Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar 22. apríl 2025 07:00 Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára. Á þeim tíma hefur ýmislegt á daga fyrirtækisins drifið. Langvarandi lagaleg óvissa var um grundvallaratriði eins og tekjuheimildir félagsins fyrsta áratug starfseminnar, efnahagshrunið 2008 og heimsfaraldur þrengdu verulega að rekstri fyrirtækisins. Engu að síður hefur tekist að styrkja flutningskerfið og reka það með hagkvæmum hætti þjóðinni allri til hagsbóta. Frá stofnun Landsnets hefur fjöldi stórnotenda aukist úr þremur í 15.Þeir voru fyrst allir í grennd við Höfuðborgarsvæðið en eru nú dreifðir um land allt. Landsneti hefur tekist að standa undir miklum vexti þrátt fyrir erfiða tíma og samtímis að halda flutningskostnaði til stórnotenda stöðugum. Gott betur raunar því hlutfallslega hefur flutningskostnaður hækkað minna en aðrar lykilstærðir iðnrekstrar. Myndin hér að ofan sýnir vísitöluþróun þriggja lykilstærða eins langt aftur og áreiðanleg gögn ná. Bláa línan sýnir meðalflutningskostnað stórnotenda hjá Landsneti. Rauða línan sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á áli og græna línan sýnir meðalraforkuverð Landsvirkjunar til stórnotenda eins og það birtist í ársreikningum Landsvirkjunar. Við blasir að hækkun flutningskostnaðar raforku hefur verið áberandi hægari en bæði raforku- og álverðs. Raunar hefur flutningskostnaður undanfarinna 15 ára að jafnaði verið 7% lægri en hann var árið 2009 á meðan álverð hefur að jafnaði verið 23% hærra og raforkuverð 70% hærra. Hlutur raforkuflutnings hefur því farið minnkandi. Gildir þar einu hvort rætt er um hlutfall af tekjum eða kostnaði iðnaðar. Þetta er ekki tilviljun, heldur afrakstur markvissrar og ábyrgrar kerfisþróunar Landsnets. Samkeppnishæfni til framtíðar Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar iðnþings. Þar segir: „Engin verðmæti verða til án orku og hingað til hefur samkeppnishæfni Íslands endurspeglast að miklu leyti í alþjóðlega samkeppnishæfu raforkuverði.“ Óhætt er að taka undir þessa yfirlýsingu og bæta aðeins við. Samkeppnishæfnin felst nefnilega líka í aðgengi að raforku og áreiðanleika afhendingar. Uppbygging í Ölfusi og á Akureyri eru til marks um tækifærin sem skapast þegar aðgengi að raforku verður meira og öruggara. Bygging gagnavers á Akureyri hófst á meðan Hólasandslína var enn í byggingu. Tvítenging Ölfuss skapaði forsendur fyrir uppbyggingunni sem þar á sér nú stað í bæði gervigreind og landeldi. Samkeppnishæfni þjóðar Í nýrri kerfisáætlun Landnets eru framtíðaráform um þróun flutningskerfisins kynnt. Á meðal markmiða er að auka flutningsgetu í kerfinu til að draga úr líkum á skortástandi sem hefur verið undanfarin ár og skapar nauðsynlegar forsendur fyrir tengingu nýrra virkjana. Án þeirra nást ekki markmið um orkuskipti og aukna verðmætasköpun. Tvítengingar flutningskerfisins við afhendingarstaði munu svo tryggja jafnari aðgang að öruggri orku um land allt og skapa þannig tækifæri til verðmætasköpunar. Samkeppnishæfni þjóðar eykst með þeim fjölda tækfæra sem íbúar hafa til að verðmætasköpunar. Í því felst að við verðum að huga að aðgengi að raforku og afhendingarörygginu. Dæmin sanna að þar sem tækifærin eru til staðar finnur framtakssemi og hugvit leið til verðmætasköpunar. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni Íslands hefur lengi hvílt á traustum grunni. Stöðugt aðgengi að áreiðanlegri, umhverfisvænni og hagkvæmri raforku. Í því samhengi gegnir flutningskerfi raforku lykilhlutverki. Það er hryggjarstykkið í verðmætasköpun þjóðarinnar, innviður sem heldur öllu öðru gangandi. Landsnet, fyrirtækið sem rekur flutningskerfið, er nú 20 ára. Á þeim tíma hefur ýmislegt á daga fyrirtækisins drifið. Langvarandi lagaleg óvissa var um grundvallaratriði eins og tekjuheimildir félagsins fyrsta áratug starfseminnar, efnahagshrunið 2008 og heimsfaraldur þrengdu verulega að rekstri fyrirtækisins. Engu að síður hefur tekist að styrkja flutningskerfið og reka það með hagkvæmum hætti þjóðinni allri til hagsbóta. Frá stofnun Landsnets hefur fjöldi stórnotenda aukist úr þremur í 15.Þeir voru fyrst allir í grennd við Höfuðborgarsvæðið en eru nú dreifðir um land allt. Landsneti hefur tekist að standa undir miklum vexti þrátt fyrir erfiða tíma og samtímis að halda flutningskostnaði til stórnotenda stöðugum. Gott betur raunar því hlutfallslega hefur flutningskostnaður hækkað minna en aðrar lykilstærðir iðnrekstrar. Myndin hér að ofan sýnir vísitöluþróun þriggja lykilstærða eins langt aftur og áreiðanleg gögn ná. Bláa línan sýnir meðalflutningskostnað stórnotenda hjá Landsneti. Rauða línan sýnir þróun heimsmarkaðsverðs á áli og græna línan sýnir meðalraforkuverð Landsvirkjunar til stórnotenda eins og það birtist í ársreikningum Landsvirkjunar. Við blasir að hækkun flutningskostnaðar raforku hefur verið áberandi hægari en bæði raforku- og álverðs. Raunar hefur flutningskostnaður undanfarinna 15 ára að jafnaði verið 7% lægri en hann var árið 2009 á meðan álverð hefur að jafnaði verið 23% hærra og raforkuverð 70% hærra. Hlutur raforkuflutnings hefur því farið minnkandi. Gildir þar einu hvort rætt er um hlutfall af tekjum eða kostnaði iðnaðar. Þetta er ekki tilviljun, heldur afrakstur markvissrar og ábyrgrar kerfisþróunar Landsnets. Samkeppnishæfni til framtíðar Samtök iðnaðarins sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar iðnþings. Þar segir: „Engin verðmæti verða til án orku og hingað til hefur samkeppnishæfni Íslands endurspeglast að miklu leyti í alþjóðlega samkeppnishæfu raforkuverði.“ Óhætt er að taka undir þessa yfirlýsingu og bæta aðeins við. Samkeppnishæfnin felst nefnilega líka í aðgengi að raforku og áreiðanleika afhendingar. Uppbygging í Ölfusi og á Akureyri eru til marks um tækifærin sem skapast þegar aðgengi að raforku verður meira og öruggara. Bygging gagnavers á Akureyri hófst á meðan Hólasandslína var enn í byggingu. Tvítenging Ölfuss skapaði forsendur fyrir uppbyggingunni sem þar á sér nú stað í bæði gervigreind og landeldi. Samkeppnishæfni þjóðar Í nýrri kerfisáætlun Landnets eru framtíðaráform um þróun flutningskerfisins kynnt. Á meðal markmiða er að auka flutningsgetu í kerfinu til að draga úr líkum á skortástandi sem hefur verið undanfarin ár og skapar nauðsynlegar forsendur fyrir tengingu nýrra virkjana. Án þeirra nást ekki markmið um orkuskipti og aukna verðmætasköpun. Tvítengingar flutningskerfisins við afhendingarstaði munu svo tryggja jafnari aðgang að öruggri orku um land allt og skapa þannig tækifæri til verðmætasköpunar. Samkeppnishæfni þjóðar eykst með þeim fjölda tækfæra sem íbúar hafa til að verðmætasköpunar. Í því felst að við verðum að huga að aðgengi að raforku og afhendingarörygginu. Dæmin sanna að þar sem tækifærin eru til staðar finnur framtakssemi og hugvit leið til verðmætasköpunar. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar