„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2025 21:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir upplýsingar liggja fyrir um að ólga og hiti sé í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael. Vísir/Anton Brink Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. HSÍ gaf í dag út yfirlýsingu í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Um er að ræða umspilsleiki fyrir HM í handbolta sem fram fer síðar á árinu. Í yfirlýsingu HSÍ kom fram að sambandið hefði verið ráðlagt af embætti ríkislögreglustjóra að spila leikina tvo gegn Ísrael fyrir luktum dyrum og án þess að þeir yrðu auglýstir. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Halldórsson, formaður HSÍ, að sambandið hefði enga ástæðu til að fara gegn áhættumati ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk segir að áhættumat eins og það sem gert var í tengslum við landsleikina sé gert fyrir ýmsa stóra viðburði. „Þetta er eins og við gerum alltaf, mat á öryggi og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að tryggja öryggi áhorfenda og þátttakenda. Þar sem þetta er leikur Íslands og Ísrael höfum við orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum. Til að uppfylla okkar skyldur sendum við ráðleggingar til HSÍ,“ sagði Sigríður Björk þegar Vísir ræddi við hana undir kvöld. Sigríður Björk lagði áherslu á að ákvörðunin væri alfarið HSÍ. „Þetta er eins og venjulega og svo taka þeir sínar ákvarðanir. Við leggjum á borðið það sem við ráðleggjum, þetta er hefðbundið og hefur verið gert áður. Mig minnir að það hafi verið æfingaleikur. Það er ólga og hiti sem beinist líka að stuðningsaðilum,“ bætti Sigríður Björk við en HSÍ hefur fengið mikla gagnrýni vegna styrktarsamnings sambandsins við Rapyd. Embættið gefi öryggisráðleggingar í hverri viku „Við erum að sinna okkar hlutverki og skorumst ekki undan. Við hefðum verið með mikinn viðbúnað og hefðum brugðist við,“ sagði Sigríður Björk aðspurð hvernig hefði verið brugðist við ef HSÍ hefði ákveðið að spila fyrir framan áhorfendur. Hún segir ráðleggingar til HSÍ vera settar fram vegna upplýsinga um að það sé ólga í tengslum við leikinn. „Við erum með öryggirráðleggingar í hverri viku. Er eitthvað óvænt sem gæti gerst, eitthvað sem þarf að taka sérstaklega til skoðunar. Þetta er hefðbundin vinna,“ bætti Sigríður Björk við en hún vildi ekki fara nánar í hvernig öryggismatið væri unnið. Það væri gert samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Hún sagði engar beinar hótanir hafa komið fram í tengslum við leikina. „Ekkert slíkt, ekkert sem ég hef orðið áskynja um. Engar beinar upplýsingar um árásir, það er ólga og það er hiti og eitthvað sem við tökum tillit til.“ Hún sagðist ekki gera svarað um hvort öryggismatið yrði gert opinbert. „Það hefur örugglega verið gert í einhverjum tilfellum, það fer eftir hvað má taka fram og hvaðan upplýsingarnar koma. Hvort þær séu opnar eða lokaðar. Þetta er gert fyrir allar bæjarhátíðir, stóra tónleika og er hefðbundin framkvæmd þegar ákveða hvaða viðbúnað þarf.“ HSÍ Ísrael Lögreglumál Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
HSÍ gaf í dag út yfirlýsingu í tengslum við landsleiki Íslands og Ísrael sem fram fara í komandi viku. Um er að ræða umspilsleiki fyrir HM í handbolta sem fram fer síðar á árinu. Í yfirlýsingu HSÍ kom fram að sambandið hefði verið ráðlagt af embætti ríkislögreglustjóra að spila leikina tvo gegn Ísrael fyrir luktum dyrum og án þess að þeir yrðu auglýstir. Í samtali við Vísi í dag sagði Jón Halldórsson, formaður HSÍ, að sambandið hefði enga ástæðu til að fara gegn áhættumati ríkislögreglustjóra. Sigríður Björk segir að áhættumat eins og það sem gert var í tengslum við landsleikina sé gert fyrir ýmsa stóra viðburði. „Þetta er eins og við gerum alltaf, mat á öryggi og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að tryggja öryggi áhorfenda og þátttakenda. Þar sem þetta er leikur Íslands og Ísrael höfum við orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum. Til að uppfylla okkar skyldur sendum við ráðleggingar til HSÍ,“ sagði Sigríður Björk þegar Vísir ræddi við hana undir kvöld. Sigríður Björk lagði áherslu á að ákvörðunin væri alfarið HSÍ. „Þetta er eins og venjulega og svo taka þeir sínar ákvarðanir. Við leggjum á borðið það sem við ráðleggjum, þetta er hefðbundið og hefur verið gert áður. Mig minnir að það hafi verið æfingaleikur. Það er ólga og hiti sem beinist líka að stuðningsaðilum,“ bætti Sigríður Björk við en HSÍ hefur fengið mikla gagnrýni vegna styrktarsamnings sambandsins við Rapyd. Embættið gefi öryggisráðleggingar í hverri viku „Við erum að sinna okkar hlutverki og skorumst ekki undan. Við hefðum verið með mikinn viðbúnað og hefðum brugðist við,“ sagði Sigríður Björk aðspurð hvernig hefði verið brugðist við ef HSÍ hefði ákveðið að spila fyrir framan áhorfendur. Hún segir ráðleggingar til HSÍ vera settar fram vegna upplýsinga um að það sé ólga í tengslum við leikinn. „Við erum með öryggirráðleggingar í hverri viku. Er eitthvað óvænt sem gæti gerst, eitthvað sem þarf að taka sérstaklega til skoðunar. Þetta er hefðbundin vinna,“ bætti Sigríður Björk við en hún vildi ekki fara nánar í hvernig öryggismatið væri unnið. Það væri gert samkvæmt viðurkenndum aðferðum. Hún sagði engar beinar hótanir hafa komið fram í tengslum við leikina. „Ekkert slíkt, ekkert sem ég hef orðið áskynja um. Engar beinar upplýsingar um árásir, það er ólga og það er hiti og eitthvað sem við tökum tillit til.“ Hún sagðist ekki gera svarað um hvort öryggismatið yrði gert opinbert. „Það hefur örugglega verið gert í einhverjum tilfellum, það fer eftir hvað má taka fram og hvaðan upplýsingarnar koma. Hvort þær séu opnar eða lokaðar. Þetta er gert fyrir allar bæjarhátíðir, stóra tónleika og er hefðbundin framkvæmd þegar ákveða hvaða viðbúnað þarf.“
HSÍ Ísrael Lögreglumál Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira