Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2025 08:00 Jón Halldórsson, formaður HSÍ Vísir/Sigurjón Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, segir að það sé flókið verkefni og gæti verið erfitt að rétta af krefjandi fjárhagsstöðu sambandsins. Það sé verk þeirra sem standi að sambandinu að sjá til þess að það verði ekki gjaldþrota. Jón var sjálfkjörinn í embætti formanns á ársþingi HSÍ um nýliðna helgi og tekur við á krefjandi tímapunkti er við kemur fjárhag sambandsins en samanlagt tap á rekstri þess síðustu tvö ár nemur 130 milljónum króna. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins. Við erum með okkar fyrsta formlega fund tengt þessu á morgun. Við setjumst niður og skipum þessa klassísku nefnd til þess að kryfja allt það sem hefur verið í gangi. Ekki það að við séum með efasemdir um að eitthvað hafi verið gert rangt eða að það hafi verið vitlaust farið að með þessa hluti. Við ætlum að kryfja til þess að skilja og setja upp ítarlega aðgerðaráætlun varðandi það hvernig við ætlum að rétta við fjárhaginn. Það er ekki auðvelt verk, alveg klárlega ekki. Með svona fjárhag þá eru bara tvær leiðir. Það er að afla tekna eða að skera niður. Þetta verður flókið, gæti líka orðið erfitt.“ Jón hefur kynnt sér hlutina vel undanfarnar vikur. „Þegar að ég var búinn að taka þessa ákvörðun um að bjóða mig fram þá setti ég þetta upp sem þrjú box. Í fyrsta boxið setti ég niður með mér hvernig ég héldi að þetta væri. Undanfarnar vikur hef ég svo verið að ræða við fólkið í hreyfingunni og inn á skrifstofu HSÍ til að fá upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru. Þar er bara margt mjög gott búið að koma í ljós, fullt af góðum hlutum sem hafa verið unnir í sambandinu undanfarin ár. Hlutir sem ég jafnvel áttaði mig ekki á en var samt á kafi inn í sambandinu. Svo er það bara okkar hlutverk að búa til þriðja boxið sem snýr að því hvert við erum að fara með þetta.“ En maður spyr sig í svona stöðu, þegar að tapið er svona mikið. Getur HSÍ orðið gjaldþrota? „Það er bara okkar hlutverk að sjá til þess að svo verði ekki. Og aftur kem ég að því að þetta snýr ekki bara að handknattleikssambandinu, þetta snýr að þeim fjármunum sem við þurfum að fá inn í íþróttahreyfinguna. Það eru bara öll sérsambönd á Íslandi að berjast við að reyna reka sig. Við erum með eina af stærstu sjálfboðaliðahreyfingum landsins og þetta er gríðarlega mikið starf sem er unnið. Öll sérsamböndin þurfa að standa saman og fara að vinna að því að fá auknar tekjur, bæði frá ríki og bæ og finna leiðir til að auka tekjumöguleika inn í íþróttahreyfingunni.“ HSÍ Handbolti Tengdar fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Jón var sjálfkjörinn í embætti formanns á ársþingi HSÍ um nýliðna helgi og tekur við á krefjandi tímapunkti er við kemur fjárhag sambandsins en samanlagt tap á rekstri þess síðustu tvö ár nemur 130 milljónum króna. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins. Við erum með okkar fyrsta formlega fund tengt þessu á morgun. Við setjumst niður og skipum þessa klassísku nefnd til þess að kryfja allt það sem hefur verið í gangi. Ekki það að við séum með efasemdir um að eitthvað hafi verið gert rangt eða að það hafi verið vitlaust farið að með þessa hluti. Við ætlum að kryfja til þess að skilja og setja upp ítarlega aðgerðaráætlun varðandi það hvernig við ætlum að rétta við fjárhaginn. Það er ekki auðvelt verk, alveg klárlega ekki. Með svona fjárhag þá eru bara tvær leiðir. Það er að afla tekna eða að skera niður. Þetta verður flókið, gæti líka orðið erfitt.“ Jón hefur kynnt sér hlutina vel undanfarnar vikur. „Þegar að ég var búinn að taka þessa ákvörðun um að bjóða mig fram þá setti ég þetta upp sem þrjú box. Í fyrsta boxið setti ég niður með mér hvernig ég héldi að þetta væri. Undanfarnar vikur hef ég svo verið að ræða við fólkið í hreyfingunni og inn á skrifstofu HSÍ til að fá upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru. Þar er bara margt mjög gott búið að koma í ljós, fullt af góðum hlutum sem hafa verið unnir í sambandinu undanfarin ár. Hlutir sem ég jafnvel áttaði mig ekki á en var samt á kafi inn í sambandinu. Svo er það bara okkar hlutverk að búa til þriðja boxið sem snýr að því hvert við erum að fara með þetta.“ En maður spyr sig í svona stöðu, þegar að tapið er svona mikið. Getur HSÍ orðið gjaldþrota? „Það er bara okkar hlutverk að sjá til þess að svo verði ekki. Og aftur kem ég að því að þetta snýr ekki bara að handknattleikssambandinu, þetta snýr að þeim fjármunum sem við þurfum að fá inn í íþróttahreyfinguna. Það eru bara öll sérsambönd á Íslandi að berjast við að reyna reka sig. Við erum með eina af stærstu sjálfboðaliðahreyfingum landsins og þetta er gríðarlega mikið starf sem er unnið. Öll sérsamböndin þurfa að standa saman og fara að vinna að því að fá auknar tekjur, bæði frá ríki og bæ og finna leiðir til að auka tekjumöguleika inn í íþróttahreyfingunni.“
HSÍ Handbolti Tengdar fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti