Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 12:00 Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig meirihlutinn í borginni starfar. Það er mér sérstaklega hugleikið því ég hef búið bróðurpartinn af lífsleiðinni í 112. Þetta er tiltölulega rótgróið hverfi með þokkalega mikið af efri og neðri millistétt. Ekki alveg jafn mikil sveit og Mósó en samt næsti bær við og þar hefur verið gott að búa.Þetta hverfi hefur mætt afgangi í Reykjavík, alveg frá því ég man eftir mér. Enda að mestum parti rólegt hverfi sem er úr alfaraleið ef svo má segja. Svona eins og hérað hobbitanna í hringadróttinssögu J.R.R Tolkien. Grafarvogsbúar, eins hobbitarnir hafa verið sáttir með að hunsa og vera hunsuð af restinni af Reykjavík.Sem er svo sem allt í fína, íbúarnir grafarvogs hafa verið sjálfum sér nægir. Ekkert vesen. Grasið er slegið svona rétt fyrir kosningar, á tyllidögum ef svo má segja. Sorpið er sótt eftir hentisemi og snjórinn er stundum mokaður ef einhver í Borgartúninu hefur rænu á því.En Samfó og félagar sækja tæplega fylgi í 112. Og þá er kannski ekki forgangsmál að sinna hverfinu að einhverju viti.En þá má líka bara halda áfram að hunsa okkur. Allir sáttir....En upp á síðkastið hefur verið að hrært helst til of mikið í pottinum. Og ekki í samvinnu eða sátt við íbúana.Fyrst var ráðist í uppbyggingu á Gufunesin. Þar átti að rísa lattelepjandi lopapeysu paradís bíllausra... það gleymdi samt að segja þeim sem skipulögðu hverfið. Enginn stoppistöð fyrir strætó, nema i 15-20 mín göngufæri. Spennandi, ég veit. Ævintýraferð, sérstaklega þegar gleymist að moka. Extra bónus að fá enn meiri umferð inn í voginn. Nú getur manni svo sannarlega liðið eins og á Miklubrautinni í morgunsárið, alveg upp að dyrum.Svo hélt þetta áfram. Planið var að reisa blokkir fyrir ungt barnafólk. Ásamt bílastæða húsi sem átti að kosta morðfjár á mánuði í áskrift. Eitthvað sem engri barnafjölskylda með réttu viti myndi hugnast. Að eyða stórum hluta ráðstöfunarttekna heimilisins til að leggja bílnum sínum í nágrenni við heimili sitt. Því það er jú, ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum. Og enginn kæmi heldur í heimsókn, nema þá með strætó.Þetta er blauti draumur meirihlutans. Jafnvel þó flestir þurfi að sækja vinnu utan hverfis. Það fara ekki allir að vinna við bifvélavirkjun á gylfaflötinni, eða í smásölu upp í spönginni. Bara taka strætó. Svo má ekki gleyma því að grunn- og leikskólarnir þar sem stendur til að troða niður blokkum, eru fullir.Ekki fullir eins og lattelepjandi trefill á leiðinni heim af djamminu í 101. Heldur fullir eins og það er ekkert pláss fyrir fleiri nemendur.Til að kóróna þetta allt losar meirihlutinn líka við öll þessi þreytandi grænu svæði. Þá getur Grafarvogsbúum svo sannarlega liðið eins og þeir séu komnir beint á Laugarveginn í malbikið.Höfundur er stoltur grafarvogsbúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Byggðamál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig meirihlutinn í borginni starfar. Það er mér sérstaklega hugleikið því ég hef búið bróðurpartinn af lífsleiðinni í 112. Þetta er tiltölulega rótgróið hverfi með þokkalega mikið af efri og neðri millistétt. Ekki alveg jafn mikil sveit og Mósó en samt næsti bær við og þar hefur verið gott að búa.Þetta hverfi hefur mætt afgangi í Reykjavík, alveg frá því ég man eftir mér. Enda að mestum parti rólegt hverfi sem er úr alfaraleið ef svo má segja. Svona eins og hérað hobbitanna í hringadróttinssögu J.R.R Tolkien. Grafarvogsbúar, eins hobbitarnir hafa verið sáttir með að hunsa og vera hunsuð af restinni af Reykjavík.Sem er svo sem allt í fína, íbúarnir grafarvogs hafa verið sjálfum sér nægir. Ekkert vesen. Grasið er slegið svona rétt fyrir kosningar, á tyllidögum ef svo má segja. Sorpið er sótt eftir hentisemi og snjórinn er stundum mokaður ef einhver í Borgartúninu hefur rænu á því.En Samfó og félagar sækja tæplega fylgi í 112. Og þá er kannski ekki forgangsmál að sinna hverfinu að einhverju viti.En þá má líka bara halda áfram að hunsa okkur. Allir sáttir....En upp á síðkastið hefur verið að hrært helst til of mikið í pottinum. Og ekki í samvinnu eða sátt við íbúana.Fyrst var ráðist í uppbyggingu á Gufunesin. Þar átti að rísa lattelepjandi lopapeysu paradís bíllausra... það gleymdi samt að segja þeim sem skipulögðu hverfið. Enginn stoppistöð fyrir strætó, nema i 15-20 mín göngufæri. Spennandi, ég veit. Ævintýraferð, sérstaklega þegar gleymist að moka. Extra bónus að fá enn meiri umferð inn í voginn. Nú getur manni svo sannarlega liðið eins og á Miklubrautinni í morgunsárið, alveg upp að dyrum.Svo hélt þetta áfram. Planið var að reisa blokkir fyrir ungt barnafólk. Ásamt bílastæða húsi sem átti að kosta morðfjár á mánuði í áskrift. Eitthvað sem engri barnafjölskylda með réttu viti myndi hugnast. Að eyða stórum hluta ráðstöfunarttekna heimilisins til að leggja bílnum sínum í nágrenni við heimili sitt. Því það er jú, ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum. Og enginn kæmi heldur í heimsókn, nema þá með strætó.Þetta er blauti draumur meirihlutans. Jafnvel þó flestir þurfi að sækja vinnu utan hverfis. Það fara ekki allir að vinna við bifvélavirkjun á gylfaflötinni, eða í smásölu upp í spönginni. Bara taka strætó. Svo má ekki gleyma því að grunn- og leikskólarnir þar sem stendur til að troða niður blokkum, eru fullir.Ekki fullir eins og lattelepjandi trefill á leiðinni heim af djamminu í 101. Heldur fullir eins og það er ekkert pláss fyrir fleiri nemendur.Til að kóróna þetta allt losar meirihlutinn líka við öll þessi þreytandi grænu svæði. Þá getur Grafarvogsbúum svo sannarlega liðið eins og þeir séu komnir beint á Laugarveginn í malbikið.Höfundur er stoltur grafarvogsbúi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun