Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir og Dögg Guðmundsdóttir skrifa 5. apríl 2025 18:00 Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Nú höfum við farið yfir mataræðið áður en sem stutt upprifjun þá byggir það alfarið á neyslu kjöts og annarra dýraafurða, ásamt ríkulegri neyslu salts og smjörs. Oftar en ekki inniheldur mataræðið mikið magn af mettaðri fitu, rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sem rannsóknir hafa tengt við aukna hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Ofan á það kemur svo útilokun á öllum matvælum sem eru verndandi gegn þessum sjúkdómum, svo sem grænmeti, ávöxtum og heilkornum. Ástæðan fyrir því að við viljum minna á þetta er vegna mikilla aukninga í vinsældum að undanförnu. Þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að mataræðið er sérstaklega varhugavert fyrir eldri einstaklinga eða þá sem eru nú þegar með háan blóðþrýsting eða í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Of mikil neysla á salti og mettaðri fitu getur haft alvarleg áhrif á hjartaheilsu og afleiðingar fyrir þá sem nú þegar eru í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er það einnig svo að þrátt fyrir að ungt og heilbrigt fólk finni líklega ekki fyrir skaða til skemmri tíma litið, er það áhyggjuefni þegar það fylgir mataræðinu í lengri tíma. Það er því ekki að undra að sérfræðingar í næringarfræði og lýðheilsu tali ítrekað gegn þessu mataræði. Það er gert af góðvild og með heilsu almennings í huga, enda er markmiðið að draga úr áhættu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Með tilkomu samfélagsmiðla dreifast alls kyns upplýsingar hratt á milli fólks og hver sem er getur sagt hvað sem er á netinu. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið mikilvægari eins og bent er á í greininni, Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn’. Nú erum við með sérfræðiþekkingu í næringarfræði, en það eru vísindi sem krefjast þess að við þekkjum hvernig líkaminn virkar og að við séum kunnugar innri og ytri áhrifaþáttum þess að næra sig til að fá sem bestan árangur líffræðilega séð. Til þess þurfum við að vera með vísindin á hreinu og sífellt að vera á tánum hvað varðar nýjar rannsóknir. Þegar við þó miðlum þessari þekkingu með vísindin að vopni og hag landsmanna fyrir brjósti, mæta okkur stundum ásakanir um menntahroka eða athugasemdir um að við ættum ekki að „skipta okkur af“ matarvenjum fólks. Ráðleggingar okkar snúast hins vegar aldrei um að skipa fólki fyrir heldur einfaldlega að upplýsa almenning um bestu vísindalega þekkingu hvers tíma. Fólk má svo að sjálfsögðu prófa það mataræði sem það vill, en hlutverk okkar er að gera fólki grein fyrir mögulegum hættum sem geta fylgt því til langs tíma svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það gleður okkar næringarfræðinga hjarta að sjálfsögðu að vita af fólki að lifa og dafna í eigin skinni og hugsa vel um heilsuna sína. Enda er heilsan okkar dýrmætasta eign. En við vonum þó að fólk virði sömuleiðis okkar vegferð í að starfa sem einhverskonar forvarnargildi í þeirri gríðarlegu upplýsingaóreiðu sem ríkir þar sem markmiðið er alltaf að hafa jákvæð áhrif á lífsvenjur og heilsu fólks. Það skiptir nefnilega máli hvaða upplýsingar við veljum að taka mark á og innleiða í líf okkar og að þær séu traustar og réttar. Í ljósi vinsælda carnivore að undanförnu til þyngdartaps viljum við að lokum minna á að þyngdartap er ekki alltaf sama sem heilbrigði, og sumu þyngdartapi fylgir meiri skaði fyrir heilsu en ágóði. Sé tilgangurinn þyngdartap er hægt að ná því fram á öruggari hátt en með carnivore mataræðinu, án þess að stofna heilsu sinni í hættu með aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og ristilskrabbameini. Það mataræði sem er helst tengt við góðar heilsufarsútkomur ef við skoðum rannsóknir í heild er mataræði sem er ríkt af grænmeti, ávöxtum, heilkorni, fiski, baunum og mögru kjöti eins og kjúkling. Þú átt skilið að fá réttar og heilsueflandi upplýsingar svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þú vilt haga þínu mataræði. Frekari traustar upplýsingar um næringu og leiðréttingar á næringarmýtum má finna hér: Næring og jafnvægi Guðrún Nanna Egilsdóttir er næringarfræðingur og Dögg Guðmundsdóttir er meistaranemi í klínískri næringarfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Matur Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda. Nú höfum við farið yfir mataræðið áður en sem stutt upprifjun þá byggir það alfarið á neyslu kjöts og annarra dýraafurða, ásamt ríkulegri neyslu salts og smjörs. Oftar en ekki inniheldur mataræðið mikið magn af mettaðri fitu, rauðu kjöti og unnum kjötvörum, sem rannsóknir hafa tengt við aukna hættu á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Ofan á það kemur svo útilokun á öllum matvælum sem eru verndandi gegn þessum sjúkdómum, svo sem grænmeti, ávöxtum og heilkornum. Ástæðan fyrir því að við viljum minna á þetta er vegna mikilla aukninga í vinsældum að undanförnu. Þá er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að mataræðið er sérstaklega varhugavert fyrir eldri einstaklinga eða þá sem eru nú þegar með háan blóðþrýsting eða í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Of mikil neysla á salti og mettaðri fitu getur haft alvarleg áhrif á hjartaheilsu og afleiðingar fyrir þá sem nú þegar eru í hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Þá er það einnig svo að þrátt fyrir að ungt og heilbrigt fólk finni líklega ekki fyrir skaða til skemmri tíma litið, er það áhyggjuefni þegar það fylgir mataræðinu í lengri tíma. Það er því ekki að undra að sérfræðingar í næringarfræði og lýðheilsu tali ítrekað gegn þessu mataræði. Það er gert af góðvild og með heilsu almennings í huga, enda er markmiðið að draga úr áhættu og stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Með tilkomu samfélagsmiðla dreifast alls kyns upplýsingar hratt á milli fólks og hver sem er getur sagt hvað sem er á netinu. Gagnrýnin hugsun hefur aldrei verið mikilvægari eins og bent er á í greininni, Eru samfélagsmiðlar að setja heilbrigðiskerfi framtíðarinnar á hausinn’. Nú erum við með sérfræðiþekkingu í næringarfræði, en það eru vísindi sem krefjast þess að við þekkjum hvernig líkaminn virkar og að við séum kunnugar innri og ytri áhrifaþáttum þess að næra sig til að fá sem bestan árangur líffræðilega séð. Til þess þurfum við að vera með vísindin á hreinu og sífellt að vera á tánum hvað varðar nýjar rannsóknir. Þegar við þó miðlum þessari þekkingu með vísindin að vopni og hag landsmanna fyrir brjósti, mæta okkur stundum ásakanir um menntahroka eða athugasemdir um að við ættum ekki að „skipta okkur af“ matarvenjum fólks. Ráðleggingar okkar snúast hins vegar aldrei um að skipa fólki fyrir heldur einfaldlega að upplýsa almenning um bestu vísindalega þekkingu hvers tíma. Fólk má svo að sjálfsögðu prófa það mataræði sem það vill, en hlutverk okkar er að gera fólki grein fyrir mögulegum hættum sem geta fylgt því til langs tíma svo að fólk geti tekið upplýsta ákvörðun. Það gleður okkar næringarfræðinga hjarta að sjálfsögðu að vita af fólki að lifa og dafna í eigin skinni og hugsa vel um heilsuna sína. Enda er heilsan okkar dýrmætasta eign. En við vonum þó að fólk virði sömuleiðis okkar vegferð í að starfa sem einhverskonar forvarnargildi í þeirri gríðarlegu upplýsingaóreiðu sem ríkir þar sem markmiðið er alltaf að hafa jákvæð áhrif á lífsvenjur og heilsu fólks. Það skiptir nefnilega máli hvaða upplýsingar við veljum að taka mark á og innleiða í líf okkar og að þær séu traustar og réttar. Í ljósi vinsælda carnivore að undanförnu til þyngdartaps viljum við að lokum minna á að þyngdartap er ekki alltaf sama sem heilbrigði, og sumu þyngdartapi fylgir meiri skaði fyrir heilsu en ágóði. Sé tilgangurinn þyngdartap er hægt að ná því fram á öruggari hátt en með carnivore mataræðinu, án þess að stofna heilsu sinni í hættu með aukinni áhættu á hjartasjúkdómum og ristilskrabbameini. Það mataræði sem er helst tengt við góðar heilsufarsútkomur ef við skoðum rannsóknir í heild er mataræði sem er ríkt af grænmeti, ávöxtum, heilkorni, fiski, baunum og mögru kjöti eins og kjúkling. Þú átt skilið að fá réttar og heilsueflandi upplýsingar svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvernig þú vilt haga þínu mataræði. Frekari traustar upplýsingar um næringu og leiðréttingar á næringarmýtum má finna hér: Næring og jafnvægi Guðrún Nanna Egilsdóttir er næringarfræðingur og Dögg Guðmundsdóttir er meistaranemi í klínískri næringarfræði
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar