„Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2025 11:02 Rúnar Kárason vinnur hjá Sérverk á milli handboltaæfinga. Hann hefur notið þess vel að miðla til ungs liðs Fram sem hefur leikið afar vel í vetur. Vísir/Ívar Fram er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Miklar breytingar hafa orðið frá síðustu leiktíð þar sem reynsluboltinn Rúnar Kárason fer fyrir ungu liði. Rúnar sneri heim í uppeldisfélagið Fram frá ÍBV fyrir síðustu leiktíð en Frömurum gekk ekkert sérstaklega í fyrra. Hann segir allsherjar átak hafa orðið á milli leiktíða, og hann kom einnig inn í þjálfarateymi liðsins ásamt þeim Einari Jónssyni og Haraldi Þorvarðarsyni. „Það var einhvern tímann í janúar í fyrra sem ég ákvað að hætta þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar og spítir í lófana hér í Fram. Það var þá sem við Einar og Halli byrjum að spjalla líka, um hvað við getum gert til að koma Fram á næsta stig. Af því að við vorum svolítið frá þessu,“ segir Rúnar en Fram tapaði samanlagt með 30 marka mun í tveggja leikja einvígi gegn Val í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við skíttöpuðum fyrir Val þarna í 8-liða úrslitum. Við tókum fund eftir síðasta leik og héldum því síðan áfram. Við impruðum á því að við værum bara númeri of litlir fyrir einhvern árangur í Olís-deildinni.“ Kjöt á kjúklingana Skortur hafi verið á líkamlega hlutanum og við tóku stífar lyftingaræfingar yfir sumarið. Þær hafi komið sér sérlega vel fyrir unga og upprennandi leikmenn sem voru að taka skrefið upp í meistaraflokk eftir að hafa unnið allt sem hægt var í yngri flokkum. Verkefnið var sem sagt að koma kjöti á kjúklingana? „Það var það fyrst og fremst. Það eru hrikalegir hæfileikar þarna. Ég held það sé enginn handboltaaðdáandi á Íslandi sem geti horft á Fram-liðið og sagt það skorti hæfileika,“ segir Rúnar. Á meðal þessara ungu leikmanna eru til að mynda Marel Baldvinsson og Reynir Þór Stefánsson sem hafa leikið stórkostlega með Fram í vetur eftir lyftingaátak síðasta sumars. Hópurinn hefur jafnframt þést. „Það er mikill vinskapur milli allra þó ég gæti léttilega verið pabbi þeirra flestra. Það er bara geggjað að vera komnir á þennan stað eftir að alla erfiðisvinnuna,“ segir Rúnar. Lagði geðheilsuna undir Það skiptir miklu máli fyrir Rúnar að skila af sér til uppeldisfélagsins, sem vann bikartitilinn fyrr í vor. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um félagið að sjálfsögðu en líka bara þennan hóp. Maður hefur lagt inn mjög mikinn tíma og líka bara geðheilsu í þessu öllu saman. Bara eins og bikarmeistaratitillinn um daginn sem mér þykir ofboðslega vænt um og ég vona að það sé meira að koma,“ segir Rúnar. Fram leiðir einvígi liðsins við Íslandsmeistara FH 2-0 og mætast þau í þriðja sinn í Kaplakrika í kvöld. Fram getur því sópað ríkjandi meisturum úr keppni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint hér á Vísi. Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira
Rúnar sneri heim í uppeldisfélagið Fram frá ÍBV fyrir síðustu leiktíð en Frömurum gekk ekkert sérstaklega í fyrra. Hann segir allsherjar átak hafa orðið á milli leiktíða, og hann kom einnig inn í þjálfarateymi liðsins ásamt þeim Einari Jónssyni og Haraldi Þorvarðarsyni. „Það var einhvern tímann í janúar í fyrra sem ég ákvað að hætta þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar og spítir í lófana hér í Fram. Það var þá sem við Einar og Halli byrjum að spjalla líka, um hvað við getum gert til að koma Fram á næsta stig. Af því að við vorum svolítið frá þessu,“ segir Rúnar en Fram tapaði samanlagt með 30 marka mun í tveggja leikja einvígi gegn Val í 8-liða úrslitum í fyrra. „Við skíttöpuðum fyrir Val þarna í 8-liða úrslitum. Við tókum fund eftir síðasta leik og héldum því síðan áfram. Við impruðum á því að við værum bara númeri of litlir fyrir einhvern árangur í Olís-deildinni.“ Kjöt á kjúklingana Skortur hafi verið á líkamlega hlutanum og við tóku stífar lyftingaræfingar yfir sumarið. Þær hafi komið sér sérlega vel fyrir unga og upprennandi leikmenn sem voru að taka skrefið upp í meistaraflokk eftir að hafa unnið allt sem hægt var í yngri flokkum. Verkefnið var sem sagt að koma kjöti á kjúklingana? „Það var það fyrst og fremst. Það eru hrikalegir hæfileikar þarna. Ég held það sé enginn handboltaaðdáandi á Íslandi sem geti horft á Fram-liðið og sagt það skorti hæfileika,“ segir Rúnar. Á meðal þessara ungu leikmanna eru til að mynda Marel Baldvinsson og Reynir Þór Stefánsson sem hafa leikið stórkostlega með Fram í vetur eftir lyftingaátak síðasta sumars. Hópurinn hefur jafnframt þést. „Það er mikill vinskapur milli allra þó ég gæti léttilega verið pabbi þeirra flestra. Það er bara geggjað að vera komnir á þennan stað eftir að alla erfiðisvinnuna,“ segir Rúnar. Lagði geðheilsuna undir Það skiptir miklu máli fyrir Rúnar að skila af sér til uppeldisfélagsins, sem vann bikartitilinn fyrr í vor. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um félagið að sjálfsögðu en líka bara þennan hóp. Maður hefur lagt inn mjög mikinn tíma og líka bara geðheilsu í þessu öllu saman. Bara eins og bikarmeistaratitillinn um daginn sem mér þykir ofboðslega vænt um og ég vona að það sé meira að koma,“ segir Rúnar. Fram leiðir einvígi liðsins við Íslandsmeistara FH 2-0 og mætast þau í þriðja sinn í Kaplakrika í kvöld. Fram getur því sópað ríkjandi meisturum úr keppni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður lýst beint hér á Vísi.
Fram Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Sjá meira