Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir, Þórný Hlynsdóttir og Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifa 10. apríl 2025 22:00 Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti í mars samstarfsyfirlýsingu sín á milli, svokallaða aðgerðaráætlun sem innihélt tillögur að málefnum sem vinna ætti að á kjörtímabílinu. Í einni þeirra var eftirfarandi ákveðið: „Auknum fjármunum verður veitt til skólabókasafna til að stórefla og glæða lestraráhuga barna…” Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða og Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku fagna þessari yfirlýsingu. Þann 1. apríl sl. sendu félögin Skóla- og frístundaráði, ásamt borgarfulltrúum meirihlutans, bréf þar sem komið var á framfæri áríðandi ábendingum er varða mikilvægi skólasafna í grunnskólum Reykjavíkur og hvatt til markvissrar eflingar þeirra. Einnig lýstu félögin því yfir að þau væru tilbúin til samtals og samstarfs varðandi málefni skólasafna borgarinnar. Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Aukið fjármagn til skólasafna er stórt skref í rétta átt. En til þess að þetta fjármagn nýtist sem best þarf að tryggja markvissar umbætur. Rannsóknir sýna að öflug skólasöfn með fagmenntuðum bókasafns- og upplýsingafræðingum auka lestraráhuga nemenda, bæta lesskilning og stuðla að betri námsárangri. Skólasöfn eru staðir þar sem nemendur geta uppgötvað nýjar bækur, dýpkað skilning sinn á námsefni og lært að nýta sér margvíslegar heimildir. Því er nauðsynlegt að söfnin fái góðan stuðning og viðeigandi aðstöðu. Skólasöfn þurfa fagmenntað starfsfólk ásamt góðri aðstöðu og aðgengi að bókum Eitt af lykilatriðum í eflingu skólasafna er að tryggja að á hverju skólasafni sé starfandi fagmenntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur. Fagmenntað starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kynna nýjar bækur, leiðbeina nemendum um upplýsingaöflun og stuðla að lestrarhvatningu í samvinnu við kennara. Ef skólasöfn eru eingöngu rekin af áhugasömum einstaklingum, án faglegs bakgrunns í upplýsinga- eða kennslufræðum, minnkar gildi safna í fræðslu og kennslu. Skólasöfn búa við mjög misjafnar aðstæður. Á meðan sum hafa góða og hentuga aðstöðu glíma önnur við mikið plássleysi. Enn önnur hafa verið sett fram á gang eða tekin í sundur og dreift um skólann. Slík framkvæmd rýrir hlutverk safnanna og gerir þau óaðgengileg nemendum. Tryggja þarf að hver skóli hafi vel búið safn með ákveðið rými sem hentar safninu og að öll útlán séu skráð í útlánakerfi þannig að höfundar fái greitt fyrir lestur bóka sinna. Nauðsynlegt er að úthlutun fjármagns til bókakaupa sé jöfn á milli skóla og réttlát með tilliti til nemendafjölda. Skólasöfn þurfa stöðugt fjármagn til að kaupa nýjar bækur, endurnýja safnkost og tryggja að börn með ólíkan bakgrunn, lestrargetu og móðurmál hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni. Eyrnamerkt fjármagn til bókakaupa er lykilatriði svo ekki sé hægt að skera niður fjárveitingar til skólasafna í hagræðingarskyni. Skólasöfn sem miðstöð þekkingar og lestraráhuga Til að efla læsi og upplýsingalæsi nemenda þarf að gera skólasöfn að lifandi þekkingarmiðstöðvum. Þau þurfa að geta staðið fyrir bókakynningum, rithöfundaheimsóknum og kynningum á fjölbreyttum og nýlegum bókum. Jafnframt þarf að styrkja samstarf skólasafna og kennara til að samþætta söfnin betur við nám og kennslu. Ef skólasöfn fá þann stuðning sem þau þurfa verða þau ekki bara geymslustaðir fyrir bækur heldur öflugar miðstöðvar þekkingar sem ýta undir lestraráhuga, efla gagnrýna hugsun og styrkja færni nemenda í upplýsingalæsi. Við skorum á yfirvöld um allt land að tryggja faglegt starf skólasafna, nægilegt fjármagn og betri aðstöðu svo að þau geti gegnt því lykilhlutverki sem þau eiga að hafa í menntakerfinu. Höfundar eru formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), formaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og formaður Kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Bókmenntir Skóla- og menntamál Bókasöfn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti í mars samstarfsyfirlýsingu sín á milli, svokallaða aðgerðaráætlun sem innihélt tillögur að málefnum sem vinna ætti að á kjörtímabílinu. Í einni þeirra var eftirfarandi ákveðið: „Auknum fjármunum verður veitt til skólabókasafna til að stórefla og glæða lestraráhuga barna…” Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða og Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku fagna þessari yfirlýsingu. Þann 1. apríl sl. sendu félögin Skóla- og frístundaráði, ásamt borgarfulltrúum meirihlutans, bréf þar sem komið var á framfæri áríðandi ábendingum er varða mikilvægi skólasafna í grunnskólum Reykjavíkur og hvatt til markvissrar eflingar þeirra. Einnig lýstu félögin því yfir að þau væru tilbúin til samtals og samstarfs varðandi málefni skólasafna borgarinnar. Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Aukið fjármagn til skólasafna er stórt skref í rétta átt. En til þess að þetta fjármagn nýtist sem best þarf að tryggja markvissar umbætur. Rannsóknir sýna að öflug skólasöfn með fagmenntuðum bókasafns- og upplýsingafræðingum auka lestraráhuga nemenda, bæta lesskilning og stuðla að betri námsárangri. Skólasöfn eru staðir þar sem nemendur geta uppgötvað nýjar bækur, dýpkað skilning sinn á námsefni og lært að nýta sér margvíslegar heimildir. Því er nauðsynlegt að söfnin fái góðan stuðning og viðeigandi aðstöðu. Skólasöfn þurfa fagmenntað starfsfólk ásamt góðri aðstöðu og aðgengi að bókum Eitt af lykilatriðum í eflingu skólasafna er að tryggja að á hverju skólasafni sé starfandi fagmenntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur. Fagmenntað starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kynna nýjar bækur, leiðbeina nemendum um upplýsingaöflun og stuðla að lestrarhvatningu í samvinnu við kennara. Ef skólasöfn eru eingöngu rekin af áhugasömum einstaklingum, án faglegs bakgrunns í upplýsinga- eða kennslufræðum, minnkar gildi safna í fræðslu og kennslu. Skólasöfn búa við mjög misjafnar aðstæður. Á meðan sum hafa góða og hentuga aðstöðu glíma önnur við mikið plássleysi. Enn önnur hafa verið sett fram á gang eða tekin í sundur og dreift um skólann. Slík framkvæmd rýrir hlutverk safnanna og gerir þau óaðgengileg nemendum. Tryggja þarf að hver skóli hafi vel búið safn með ákveðið rými sem hentar safninu og að öll útlán séu skráð í útlánakerfi þannig að höfundar fái greitt fyrir lestur bóka sinna. Nauðsynlegt er að úthlutun fjármagns til bókakaupa sé jöfn á milli skóla og réttlát með tilliti til nemendafjölda. Skólasöfn þurfa stöðugt fjármagn til að kaupa nýjar bækur, endurnýja safnkost og tryggja að börn með ólíkan bakgrunn, lestrargetu og móðurmál hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni. Eyrnamerkt fjármagn til bókakaupa er lykilatriði svo ekki sé hægt að skera niður fjárveitingar til skólasafna í hagræðingarskyni. Skólasöfn sem miðstöð þekkingar og lestraráhuga Til að efla læsi og upplýsingalæsi nemenda þarf að gera skólasöfn að lifandi þekkingarmiðstöðvum. Þau þurfa að geta staðið fyrir bókakynningum, rithöfundaheimsóknum og kynningum á fjölbreyttum og nýlegum bókum. Jafnframt þarf að styrkja samstarf skólasafna og kennara til að samþætta söfnin betur við nám og kennslu. Ef skólasöfn fá þann stuðning sem þau þurfa verða þau ekki bara geymslustaðir fyrir bækur heldur öflugar miðstöðvar þekkingar sem ýta undir lestraráhuga, efla gagnrýna hugsun og styrkja færni nemenda í upplýsingalæsi. Við skorum á yfirvöld um allt land að tryggja faglegt starf skólasafna, nægilegt fjármagn og betri aðstöðu svo að þau geti gegnt því lykilhlutverki sem þau eiga að hafa í menntakerfinu. Höfundar eru formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), formaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og formaður Kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun