Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Aron Guðmundsson skrifar 8. apríl 2025 08:00 Jón Halldórsson, formaður HSÍ Vísir/Sigurjón Nýkjörinn formaður HSÍ, Jón Halldórsson, segir að það sé flókið verkefni og gæti verið erfitt að rétta af krefjandi fjárhagsstöðu sambandsins. Það sé verk þeirra sem standi að sambandinu að sjá til þess að það verði ekki gjaldþrota. Jón var sjálfkjörinn í embætti formanns á ársþingi HSÍ um nýliðna helgi og tekur við á krefjandi tímapunkti er við kemur fjárhag sambandsins en samanlagt tap á rekstri þess síðustu tvö ár nemur 130 milljónum króna. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins. Við erum með okkar fyrsta formlega fund tengt þessu á morgun. Við setjumst niður og skipum þessa klassísku nefnd til þess að kryfja allt það sem hefur verið í gangi. Ekki það að við séum með efasemdir um að eitthvað hafi verið gert rangt eða að það hafi verið vitlaust farið að með þessa hluti. Við ætlum að kryfja til þess að skilja og setja upp ítarlega aðgerðaráætlun varðandi það hvernig við ætlum að rétta við fjárhaginn. Það er ekki auðvelt verk, alveg klárlega ekki. Með svona fjárhag þá eru bara tvær leiðir. Það er að afla tekna eða að skera niður. Þetta verður flókið, gæti líka orðið erfitt.“ Jón hefur kynnt sér hlutina vel undanfarnar vikur. „Þegar að ég var búinn að taka þessa ákvörðun um að bjóða mig fram þá setti ég þetta upp sem þrjú box. Í fyrsta boxið setti ég niður með mér hvernig ég héldi að þetta væri. Undanfarnar vikur hef ég svo verið að ræða við fólkið í hreyfingunni og inn á skrifstofu HSÍ til að fá upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru. Þar er bara margt mjög gott búið að koma í ljós, fullt af góðum hlutum sem hafa verið unnir í sambandinu undanfarin ár. Hlutir sem ég jafnvel áttaði mig ekki á en var samt á kafi inn í sambandinu. Svo er það bara okkar hlutverk að búa til þriðja boxið sem snýr að því hvert við erum að fara með þetta.“ En maður spyr sig í svona stöðu, þegar að tapið er svona mikið. Getur HSÍ orðið gjaldþrota? „Það er bara okkar hlutverk að sjá til þess að svo verði ekki. Og aftur kem ég að því að þetta snýr ekki bara að handknattleikssambandinu, þetta snýr að þeim fjármunum sem við þurfum að fá inn í íþróttahreyfinguna. Það eru bara öll sérsambönd á Íslandi að berjast við að reyna reka sig. Við erum með eina af stærstu sjálfboðaliðahreyfingum landsins og þetta er gríðarlega mikið starf sem er unnið. Öll sérsamböndin þurfa að standa saman og fara að vinna að því að fá auknar tekjur, bæði frá ríki og bæ og finna leiðir til að auka tekjumöguleika inn í íþróttahreyfingunni.“ HSÍ Handbolti Tengdar fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Jón var sjálfkjörinn í embætti formanns á ársþingi HSÍ um nýliðna helgi og tekur við á krefjandi tímapunkti er við kemur fjárhag sambandsins en samanlagt tap á rekstri þess síðustu tvö ár nemur 130 milljónum króna. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur sem handknattleikssamband og ekkert bara okkar mál. Það vantar fjármuni inn í hreyfinguna á Íslandi. Þetta er miklu stærra heldur en bara handknattleikssambandið. Að sjálfsögðu er það bara hlutverk mitt og nýrrar stjórnar að vinna út úr fjárhag sambandsins. Við erum með okkar fyrsta formlega fund tengt þessu á morgun. Við setjumst niður og skipum þessa klassísku nefnd til þess að kryfja allt það sem hefur verið í gangi. Ekki það að við séum með efasemdir um að eitthvað hafi verið gert rangt eða að það hafi verið vitlaust farið að með þessa hluti. Við ætlum að kryfja til þess að skilja og setja upp ítarlega aðgerðaráætlun varðandi það hvernig við ætlum að rétta við fjárhaginn. Það er ekki auðvelt verk, alveg klárlega ekki. Með svona fjárhag þá eru bara tvær leiðir. Það er að afla tekna eða að skera niður. Þetta verður flókið, gæti líka orðið erfitt.“ Jón hefur kynnt sér hlutina vel undanfarnar vikur. „Þegar að ég var búinn að taka þessa ákvörðun um að bjóða mig fram þá setti ég þetta upp sem þrjú box. Í fyrsta boxið setti ég niður með mér hvernig ég héldi að þetta væri. Undanfarnar vikur hef ég svo verið að ræða við fólkið í hreyfingunni og inn á skrifstofu HSÍ til að fá upplýsingar um það hvernig hlutirnir eru. Þar er bara margt mjög gott búið að koma í ljós, fullt af góðum hlutum sem hafa verið unnir í sambandinu undanfarin ár. Hlutir sem ég jafnvel áttaði mig ekki á en var samt á kafi inn í sambandinu. Svo er það bara okkar hlutverk að búa til þriðja boxið sem snýr að því hvert við erum að fara með þetta.“ En maður spyr sig í svona stöðu, þegar að tapið er svona mikið. Getur HSÍ orðið gjaldþrota? „Það er bara okkar hlutverk að sjá til þess að svo verði ekki. Og aftur kem ég að því að þetta snýr ekki bara að handknattleikssambandinu, þetta snýr að þeim fjármunum sem við þurfum að fá inn í íþróttahreyfinguna. Það eru bara öll sérsambönd á Íslandi að berjast við að reyna reka sig. Við erum með eina af stærstu sjálfboðaliðahreyfingum landsins og þetta er gríðarlega mikið starf sem er unnið. Öll sérsamböndin þurfa að standa saman og fara að vinna að því að fá auknar tekjur, bæði frá ríki og bæ og finna leiðir til að auka tekjumöguleika inn í íþróttahreyfingunni.“
HSÍ Handbolti Tengdar fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Jón Halldórsson var í gær kjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands til næstu tveggja ára. Hann var einn í framboði á 68. ársþingi sambandsins í dag. 6. apríl 2025 09:32