„Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2025 11:02 Rúnar Kárason vinnur hjá Sérverk á milli handboltaæfinga. Hann hefur notið þess vel að miðla til ungs liðs Fram sem hefur leikið afar vel í vetur. Vísir/Ívar Fram er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Miklar breytingar hafa orðið frá síðustu leiktíð þar sem reynsluboltinn Rúnar Kárason fer fyrir ungu liði. Rúnar sneri heim í uppeldisfélagið Fram frá ÍBV fyrir síðustu leiktíð en Frömurum gekk ekkert sérstaklega í fyrra. Hann segir allsherjar átak hafa orðið á milli leiktíða, og hann kom einnig inn í þjálfarateymi liðsins ásamt þeim Einari Jónssyni og Haraldi Þorvarðarsyni. „Það var einhvern tímann í janúar í fyrra sem ég ákvað að hætta þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar og spítir í lófana hér í Fram. Það var þá sem við Einar og Halli byrjum að spjalla líka, um hvað við getum gert til að koma Fram á næsta stig. Af því að við vorum svolítið frá þessu,“ segir Rúnar en Fram tapaði samanlagt með 30 marka mun í tveggja leikja einvígi gegn Val í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við skíttöpuðum fyrir Val þarna í 8-liða úrslitum. Við tókum fund eftir síðasta leik og héldum því síðan áfram. Við impruðum á því að við værum bara númeri of litlir fyrir einhvern árangur í Olís-deildinni.“ Kjöt á kjúklingana Skortur hafi verið á líkamlega hlutanum og við tóku stífar lyftingaræfingar yfir sumarið. Þær hafi komið sér sérlega vel fyrir unga og upprennandi leikmenn sem voru að taka skrefið upp í meistaraflokk eftir að hafa unnið allt sem hægt var í yngri flokkum. Verkefnið var sem sagt að koma kjöti á kjúklingana? „Það var það fyrst og fremst. Það eru hrikalegir hæfileikar þarna. Ég held það sé enginn handboltaaðdáandi á Íslandi sem geti horft á Fram-liðið og sagt það skorti hæfileika,“ segir Rúnar. Á meðal þessara ungu leikmanna eru til að mynda Marel Baldvinsson og Reynir Þór Stefánsson sem hafa leikið stórkostlega með Fram í vetur eftir lyftingaátak síðasta sumars. Hópurinn hefur jafnframt þést. „Það er mikill vinskapur milli allra þó ég gæti léttilega verið pabbi þeirra flestra. Það er bara geggjað að vera komnir á þennan stað eftir að alla erfiðisvinnuna,“ segir Rúnar. Lagði geðheilsuna undir Það skiptir miklu máli fyrir Rúnar að skila af sér til uppeldisfélagsins, sem vann bikartitilinn fyrr í vor. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um félagið að sjálfsögðu en líka bara þennan hóp. Maður hefur lagt inn mjög mikinn tíma og líka bara geðheilsu í þessu öllu saman. Bara eins og bikarmeistaratitillinn um daginn sem mér þykir ofboðslega vænt um og ég vona að það sé meira að koma,“ segir Rúnar. Fram leiðir einvígi liðsins við Íslandsmeistara FH 2-0 og mætast þau í þriðja sinn í Kaplakrika í kvöld. Fram getur því sópað ríkjandi meisturum úr keppni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint hér á Vísi. Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira
Rúnar sneri heim í uppeldisfélagið Fram frá ÍBV fyrir síðustu leiktíð en Frömurum gekk ekkert sérstaklega í fyrra. Hann segir allsherjar átak hafa orðið á milli leiktíða, og hann kom einnig inn í þjálfarateymi liðsins ásamt þeim Einari Jónssyni og Haraldi Þorvarðarsyni. „Það var einhvern tímann í janúar í fyrra sem ég ákvað að hætta þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar og spítir í lófana hér í Fram. Það var þá sem við Einar og Halli byrjum að spjalla líka, um hvað við getum gert til að koma Fram á næsta stig. Af því að við vorum svolítið frá þessu,“ segir Rúnar en Fram tapaði samanlagt með 30 marka mun í tveggja leikja einvígi gegn Val í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við skíttöpuðum fyrir Val þarna í 8-liða úrslitum. Við tókum fund eftir síðasta leik og héldum því síðan áfram. Við impruðum á því að við værum bara númeri of litlir fyrir einhvern árangur í Olís-deildinni.“ Kjöt á kjúklingana Skortur hafi verið á líkamlega hlutanum og við tóku stífar lyftingaræfingar yfir sumarið. Þær hafi komið sér sérlega vel fyrir unga og upprennandi leikmenn sem voru að taka skrefið upp í meistaraflokk eftir að hafa unnið allt sem hægt var í yngri flokkum. Verkefnið var sem sagt að koma kjöti á kjúklingana? „Það var það fyrst og fremst. Það eru hrikalegir hæfileikar þarna. Ég held það sé enginn handboltaaðdáandi á Íslandi sem geti horft á Fram-liðið og sagt það skorti hæfileika,“ segir Rúnar. Á meðal þessara ungu leikmanna eru til að mynda Marel Baldvinsson og Reynir Þór Stefánsson sem hafa leikið stórkostlega með Fram í vetur eftir lyftingaátak síðasta sumars. Hópurinn hefur jafnframt þést. „Það er mikill vinskapur milli allra þó ég gæti léttilega verið pabbi þeirra flestra. Það er bara geggjað að vera komnir á þennan stað eftir að alla erfiðisvinnuna,“ segir Rúnar. Lagði geðheilsuna undir Það skiptir miklu máli fyrir Rúnar að skila af sér til uppeldisfélagsins, sem vann bikartitilinn fyrr í vor. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um félagið að sjálfsögðu en líka bara þennan hóp. Maður hefur lagt inn mjög mikinn tíma og líka bara geðheilsu í þessu öllu saman. Bara eins og bikarmeistaratitillinn um daginn sem mér þykir ofboðslega vænt um og ég vona að það sé meira að koma,“ segir Rúnar. Fram leiðir einvígi liðsins við Íslandsmeistara FH 2-0 og mætast þau í þriðja sinn í Kaplakrika í kvöld. Fram getur því sópað ríkjandi meisturum úr keppni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint hér á Vísi.
Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Sjá meira