„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. apríl 2025 21:58 Baldur Þór fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Guðmundur Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með sigur Stjörnunnar á Grindavík í dag, í leik þar sem Stjörnumenn hálfpartinn stálu sigrinum á lokasekúndunum. „Þetta var bara eitthvað úrslitakeppnisrugl. Þetta dettur okkar megin og einhverjar sóknir hér og þar. Við vorum í svaklegum vandræðum með [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane, þeir voru stórkostlegir á þessum kafla og við náðum einhvern veginn að hrista upp því þægindasvæði hjá þeim þarna í lokin og strákarnir geggjaðir,“ sagði Baldur Þór í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir ótrúlegar lokasekúndur. Stjörnumenn lentu fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum og síðan tíu stigum undir í fjórða leikhluta en náði samt sem áður að kría út sigur. „Eiginlega snerist þetta aldrei þannig að þetta var okkur í hag, þetta bara endaði þarna. Það var geggjað þegar við komum með þrjá þrista í röð í fjórða leikhluta. Það var sterkt og kom með orkugeðveiki inn í þetta. Annars náðum við geggjuðum stoppum, náðum að tvöfalda vel held ég á toppnum.“ Í fjórða leikhluta varð áhugavert atvik þegar Ólafur Ólafsson keyrði á körfuna en Shaquille Rombley varði skot hans. Grindvíkingar mótmæltu og vildu meina að Rombley hefði varið skotið ólöglega, Stjörnumenn fóru í sókn og Grindvíkingar brutu. Í kjölfarið óskuðu Grindvíkingar eftir að atvikið á undan yrði skoðað og virtist enginn vita hvort það mætti eða ekki, enda búið að dæma annan dóm eftir að hitt atvikið átti sér stað. „Ég kann ekki reglurnar á þessu. Mér fannst leikurinn vera kominn í næstu sókn og ekki verið dílað við þetta augnablik strax. Ég verð að viðurkenna það að ég kann ekki reglurnar hvort það megi skoða þetta eða ekki, ég treysti Simma [Sigmundi Má Herbertssyni dómara] og hann hlýtur að kunna þetta töluvert betur en ég.“ Sigmundur Már Herbertsson og Jón Þór Eyþórsson, dómarar í leik kvöldsins, skoða atvik úr leiknum í skjá.Vísir/Guðmundur „Ég ætla bara að treysta Sigmundi, að hann hafi rétt fyrir sér. Það er ekkert annað hægt að segja, hann er fagmaður með meiri reynslu en ég að taka dómaraákvarðanir. Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér.“ Ægir Þór Steinarsson skoraði sigurkörfuna í leiknum eftir að hafa keyrt upp völlinn eftir innkast Stjörnumanna á eigin vallarhelmgini. „Við vissum að Óli væri á honum og ef Ægir kemur á ákveðnu tempói þá er erfitt fyrir Óla að halda svona hraða fyrir framan sig. Þetta kom í hausinn á manni þarna þegar einhverjir hérna fyrir ofan voru að benda á að við ættum boltann, þá kom þetta.“ Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira
„Þetta var bara eitthvað úrslitakeppnisrugl. Þetta dettur okkar megin og einhverjar sóknir hér og þar. Við vorum í svaklegum vandræðum með [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane, þeir voru stórkostlegir á þessum kafla og við náðum einhvern veginn að hrista upp því þægindasvæði hjá þeim þarna í lokin og strákarnir geggjaðir,“ sagði Baldur Þór í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir ótrúlegar lokasekúndur. Stjörnumenn lentu fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum og síðan tíu stigum undir í fjórða leikhluta en náði samt sem áður að kría út sigur. „Eiginlega snerist þetta aldrei þannig að þetta var okkur í hag, þetta bara endaði þarna. Það var geggjað þegar við komum með þrjá þrista í röð í fjórða leikhluta. Það var sterkt og kom með orkugeðveiki inn í þetta. Annars náðum við geggjuðum stoppum, náðum að tvöfalda vel held ég á toppnum.“ Í fjórða leikhluta varð áhugavert atvik þegar Ólafur Ólafsson keyrði á körfuna en Shaquille Rombley varði skot hans. Grindvíkingar mótmæltu og vildu meina að Rombley hefði varið skotið ólöglega, Stjörnumenn fóru í sókn og Grindvíkingar brutu. Í kjölfarið óskuðu Grindvíkingar eftir að atvikið á undan yrði skoðað og virtist enginn vita hvort það mætti eða ekki, enda búið að dæma annan dóm eftir að hitt atvikið átti sér stað. „Ég kann ekki reglurnar á þessu. Mér fannst leikurinn vera kominn í næstu sókn og ekki verið dílað við þetta augnablik strax. Ég verð að viðurkenna það að ég kann ekki reglurnar hvort það megi skoða þetta eða ekki, ég treysti Simma [Sigmundi Má Herbertssyni dómara] og hann hlýtur að kunna þetta töluvert betur en ég.“ Sigmundur Már Herbertsson og Jón Þór Eyþórsson, dómarar í leik kvöldsins, skoða atvik úr leiknum í skjá.Vísir/Guðmundur „Ég ætla bara að treysta Sigmundi, að hann hafi rétt fyrir sér. Það er ekkert annað hægt að segja, hann er fagmaður með meiri reynslu en ég að taka dómaraákvarðanir. Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér.“ Ægir Þór Steinarsson skoraði sigurkörfuna í leiknum eftir að hafa keyrt upp völlinn eftir innkast Stjörnumanna á eigin vallarhelmgini. „Við vissum að Óli væri á honum og ef Ægir kemur á ákveðnu tempói þá er erfitt fyrir Óla að halda svona hraða fyrir framan sig. Þetta kom í hausinn á manni þarna þegar einhverjir hérna fyrir ofan voru að benda á að við ættum boltann, þá kom þetta.“
Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn