 (gamla Tjarnarbúð), til móts við Ráðhúsið, eftir kröfugöngu og baráttufund kl. 15 á Ingólfstorgi. Í tilefni af Kvennaárinu höfum við fengið þrjár öflugar forystukonur til að flytja ávarp – þær Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra, og Birgittu Ragnarsdóttur, stjórnarmann í ASÍ-ung. Án baráttu fyrir réttindum vinnandi fólks verður ekkert raunverulegt jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun