Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar 22. apríl 2025 07:00 Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára. Á þeim tíma hefur ýmislegt á daga fyrirtækisins drifið. Langvarandi lagaleg óvissa var um grundvallaratriði eins og tekjuheimildir félagsins fyrsta áratug starfseminnar, efnahagshrunið 2008 og heimsfaraldur þrengdu verulega að rekstri fyrirtækisins. Engu að síður hefur tekist að styrkja flutningskerfið og reka það með hagkvæmum hætti þjóðinni allri til hagsbóta. Frá stofnun Landsnets hefur fjöldi stórnotenda aukist úr þremur í 15.Þeir voru fyrst allir í grennd við Höfuðborgarsvæðið en eru nú dreifðir um land allt. Landsneti hefur tekist að standa undir miklum vexti þrátt fyrir erfiða tíma og samtímis að halda flutningskostnaði til stórnotenda stöðugum. Gott betur raunar því hlutfallslega hefur flutningskostnaður hækkað minna en aðrar lykilstærðir iðnrekstrar. Myndin hér að ofan sýnir vísitöluþróun þriggja lykilstærða eins langt aftur og áreiðanleg gögn ná. Bláa línan sýnir meðalflutningskostnað stórnotenda hjá Landsneti. Rauða línan sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á áli og græna línan sýnir meðalraforkuverð Landsvirkjunar til stórnotenda eins og það birtist í ársreikningum Landsvirkjunar. Við blasir að hækkun flutningskostnaðar raforku hefur verið áberandi hægari en bæði raforku- og álverðs. Raunar hefur flutningskostnaður undanfarinna 15 ára að jafnaði verið 7% lægri en hann var árið 2009 á meðan álverð hefur að jafnaði verið 23% hærra og raforkuverð 70% hærra. Hlutur raforkuflutnings hefur því farið minnkandi. Gildir þar einu hvort rætt er um hlutfall af tekjum eða kostnaði iðnaðar. Þetta er ekki tilviljun, heldur afrakstur markvissrar og ábyrgrar kerfisþróunar Landsnets. Samkeppnishæfni til framtíðar Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar iðnþings. Þar segir: „Engin verðmæti verða til án orku og hingað til hefur samkeppnishæfni Íslands endurspeglast að miklu leyti í alþjóðlega samkeppnishæfu raforkuverði.“ Óhætt er að taka undir þessa yfirlýsingu og bæta aðeins við. Samkeppnishæfnin felst nefnilega líka í aðgengi að raforku og áreiðanleika afhendingar. Uppbygging í Ölfusi og á Akureyri eru til marks um tækifærin sem skapast þegar aðgengi að raforku verður meira og öruggara. Bygging gagnavers á Akureyri hófst á meðan Hólasandslína var enn í byggingu. Tvítenging Ölfuss skapaði forsendur fyrir uppbyggingunni sem þar á sér nú stað í bæði gervigreind og landeldi. Samkeppnishæfni þjóðar Í nýrri kerfisáætlun Landnets eru framtíðaráform um þróun flutningskerfisins kynnt. Á meðal markmiða er að auka flutningsgetu í kerfinu til að draga úr líkum á skortástandi sem hefur verið undanfarin ár og skapar nauðsynlegar forsendur fyrir tengingu nýrra virkjana. Án þeirra nást ekki markmið um orkuskipti og aukna verðmætasköpun. Tvítengingar flutningskerfisins við afhendingarstaði munu svo tryggja jafnari aðgang að öruggri orku um land allt og skapa þannig tækifæri til verðmætasköpunar. Samkeppnishæfni þjóðar eykst með þeim fjölda tækfæra sem íbúar hafa til að verðmætasköpunar. Í því felst að við verðum að huga að aðgengi að raforku og afhendingarörygginu. Dæmin sanna að þar sem tækifærin eru til staðar finnur framtakssemi og hugvit leið til verðmætasköpunar. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára. Á þeim tíma hefur ýmislegt á daga fyrirtækisins drifið. Langvarandi lagaleg óvissa var um grundvallaratriði eins og tekjuheimildir félagsins fyrsta áratug starfseminnar, efnahagshrunið 2008 og heimsfaraldur þrengdu verulega að rekstri fyrirtækisins. Engu að síður hefur tekist að styrkja flutningskerfið og reka það með hagkvæmum hætti þjóðinni allri til hagsbóta. Frá stofnun Landsnets hefur fjöldi stórnotenda aukist úr þremur í 15.Þeir voru fyrst allir í grennd við Höfuðborgarsvæðið en eru nú dreifðir um land allt. Landsneti hefur tekist að standa undir miklum vexti þrátt fyrir erfiða tíma og samtímis að halda flutningskostnaði til stórnotenda stöðugum. Gott betur raunar því hlutfallslega hefur flutningskostnaður hækkað minna en aðrar lykilstærðir iðnrekstrar. Myndin hér að ofan sýnir vísitöluþróun þriggja lykilstærða eins langt aftur og áreiðanleg gögn ná. Bláa línan sýnir meðalflutningskostnað stórnotenda hjá Landsneti. Rauða línan sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á áli og græna línan sýnir meðalraforkuverð Landsvirkjunar til stórnotenda eins og það birtist í ársreikningum Landsvirkjunar. Við blasir að hækkun flutningskostnaðar raforku hefur verið áberandi hægari en bæði raforku- og álverðs. Raunar hefur flutningskostnaður undanfarinna 15 ára að jafnaði verið 7% lægri en hann var árið 2009 á meðan álverð hefur að jafnaði verið 23% hærra og raforkuverð 70% hærra. Hlutur raforkuflutnings hefur því farið minnkandi. Gildir þar einu hvort rætt er um hlutfall af tekjum eða kostnaði iðnaðar. Þetta er ekki tilviljun, heldur afrakstur markvissrar og ábyrgrar kerfisþróunar Landsnets. Samkeppnishæfni til framtíðar Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar iðnþings. Þar segir: „Engin verðmæti verða til án orku og hingað til hefur samkeppnishæfni Íslands endurspeglast að miklu leyti í alþjóðlega samkeppnishæfu raforkuverði.“ Óhætt er að taka undir þessa yfirlýsingu og bæta aðeins við. Samkeppnishæfnin felst nefnilega líka í aðgengi að raforku og áreiðanleika afhendingar. Uppbygging í Ölfusi og á Akureyri eru til marks um tækifærin sem skapast þegar aðgengi að raforku verður meira og öruggara. Bygging gagnavers á Akureyri hófst á meðan Hólasandslína var enn í byggingu. Tvítenging Ölfuss skapaði forsendur fyrir uppbyggingunni sem þar á sér nú stað í bæði gervigreind og landeldi. Samkeppnishæfni þjóðar Í nýrri kerfisáætlun Landnets eru framtíðaráform um þróun flutningskerfisins kynnt. Á meðal markmiða er að auka flutningsgetu í kerfinu til að draga úr líkum á skortástandi sem hefur verið undanfarin ár og skapar nauðsynlegar forsendur fyrir tengingu nýrra virkjana. Án þeirra nást ekki markmið um orkuskipti og aukna verðmætasköpun. Tvítengingar flutningskerfisins við afhendingarstaði munu svo tryggja jafnari aðgang að öruggri orku um land allt og skapa þannig tækifæri til verðmætasköpunar. Samkeppnishæfni þjóðar eykst með þeim fjölda tækfæra sem íbúar hafa til að verðmætasköpunar. Í því felst að við verðum að huga að aðgengi að raforku og afhendingarörygginu. Dæmin sanna að þar sem tækifærin eru til staðar finnur framtakssemi og hugvit leið til verðmætasköpunar. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar